Elfar Freyr: Ég ætla ekki að vera í einhverju Skype-sambandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 07:00 Elfar Freyr Helgason í leiknum á móti Þór en Blikar unnu þar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar. Vísir/Valli „Maður þurfti að rifja upp hvernig á að fagna sigri – það var allt gleymt og grafið,“ segir Elfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks, léttur í samtali við Fréttablaðið um fyrsta sigur liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Breiðablik vann Þór, 3-1, á Kópavogsvellinum á fimmtudaginn og vann sinn fyrsta sigur þegar tíu leikir eru búnir af mótinu. Elfar Freyr átti stórleik í vörn Breiðabliks, skoraði eitt markanna og er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tímabilið að við myndum ekki vinna leik fyrr en í 10. umferð hefði ég bara hrist hausinn. Guð minn almáttugur hvað þetta tók langan tíma. En þetta var bara skemmtilegt eins og alltaf þegar maður vinnur,“ segir Elfar Freyr.Las blöðin á ný Það var létt yfir Elfari þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var upptekinn við að sanda og sá í Kópavogsvöll, en hann vinnur þar á daginn og æfir þar á kvöldin. Alvöru Bliki. Hann heldur sér alveg á jörðinni þrátt fyrir þennan sigur. „Með fullri virðingu fyrir Þór þá var ekki eins og við værum að vinna FH eða KR á útivelli. Maður má ekkert missa sig yfir heimasigri á liðinu í botnsætinu sem er að spila eftir sjö tíma rútuferð,“ segir Elfar Freyr. Hvernig hefur andinn verið í liðinu á meðan hópurinn gekk í gegnum þessar erfiðu vikur? „Menn eru jákvæðir og reyna að peppa hver annan upp. Ég er ánægður með hvernig við höfum tekist á við þetta.“ Elfar leyfði sér að glugga aftur í blöðin eftir sigurinn á miðvikudaginn. „Þegar illa gengur reynir maður að kúpla sig út úr allri umfjöllun. Maður les ekki blöðin og horfir ekki á Pepsi-mörkin. En maður leyfði sér að kíkja í blöðin í dag [gær].“Vísir/ValliStutt stopp á Íslandi Elfar hélt út í atvinnumennsku á miðju tímabili 2011 þegar hann samdi við AEK í Aþenu. Þaðan fór hann til Stabæk og svo Randers í Danmörku áður en hann kom aftur heim á miðju síðasta sumri. Stefnan er tekin aftur út strax næsta haust en af öðrum ástæðum. „Kærastan mín er að fara í tveggja ára nám í Svíþjóð og ég ætla ekki að vera í einhverju Skype-sambandi. Ég ætla að athuga hvort það séu ekki einhver lið í B-deildinni sem vilja fá mig,“ segir Elfar Freyr sem er með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi fara frítt frá Breiðabliki eftir tímabilið. „Það mun hjálpa mér, en það er ekkert komið í gang núna. Ég mun samt selja mig ódýrt – þetta verður ekki þessi hefðbundna atvinnumennska. Ég er bara að fara að elta ástina til Svíþjóðar,“ segir Elfar Freyr Helgason kampakátur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
„Maður þurfti að rifja upp hvernig á að fagna sigri – það var allt gleymt og grafið,“ segir Elfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks, léttur í samtali við Fréttablaðið um fyrsta sigur liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Breiðablik vann Þór, 3-1, á Kópavogsvellinum á fimmtudaginn og vann sinn fyrsta sigur þegar tíu leikir eru búnir af mótinu. Elfar Freyr átti stórleik í vörn Breiðabliks, skoraði eitt markanna og er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tímabilið að við myndum ekki vinna leik fyrr en í 10. umferð hefði ég bara hrist hausinn. Guð minn almáttugur hvað þetta tók langan tíma. En þetta var bara skemmtilegt eins og alltaf þegar maður vinnur,“ segir Elfar Freyr.Las blöðin á ný Það var létt yfir Elfari þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var upptekinn við að sanda og sá í Kópavogsvöll, en hann vinnur þar á daginn og æfir þar á kvöldin. Alvöru Bliki. Hann heldur sér alveg á jörðinni þrátt fyrir þennan sigur. „Með fullri virðingu fyrir Þór þá var ekki eins og við værum að vinna FH eða KR á útivelli. Maður má ekkert missa sig yfir heimasigri á liðinu í botnsætinu sem er að spila eftir sjö tíma rútuferð,“ segir Elfar Freyr. Hvernig hefur andinn verið í liðinu á meðan hópurinn gekk í gegnum þessar erfiðu vikur? „Menn eru jákvæðir og reyna að peppa hver annan upp. Ég er ánægður með hvernig við höfum tekist á við þetta.“ Elfar leyfði sér að glugga aftur í blöðin eftir sigurinn á miðvikudaginn. „Þegar illa gengur reynir maður að kúpla sig út úr allri umfjöllun. Maður les ekki blöðin og horfir ekki á Pepsi-mörkin. En maður leyfði sér að kíkja í blöðin í dag [gær].“Vísir/ValliStutt stopp á Íslandi Elfar hélt út í atvinnumennsku á miðju tímabili 2011 þegar hann samdi við AEK í Aþenu. Þaðan fór hann til Stabæk og svo Randers í Danmörku áður en hann kom aftur heim á miðju síðasta sumri. Stefnan er tekin aftur út strax næsta haust en af öðrum ástæðum. „Kærastan mín er að fara í tveggja ára nám í Svíþjóð og ég ætla ekki að vera í einhverju Skype-sambandi. Ég ætla að athuga hvort það séu ekki einhver lið í B-deildinni sem vilja fá mig,“ segir Elfar Freyr sem er með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi fara frítt frá Breiðabliki eftir tímabilið. „Það mun hjálpa mér, en það er ekkert komið í gang núna. Ég mun samt selja mig ódýrt – þetta verður ekki þessi hefðbundna atvinnumennska. Ég er bara að fara að elta ástina til Svíþjóðar,“ segir Elfar Freyr Helgason kampakátur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira