Elliði vill fara í stjórn með VG Jakob Bjarnar skrifar 31. október 2016 11:48 Elliði getur ekki séð annað en samstarf Bjarna og Katrínar geti reynst farsælt. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins, vill horfa til VG og skoða möguleika á því að þessir tveir flokkar geti starfað saman í ríkisstjórn. Elliði var einn einarðasti stuðningsmaður Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, en flokkurinn vann þar góðan sigur. Helsta mögulega stjórnarmynstrið sem nefnt hefur verið til sögunnar er Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. Elliði er ekkert endilega þar. Vísir spurði hann hvort þetta væri algeng skoðun meðal Sjálfstæðismanna en Elliði vill ekki ganga svo langt að fullyrða þar um. „En, Sjálfstæðismenn eins og allir aðrir finna hinsvegar og skilja að vandinn í er ekki hvað síst skortur á trausti. Ekki bara trausti til þingmanna eða alþingis heldur skortur á trausti á helstu stofnunum samfélagsins. Eitt af stóru verkefnum næsta kjörtímabils verður að byggja upp slíkt traust og til þess að geta það þarf að sætta sjónarmið á grunvelli breiðrar skírskotunar. Ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og VG hefur slíka skírkostun,“ segir Elliði og horfir þá ýmist til Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar sem þriðja flokks í ríkisstjórn. Og víst er að slík stjórn myndi hafa tryggan meirihluta á þingi. „Vandi þessara tveggja foringja verður ekki að vinna saman. Vandinn verður heldur ekki að fá þingflokkana með. Þeirra stóra verkefni verður að skapa forsendur meðal grasróta sinna til að leggja niður áratugadeilur og taka höndum saman um verkefni sem eru stærri en svo að hægt sé að láta kaldstríðsviðhorf ráða gjörðum.“ Elliði hefur ritað grein þar sem hann veltir þessum hugmyndum upp og birt á heimasíðu sinni. Hún er undir yfirskriftinni „Að láta ekki sundurleitar skoðanir aftra samstarfi –Nýsköpunarstjórnin síðari.“ Elliði segir að sannarlega megi gera þetta á margan veg. „En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Bjartrar framtíðar (eða Viðreisnar) hugnast mér vel.“ Líkast til myndi það standa síður í Sjálfstæðismönnum en Vinstri grænum að ganga til slíks samstarfs en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, nefndi í kosningaþætti að slíkt samstarf yrði sér tæpast hollt. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins, vill horfa til VG og skoða möguleika á því að þessir tveir flokkar geti starfað saman í ríkisstjórn. Elliði var einn einarðasti stuðningsmaður Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, en flokkurinn vann þar góðan sigur. Helsta mögulega stjórnarmynstrið sem nefnt hefur verið til sögunnar er Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. Elliði er ekkert endilega þar. Vísir spurði hann hvort þetta væri algeng skoðun meðal Sjálfstæðismanna en Elliði vill ekki ganga svo langt að fullyrða þar um. „En, Sjálfstæðismenn eins og allir aðrir finna hinsvegar og skilja að vandinn í er ekki hvað síst skortur á trausti. Ekki bara trausti til þingmanna eða alþingis heldur skortur á trausti á helstu stofnunum samfélagsins. Eitt af stóru verkefnum næsta kjörtímabils verður að byggja upp slíkt traust og til þess að geta það þarf að sætta sjónarmið á grunvelli breiðrar skírskotunar. Ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og VG hefur slíka skírkostun,“ segir Elliði og horfir þá ýmist til Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar sem þriðja flokks í ríkisstjórn. Og víst er að slík stjórn myndi hafa tryggan meirihluta á þingi. „Vandi þessara tveggja foringja verður ekki að vinna saman. Vandinn verður heldur ekki að fá þingflokkana með. Þeirra stóra verkefni verður að skapa forsendur meðal grasróta sinna til að leggja niður áratugadeilur og taka höndum saman um verkefni sem eru stærri en svo að hægt sé að láta kaldstríðsviðhorf ráða gjörðum.“ Elliði hefur ritað grein þar sem hann veltir þessum hugmyndum upp og birt á heimasíðu sinni. Hún er undir yfirskriftinni „Að láta ekki sundurleitar skoðanir aftra samstarfi –Nýsköpunarstjórnin síðari.“ Elliði segir að sannarlega megi gera þetta á margan veg. „En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Bjartrar framtíðar (eða Viðreisnar) hugnast mér vel.“ Líkast til myndi það standa síður í Sjálfstæðismönnum en Vinstri grænum að ganga til slíks samstarfs en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, nefndi í kosningaþætti að slíkt samstarf yrði sér tæpast hollt.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels