Erlent

Ellefu látnir eftir að Herkúles-vél bandaríska hersins brotlenti

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fimm hinna látnu voru óbreyttir borgarar sem unnu á flugvellinum. Mynd úr safni.
Fimm hinna látnu voru óbreyttir borgarar sem unnu á flugvellinum. Mynd úr safni. Vísir/AFP
Að minnsta kosti ellefu eru látnir efir að bandarísk Herkúles-flugvél brotlenti á flugvelli í Afganistan.

Flugvélin brotlenti um klukkan hálf átta í gærkvöldi á Jalalabad flugvellinum, að því er bandaríski herinn segir.

Sex hinn látnu unnu fyrir bandaríska herinn en hinir fimm voru óbreyttir borgarar sem unnu á flugvellinum.

Talsmaður Talíbana fullyrti á Twitter að þeir hefðu skotið vélina niður en BBC greinir frá því að engar vísbendingar séu um að það sé satt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×