Endurhæfingarlæknar fáir og nýliðun lítil Svavar Hávarðsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Miklu færri en vilja komast að í endurhæfingu á Reykjalundi þegar þeir þurfa þess. vísir/valli Endurhæfingarlæknar á Íslandi eru of fáir; aðeins um tíu talsins. Meðalaldur þeirra er hár og innan tíu ára verða margir þeirra hættir störfum á sama tíma og nýliðun er lítil og mjög fáir í sérnámi. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um er eftirspurn eftir þjónustu á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi í dag miklum mun meiri en unnt er að sinna. Á Reykjalundi bíða nú tæplega þúsund manns eftir þjónustu og biðin er allt upp í eitt ár. Ef 300 milljóna króna niðurskurður frá hruni fengist bættur væri hægt að auka þjónustu Reykjalundar til muna. Á sama tíma er viðvarandi húsnæðisvandi og mannekla á endurhæfingardeild Landspítalans sem stendur starfseminni þar fyrir þrifum. Hugmyndir um byggingu nýrrar álmu á Grensásdeild hafa lengi verið uppi en aldrei komist á fjárlög. Þar er sálfræðiþjónustan sérstaklega illa stödd og afar knýjandi að aðstaða sjúkra-, iðju-, og talmeinaþjálfunar og tengdrar starfsemi verði bætt.Magnús ÓlasonGuðrún Karlsdóttir, þáverandi formaður Félags íslenskra endurhæfingarlækna (FÍE), skrifaði grein í Læknablaðið í janúar 2015 þar sem á það var bent að læknar á Íslandi með sérfræðiréttindi í endurhæfingarlækningum væru aðeins fimmtán talsins og tíu af þeim starfandi. Áhyggjum lýsti hún af hversu meðalaldur þeirra var hár og nýliðun lítil. Magnús Ólason, núverandi formaður FÍE sem jafnframt er framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, segir að sennilega séu færri en tíu sem eru upphaflega sérmenntaðir í endurhæfingu, en aðrir hafi jafnvel aðra sérfræðimenntun en hafi bætt endurhæfingarlækningum við sérfræðisvið sitt síðar. Magnús segist vona að hægt verði að halda í horfinu, en jánkar því að samband geti verið á milli þess hversu fáir læknar líti til sérfræðináms í endurhæfingarlækningum og þess fálætis sem greininni er sýnt dagsdaglega – og endurspeglast í vanda þeirra stofnana sem sinna endurhæfingu sjúkra og slasaðra. „Við erum til dæmis að koma mun minna að kennslu læknanema heldur en var fyrir tuttugu, þrjátíu árum. Þá var meiri áhersla á endurhæfingu en er í dag.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Endurhæfingarlæknar á Íslandi eru of fáir; aðeins um tíu talsins. Meðalaldur þeirra er hár og innan tíu ára verða margir þeirra hættir störfum á sama tíma og nýliðun er lítil og mjög fáir í sérnámi. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um er eftirspurn eftir þjónustu á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi í dag miklum mun meiri en unnt er að sinna. Á Reykjalundi bíða nú tæplega þúsund manns eftir þjónustu og biðin er allt upp í eitt ár. Ef 300 milljóna króna niðurskurður frá hruni fengist bættur væri hægt að auka þjónustu Reykjalundar til muna. Á sama tíma er viðvarandi húsnæðisvandi og mannekla á endurhæfingardeild Landspítalans sem stendur starfseminni þar fyrir þrifum. Hugmyndir um byggingu nýrrar álmu á Grensásdeild hafa lengi verið uppi en aldrei komist á fjárlög. Þar er sálfræðiþjónustan sérstaklega illa stödd og afar knýjandi að aðstaða sjúkra-, iðju-, og talmeinaþjálfunar og tengdrar starfsemi verði bætt.Magnús ÓlasonGuðrún Karlsdóttir, þáverandi formaður Félags íslenskra endurhæfingarlækna (FÍE), skrifaði grein í Læknablaðið í janúar 2015 þar sem á það var bent að læknar á Íslandi með sérfræðiréttindi í endurhæfingarlækningum væru aðeins fimmtán talsins og tíu af þeim starfandi. Áhyggjum lýsti hún af hversu meðalaldur þeirra var hár og nýliðun lítil. Magnús Ólason, núverandi formaður FÍE sem jafnframt er framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, segir að sennilega séu færri en tíu sem eru upphaflega sérmenntaðir í endurhæfingu, en aðrir hafi jafnvel aðra sérfræðimenntun en hafi bætt endurhæfingarlækningum við sérfræðisvið sitt síðar. Magnús segist vona að hægt verði að halda í horfinu, en jánkar því að samband geti verið á milli þess hversu fáir læknar líti til sérfræðináms í endurhæfingarlækningum og þess fálætis sem greininni er sýnt dagsdaglega – og endurspeglast í vanda þeirra stofnana sem sinna endurhæfingu sjúkra og slasaðra. „Við erum til dæmis að koma mun minna að kennslu læknanema heldur en var fyrir tuttugu, þrjátíu árum. Þá var meiri áhersla á endurhæfingu en er í dag.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira