Elri gæti komið í stað lúpínu 25. nóvember 2004 00:01 Síðustu tvo áratugina hafa verið gerðar tilraunir hér á landi með notkun elris í landgræðslu og skógrækt. Elri er trjátegund sem hefur svipaða eiginleika og lúpína, en á rótum beggja eru baktería sem bindur köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Báðar tegundir eru harðgerar og hafa verið notaðar til að græða upp land þar sem næringarefni eru af skornum skammti í jarðvegi. Þó svo að elrið sé innflutt svipar því mjög til birkis og sker sig því ekki jafn mikið úr umhverfinu og lúpínan. Því er talið að elri kunni að hugnast einhverjum betur til uppgræðslu á sumum svæðum svo sem þar sem verið er að rækta upp sumarbústaðalendur. "Elri er með bakteríur af Frankíu-tegund á rótum sem binda köfnunarefni úr andrúmsloftinu, sem er nákvæmlega sama virkni og á rótum lúpínu," segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi. "Í heimkynnum sínum eru þetta tegundir sem ná fyrstar fótfestu þar sem land hefur skemmst í skriðum, áraurum, eða einhverju slíku, ásamt auðvitað lúpínu og fleiri köfnunarefnissmitandi jurtum. Svo koma hinar tegundirnar á eftir þegar búið er að bæta jarðveginn. Elri er þannig eins og nokkurs konar köfnunarefnis- eða áburðarverksmiðja." Hreinn segir að fjöldi tegunda elris séu til, svo sem sitkaelri, gráelri, blæelri, kjarrelri og fleiri til. "Margar þessara tegunda þrífast vel hér og getur farið inn á rýrt land. Þær þrífast samt best þar sem grunnvatn er hátt. Á mjög þurrum melum eiga þær oft erfitt fyrstu árin. Á slíkum svæðum er lúpínan seigari," segir Hreinn, en telur að elri kunni að henta betur en lúpína á stöðum á borð við Skógasand þar sem settar voru upp stíflur og stutt er niður í vatn. Hreinn telur tæpast að útbreiðsla elris geti orðið jafn mikil og lúpínu, því elrið beri litla köngla sem borist geti með vindi um lengri veg, meðan lúpínan fari stutt og dreifi sér með vatni eða slíku. "Elri er hins vegar ekki mikið gróðursett, enn sem komið er. Það hefur gengið erfiðlega að rækta þetta vegna vandamála sem upp hafa komið við að smita ræturnar bakteríunni. En ef fólk vill ekki fá lúpínuna inn getur það svo sem prófað elri, haustlitirnir eru svona gulleitir, svipaðir og hjá birkinu," segir Hreinn. Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Síðustu tvo áratugina hafa verið gerðar tilraunir hér á landi með notkun elris í landgræðslu og skógrækt. Elri er trjátegund sem hefur svipaða eiginleika og lúpína, en á rótum beggja eru baktería sem bindur köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Báðar tegundir eru harðgerar og hafa verið notaðar til að græða upp land þar sem næringarefni eru af skornum skammti í jarðvegi. Þó svo að elrið sé innflutt svipar því mjög til birkis og sker sig því ekki jafn mikið úr umhverfinu og lúpínan. Því er talið að elri kunni að hugnast einhverjum betur til uppgræðslu á sumum svæðum svo sem þar sem verið er að rækta upp sumarbústaðalendur. "Elri er með bakteríur af Frankíu-tegund á rótum sem binda köfnunarefni úr andrúmsloftinu, sem er nákvæmlega sama virkni og á rótum lúpínu," segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi. "Í heimkynnum sínum eru þetta tegundir sem ná fyrstar fótfestu þar sem land hefur skemmst í skriðum, áraurum, eða einhverju slíku, ásamt auðvitað lúpínu og fleiri köfnunarefnissmitandi jurtum. Svo koma hinar tegundirnar á eftir þegar búið er að bæta jarðveginn. Elri er þannig eins og nokkurs konar köfnunarefnis- eða áburðarverksmiðja." Hreinn segir að fjöldi tegunda elris séu til, svo sem sitkaelri, gráelri, blæelri, kjarrelri og fleiri til. "Margar þessara tegunda þrífast vel hér og getur farið inn á rýrt land. Þær þrífast samt best þar sem grunnvatn er hátt. Á mjög þurrum melum eiga þær oft erfitt fyrstu árin. Á slíkum svæðum er lúpínan seigari," segir Hreinn, en telur að elri kunni að henta betur en lúpína á stöðum á borð við Skógasand þar sem settar voru upp stíflur og stutt er niður í vatn. Hreinn telur tæpast að útbreiðsla elris geti orðið jafn mikil og lúpínu, því elrið beri litla köngla sem borist geti með vindi um lengri veg, meðan lúpínan fari stutt og dreifi sér með vatni eða slíku. "Elri er hins vegar ekki mikið gróðursett, enn sem komið er. Það hefur gengið erfiðlega að rækta þetta vegna vandamála sem upp hafa komið við að smita ræturnar bakteríunni. En ef fólk vill ekki fá lúpínuna inn getur það svo sem prófað elri, haustlitirnir eru svona gulleitir, svipaðir og hjá birkinu," segir Hreinn.
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira