Viðskipti innlent

Elmar og Adrian nýir forstöðumenn hjá H.F. Verðbréfum

ingvar haraldsson skrifar
Adrian Sabido og Elmar Eðvaldsson eru nýir forstöðumenn hjá H.F. Verðbréfum.
Adrian Sabido og Elmar Eðvaldsson eru nýir forstöðumenn hjá H.F. Verðbréfum. mynd/h.f.virðing
H.F. Verðbréf hafa gengið frá ráðningu tveggja nýrra forstöðumanna hjá fyrirtækinu. Adrian Sabido verður forstöðumaður markaðsviðskipta H.F. Verðbréfa og Elmar Eðvaldsson verður forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá fyrirtækinu.

Adrian hefur starfað í markaðsviðskiptum H.F. Verðbréfa í rúmlega þrjú ár. Hann tekur við af af Daða Kristjánssyni sem ráðinn var framkvæmdastjóri félagsins um síðustu áramót. Hann hefur starfað við fjármál frá árinu 2007 og vann áður í fjárstýringu hjá Icebank. Adrian er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú, meðfram störfum sínum hjá félaginu, að MCF gráðu í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Adrian hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Elmar hefur starfað í fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa í tæplega fjögur ár. Áður en Elmar réð sig til H.F. Verðbréfa starfaði hann í fyrirtækjaráðgjöf Saga Fjárfestingarbanka. Elmar er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og vinnur að lokaverkefni sínu í M.Sc. námi í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×