Fótbolti

EM í dag: Franskir trukkabílstjórar og nýr forseti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
EM í dag, kannski frekar EM í bítið, heilsar eftir lítinn nætursvefn frá trukkabílstjórastoppi einhvers staðar í Frakklandi, á leiðinni frá Annecy til Nice. Vakning var klukkan fjögur í morgun, tvö að íslenskum tíma, og framundan sjö tíma rútuferð til móts við íslenskar og enskar knattspyrnukempur í Nice.

Í þessum fimmtánda þætti EM í dag leyfa þeir Kolbeinn Tumi Daðason og Tómas Þór Þórðarson sér að vera með sólgleraugu á meðan þeir ræða ferðalagið, daginn framundan og dramatíkina í fyrstu leikjunum í sextán liða úrslitum í gær.

Tómas Þór er löngu búinn að jafna sig á úrslitunum í forsetakosningunum enda stærri og mikilvægari keppni framundan, gegn Englandi eftir einn og hálfan sólarhring.

Þáttinn má sjá í spilaranum að ofan.


 


Tengdar fréttir

EM í dag: Groundhog day í Annecy

Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt sem snýr að íslenska liðinu á EM í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×