Elri gæti komið í stað lúpínu 25. nóvember 2004 00:01 Síðustu tvo áratugina hafa verið gerðar tilraunir hér á landi með notkun elris í landgræðslu og skógrækt. Elri er trjátegund sem hefur svipaða eiginleika og lúpína, en á rótum beggja eru baktería sem bindur köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Báðar tegundir eru harðgerar og hafa verið notaðar til að græða upp land þar sem næringarefni eru af skornum skammti í jarðvegi. Þó svo að elrið sé innflutt svipar því mjög til birkis og sker sig því ekki jafn mikið úr umhverfinu og lúpínan. Því er talið að elri kunni að hugnast einhverjum betur til uppgræðslu á sumum svæðum svo sem þar sem verið er að rækta upp sumarbústaðalendur. "Elri er með bakteríur af Frankíu-tegund á rótum sem binda köfnunarefni úr andrúmsloftinu, sem er nákvæmlega sama virkni og á rótum lúpínu," segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi. "Í heimkynnum sínum eru þetta tegundir sem ná fyrstar fótfestu þar sem land hefur skemmst í skriðum, áraurum, eða einhverju slíku, ásamt auðvitað lúpínu og fleiri köfnunarefnissmitandi jurtum. Svo koma hinar tegundirnar á eftir þegar búið er að bæta jarðveginn. Elri er þannig eins og nokkurs konar köfnunarefnis- eða áburðarverksmiðja." Hreinn segir að fjöldi tegunda elris séu til, svo sem sitkaelri, gráelri, blæelri, kjarrelri og fleiri til. "Margar þessara tegunda þrífast vel hér og getur farið inn á rýrt land. Þær þrífast samt best þar sem grunnvatn er hátt. Á mjög þurrum melum eiga þær oft erfitt fyrstu árin. Á slíkum svæðum er lúpínan seigari," segir Hreinn, en telur að elri kunni að henta betur en lúpína á stöðum á borð við Skógasand þar sem settar voru upp stíflur og stutt er niður í vatn. Hreinn telur tæpast að útbreiðsla elris geti orðið jafn mikil og lúpínu, því elrið beri litla köngla sem borist geti með vindi um lengri veg, meðan lúpínan fari stutt og dreifi sér með vatni eða slíku. "Elri er hins vegar ekki mikið gróðursett, enn sem komið er. Það hefur gengið erfiðlega að rækta þetta vegna vandamála sem upp hafa komið við að smita ræturnar bakteríunni. En ef fólk vill ekki fá lúpínuna inn getur það svo sem prófað elri, haustlitirnir eru svona gulleitir, svipaðir og hjá birkinu," segir Hreinn. Fréttir Innlent Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Síðustu tvo áratugina hafa verið gerðar tilraunir hér á landi með notkun elris í landgræðslu og skógrækt. Elri er trjátegund sem hefur svipaða eiginleika og lúpína, en á rótum beggja eru baktería sem bindur köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Báðar tegundir eru harðgerar og hafa verið notaðar til að græða upp land þar sem næringarefni eru af skornum skammti í jarðvegi. Þó svo að elrið sé innflutt svipar því mjög til birkis og sker sig því ekki jafn mikið úr umhverfinu og lúpínan. Því er talið að elri kunni að hugnast einhverjum betur til uppgræðslu á sumum svæðum svo sem þar sem verið er að rækta upp sumarbústaðalendur. "Elri er með bakteríur af Frankíu-tegund á rótum sem binda köfnunarefni úr andrúmsloftinu, sem er nákvæmlega sama virkni og á rótum lúpínu," segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi. "Í heimkynnum sínum eru þetta tegundir sem ná fyrstar fótfestu þar sem land hefur skemmst í skriðum, áraurum, eða einhverju slíku, ásamt auðvitað lúpínu og fleiri köfnunarefnissmitandi jurtum. Svo koma hinar tegundirnar á eftir þegar búið er að bæta jarðveginn. Elri er þannig eins og nokkurs konar köfnunarefnis- eða áburðarverksmiðja." Hreinn segir að fjöldi tegunda elris séu til, svo sem sitkaelri, gráelri, blæelri, kjarrelri og fleiri til. "Margar þessara tegunda þrífast vel hér og getur farið inn á rýrt land. Þær þrífast samt best þar sem grunnvatn er hátt. Á mjög þurrum melum eiga þær oft erfitt fyrstu árin. Á slíkum svæðum er lúpínan seigari," segir Hreinn, en telur að elri kunni að henta betur en lúpína á stöðum á borð við Skógasand þar sem settar voru upp stíflur og stutt er niður í vatn. Hreinn telur tæpast að útbreiðsla elris geti orðið jafn mikil og lúpínu, því elrið beri litla köngla sem borist geti með vindi um lengri veg, meðan lúpínan fari stutt og dreifi sér með vatni eða slíku. "Elri er hins vegar ekki mikið gróðursett, enn sem komið er. Það hefur gengið erfiðlega að rækta þetta vegna vandamála sem upp hafa komið við að smita ræturnar bakteríunni. En ef fólk vill ekki fá lúpínuna inn getur það svo sem prófað elri, haustlitirnir eru svona gulleitir, svipaðir og hjá birkinu," segir Hreinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir