Elísabet Indra hættir eftir 14 ár hjá RÚV: „Það var komið nóg“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2015 16:15 Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Dagskárgerðarkonan Elísabet Indra Ragnarsdóttir, sem haft hefur umsjón með menningarþættinum Víðsjá á Rás 1, sagði upp störfum hjá RÚV í dag. Elísabet segir ákvörðun dagskrárstjóra Rásar 1 í síðustu viku um að segja upp reynslumiklum útvarpskonum hafa haft áhrif á uppsögnina.Stundin greindi frá uppsögn Elísabetar sem staðfestir hana í samtali við Vísi.Sjá einnig: „Sennilega ættu þær sjálfar að sitja í stjórnunarstöðunni“ „Það var komið nóg,“ segir útvarpskonan. Aðspurð hvort uppsagnir Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríðar Stephensen hafi haft áhrif á ákvörðun hennar jánkar hún því. „Það hjálpaði mér að taka ákvörðunina um helgina,“ segir Elísabet. Uppsagnir Hönnu og Sigríðar hafi vakið töluverða reiði meðal samstarfsmanna á RÚV. Hennar ákvörðun sé þó engin mótmælaaðgerð enda hafi hún velt henni fyrir sér í lengri tíma.Erfiðir tímar á RÚV Elísabet segir óráðið hvað hún taki sér fyrir hendur. Hún hafi starfað í Efstaleitinu í fjórtán ár en síðustu ár hafi verið erfið. „Þetta hafa verið mjög erfiðir tímar,“ segir Elísabet og vísar til fjöldauppsagna, skipulagsbreytinga og ákvarðana á borð við þá að reka Hönnu og Sigríði fyrir helgi. Útvarpsþáttur Elísabetar Indru, Þruma, elding og lífsástin sjálf, var tilnefndur sem besti tónlistarþáttur í útvarpi í Evrópu árið 2013. Þátturinn fjallaði um tónlistarsmiðju Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophiliu. Hún var aftur tilnefnd til verðlaunanna ári síðar fyrir þáttinn Í dag er ég dansari. Tengdar fréttir Skýtur á dagskrárstjóra Rásar 1: „Sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í“ „Í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með,“ segir Guðmundur Andri Thorsson um nýjustu mannabreytingarnar á RÚV. 13. júlí 2015 12:13 Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Dagskárgerðarkonan Elísabet Indra Ragnarsdóttir, sem haft hefur umsjón með menningarþættinum Víðsjá á Rás 1, sagði upp störfum hjá RÚV í dag. Elísabet segir ákvörðun dagskrárstjóra Rásar 1 í síðustu viku um að segja upp reynslumiklum útvarpskonum hafa haft áhrif á uppsögnina.Stundin greindi frá uppsögn Elísabetar sem staðfestir hana í samtali við Vísi.Sjá einnig: „Sennilega ættu þær sjálfar að sitja í stjórnunarstöðunni“ „Það var komið nóg,“ segir útvarpskonan. Aðspurð hvort uppsagnir Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríðar Stephensen hafi haft áhrif á ákvörðun hennar jánkar hún því. „Það hjálpaði mér að taka ákvörðunina um helgina,“ segir Elísabet. Uppsagnir Hönnu og Sigríðar hafi vakið töluverða reiði meðal samstarfsmanna á RÚV. Hennar ákvörðun sé þó engin mótmælaaðgerð enda hafi hún velt henni fyrir sér í lengri tíma.Erfiðir tímar á RÚV Elísabet segir óráðið hvað hún taki sér fyrir hendur. Hún hafi starfað í Efstaleitinu í fjórtán ár en síðustu ár hafi verið erfið. „Þetta hafa verið mjög erfiðir tímar,“ segir Elísabet og vísar til fjöldauppsagna, skipulagsbreytinga og ákvarðana á borð við þá að reka Hönnu og Sigríði fyrir helgi. Útvarpsþáttur Elísabetar Indru, Þruma, elding og lífsástin sjálf, var tilnefndur sem besti tónlistarþáttur í útvarpi í Evrópu árið 2013. Þátturinn fjallaði um tónlistarsmiðju Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophiliu. Hún var aftur tilnefnd til verðlaunanna ári síðar fyrir þáttinn Í dag er ég dansari.
Tengdar fréttir Skýtur á dagskrárstjóra Rásar 1: „Sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í“ „Í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með,“ segir Guðmundur Andri Thorsson um nýjustu mannabreytingarnar á RÚV. 13. júlí 2015 12:13 Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Skýtur á dagskrárstjóra Rásar 1: „Sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í“ „Í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með,“ segir Guðmundur Andri Thorsson um nýjustu mannabreytingarnar á RÚV. 13. júlí 2015 12:13
Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00