Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. maí 2012 08:00 Rjúpur eiga undir högg að sækja og veiðidögum hefur verið fækkað stórlega. Mynd/GVA Umhverfisráðuneytið hefur úthlutað 28,4 milljónum króna úr Veiðikortasjóði í styrki til ýmissa rannsóknarverkefna. Hæsti einstaki styrkurinn fer til rannsókna á rjúpum. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfisráðuneytinu tólf umsóknir frá 15 aðilum að upphæð ríflega 50 milljónir króna. Að því er segir í frétt umhverfisráðuneytisins fékk Umhverfisstofnun í samræmi við úthlutunarreglur fyrir Veiðikortasjóð álit frá ráðgjafarnefnd sem í sitja fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Skotveiðifélags Íslands og umhverfisverndarsamtaka. Þessir fengu styrkina úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2012. Náttúrustofa Norðausturlands, krónur 3.100.000 til verkefnisins: Farhættir og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla. Náttúrustofa Suðurlands, krónur 3.160.000 til verkefnisins: Rannsóknir á lunda 2012. Háskóli Íslands ofl., krónur 2.980.000 til verkefnisins: Vetrarfæða sjófugla á íslenska landgrunninu. Melrakkasetur Íslands, krónur 4.700.000 til verkefnisins: Vöktun íslenska refastofnsins. Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 1.060.000 til verkefnisins: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi. Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 9.700.000 til verkefnisins Rjúpnarannsóknir 2012. Verkís, krónur 2.200.000 til verkefnisins: Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði, og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa. Náttúrustofa Austurlands, krónur 1.500.000 til verkefnisins: Gæsabeitarálag á bújörðum. Stangveiði Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Flott veiði í Fossálum í litlu vatni Veiði Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði
Umhverfisráðuneytið hefur úthlutað 28,4 milljónum króna úr Veiðikortasjóði í styrki til ýmissa rannsóknarverkefna. Hæsti einstaki styrkurinn fer til rannsókna á rjúpum. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfisráðuneytinu tólf umsóknir frá 15 aðilum að upphæð ríflega 50 milljónir króna. Að því er segir í frétt umhverfisráðuneytisins fékk Umhverfisstofnun í samræmi við úthlutunarreglur fyrir Veiðikortasjóð álit frá ráðgjafarnefnd sem í sitja fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Skotveiðifélags Íslands og umhverfisverndarsamtaka. Þessir fengu styrkina úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2012. Náttúrustofa Norðausturlands, krónur 3.100.000 til verkefnisins: Farhættir og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla. Náttúrustofa Suðurlands, krónur 3.160.000 til verkefnisins: Rannsóknir á lunda 2012. Háskóli Íslands ofl., krónur 2.980.000 til verkefnisins: Vetrarfæða sjófugla á íslenska landgrunninu. Melrakkasetur Íslands, krónur 4.700.000 til verkefnisins: Vöktun íslenska refastofnsins. Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 1.060.000 til verkefnisins: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi. Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 9.700.000 til verkefnisins Rjúpnarannsóknir 2012. Verkís, krónur 2.200.000 til verkefnisins: Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði, og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa. Náttúrustofa Austurlands, krónur 1.500.000 til verkefnisins: Gæsabeitarálag á bújörðum.
Stangveiði Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Flott veiði í Fossálum í litlu vatni Veiði Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði