EM-sćtinu fagnađ međ stćl | Myndaveisla

 
Fótbolti
22:59 16. SEPTEMBER 2016
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt upp á EM-sætið með 4-0 stórsigri á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2017.

Ísland hefur unnið alla sjö leiki sína í undankeppninni, skorað 33 mörk og ekki enn fengið á sig mark.

Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvívegis í leiknum í kvöld og þær Hallbera Guðný Gísladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sitt markið hvor.

Rúmlega 6000 áhorfendur lögðu leið sína á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með stelpunum okkar en það vantaði ekki mikið upp á til að bæta áhorfendamet kvennalandsliðsins.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var líka á Laugardalsvellinum í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / EM-sćtinu fagnađ međ stćl | Myndaveisla
Fara efst