Erlent

Endurlífga útdauða tegund

loðfíll Heillegt hræ loðfílsins sett upp á sýningu í Frakklandi í sumar.
nordicphotos/AFP
loðfíll Heillegt hræ loðfílsins sett upp á sýningu í Frakklandi í sumar. nordicphotos/AFP

Japanskir vísindamenn ætla að freista þess að vekja loðfíla til lífsins á ný, tíu þúsund árum eftir að sú dýrategund leið undir lok.

Vísindamennirnir ætla að hefjast handa strax á þessu ári og stefna að því að ljúka verkinu innan fimm eða sex ára.

Meiningin er að fá frumur úr hræi af loðfíl, sem fannst í Síberíu fyrir nokkrum árum og er geymt í rannsóknarstöð í Rússlandi. Hræið er óvenju heillegt.

Ætlunin er að taka frumukjarna úr loðfílnum, setja hann í kjarnalausa eggfrumu úr venjulegum fíl og rækta þannig fóstur með erfðaefni loðfíls.- gb





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×