Elliði stendur með ákvörðun Páleyjar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júlí 2016 13:05 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist standa með ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra um að greina ekki opinberlega frá tilkynntum kynferðisbrotum á þjóðhátíð í ár. Ákvörðunin sé tekin með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. „Þessum brotum, sem og öllum öðrum, þarf að sinna af mikilli nærgætni og gæta að því að verkferlar séu skýrir. Ég veit ekki betur en til þess að þessir verkferlar séu þeir sömu og lögregla notar um allt land, alla daga ársins, og að þetta sé það besta sem hægt er að gera bæði fyrir sóknarhagsmuni og vellíðan þolenda," segir Elliði í samtali við Vísi. Lögregla greinir alla jafna ekki frá meintum kynferðisbrotum, en svarar hins vegar fyrirspurnum þegar eftir því er óskað, sem Páley ætlar ekki að gera.Greint var frá því í dag að Páley hyggist viðhalda sama verklagi og í fyrra, að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. Hefur hún farið þess á leit við Landspítalann að fjölmiðlar verði ekki upplýstir um meint brot, en Landspítalinn hyggst ekki verða við beiðni Páleyjar. Ýmsir fagaðilar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun, en Elliði segir ekki tilefni til að endurskoða hana, þrátt fyrir það. „Fagaðilar hafa líka lýst því yfir að þetta sé besta leiðin. Nú er ég sjálfur með mastersgráðu í sálfræði og hef komið að úrvinnslu á málum sem þessum. Ég geri ekki athugasemdir við þá verkferla sem þarna verða viðhafðir og tel þá vera til þess að gæta að hagsmunum fórnarlamba fyrst og fremst og lögreglan segir að þetta gæti að rannsóknarhagsmunum, sé í takt við það sem best er hægt að gera. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það," segir Elliði. Hann vísar orðrómi um þöggunartilburði á bug. „Er einhver þannig innrættur að hann haldi að hagsmunum kynferðisfórnarlamba sé fórnað fyrir hagsmuni Þjóðhátíðar sem haldin er af íþróttafélagi í Vestmannaeyjum? Ég einfaldlega trúi því ekki að nokkur beri slíkt á borð. Það er allt gert sem hægt er og allir verkferlar eru unnir með hagsmuni fórnarlamba og rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi." Tengdar fréttir Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist standa með ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra um að greina ekki opinberlega frá tilkynntum kynferðisbrotum á þjóðhátíð í ár. Ákvörðunin sé tekin með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. „Þessum brotum, sem og öllum öðrum, þarf að sinna af mikilli nærgætni og gæta að því að verkferlar séu skýrir. Ég veit ekki betur en til þess að þessir verkferlar séu þeir sömu og lögregla notar um allt land, alla daga ársins, og að þetta sé það besta sem hægt er að gera bæði fyrir sóknarhagsmuni og vellíðan þolenda," segir Elliði í samtali við Vísi. Lögregla greinir alla jafna ekki frá meintum kynferðisbrotum, en svarar hins vegar fyrirspurnum þegar eftir því er óskað, sem Páley ætlar ekki að gera.Greint var frá því í dag að Páley hyggist viðhalda sama verklagi og í fyrra, að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. Hefur hún farið þess á leit við Landspítalann að fjölmiðlar verði ekki upplýstir um meint brot, en Landspítalinn hyggst ekki verða við beiðni Páleyjar. Ýmsir fagaðilar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun, en Elliði segir ekki tilefni til að endurskoða hana, þrátt fyrir það. „Fagaðilar hafa líka lýst því yfir að þetta sé besta leiðin. Nú er ég sjálfur með mastersgráðu í sálfræði og hef komið að úrvinnslu á málum sem þessum. Ég geri ekki athugasemdir við þá verkferla sem þarna verða viðhafðir og tel þá vera til þess að gæta að hagsmunum fórnarlamba fyrst og fremst og lögreglan segir að þetta gæti að rannsóknarhagsmunum, sé í takt við það sem best er hægt að gera. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það," segir Elliði. Hann vísar orðrómi um þöggunartilburði á bug. „Er einhver þannig innrættur að hann haldi að hagsmunum kynferðisfórnarlamba sé fórnað fyrir hagsmuni Þjóðhátíðar sem haldin er af íþróttafélagi í Vestmannaeyjum? Ég einfaldlega trúi því ekki að nokkur beri slíkt á borð. Það er allt gert sem hægt er og allir verkferlar eru unnir með hagsmuni fórnarlamba og rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi."
Tengdar fréttir Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira
Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00