Elfar Freyr: Ég ætla ekki að vera í einhverju Skype-sambandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 07:00 Elfar Freyr Helgason í leiknum á móti Þór en Blikar unnu þar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar. Vísir/Valli „Maður þurfti að rifja upp hvernig á að fagna sigri – það var allt gleymt og grafið,“ segir Elfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks, léttur í samtali við Fréttablaðið um fyrsta sigur liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Breiðablik vann Þór, 3-1, á Kópavogsvellinum á fimmtudaginn og vann sinn fyrsta sigur þegar tíu leikir eru búnir af mótinu. Elfar Freyr átti stórleik í vörn Breiðabliks, skoraði eitt markanna og er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tímabilið að við myndum ekki vinna leik fyrr en í 10. umferð hefði ég bara hrist hausinn. Guð minn almáttugur hvað þetta tók langan tíma. En þetta var bara skemmtilegt eins og alltaf þegar maður vinnur,“ segir Elfar Freyr.Las blöðin á ný Það var létt yfir Elfari þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var upptekinn við að sanda og sá í Kópavogsvöll, en hann vinnur þar á daginn og æfir þar á kvöldin. Alvöru Bliki. Hann heldur sér alveg á jörðinni þrátt fyrir þennan sigur. „Með fullri virðingu fyrir Þór þá var ekki eins og við værum að vinna FH eða KR á útivelli. Maður má ekkert missa sig yfir heimasigri á liðinu í botnsætinu sem er að spila eftir sjö tíma rútuferð,“ segir Elfar Freyr. Hvernig hefur andinn verið í liðinu á meðan hópurinn gekk í gegnum þessar erfiðu vikur? „Menn eru jákvæðir og reyna að peppa hver annan upp. Ég er ánægður með hvernig við höfum tekist á við þetta.“ Elfar leyfði sér að glugga aftur í blöðin eftir sigurinn á miðvikudaginn. „Þegar illa gengur reynir maður að kúpla sig út úr allri umfjöllun. Maður les ekki blöðin og horfir ekki á Pepsi-mörkin. En maður leyfði sér að kíkja í blöðin í dag [gær].“Vísir/ValliStutt stopp á Íslandi Elfar hélt út í atvinnumennsku á miðju tímabili 2011 þegar hann samdi við AEK í Aþenu. Þaðan fór hann til Stabæk og svo Randers í Danmörku áður en hann kom aftur heim á miðju síðasta sumri. Stefnan er tekin aftur út strax næsta haust en af öðrum ástæðum. „Kærastan mín er að fara í tveggja ára nám í Svíþjóð og ég ætla ekki að vera í einhverju Skype-sambandi. Ég ætla að athuga hvort það séu ekki einhver lið í B-deildinni sem vilja fá mig,“ segir Elfar Freyr sem er með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi fara frítt frá Breiðabliki eftir tímabilið. „Það mun hjálpa mér, en það er ekkert komið í gang núna. Ég mun samt selja mig ódýrt – þetta verður ekki þessi hefðbundna atvinnumennska. Ég er bara að fara að elta ástina til Svíþjóðar,“ segir Elfar Freyr Helgason kampakátur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
„Maður þurfti að rifja upp hvernig á að fagna sigri – það var allt gleymt og grafið,“ segir Elfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks, léttur í samtali við Fréttablaðið um fyrsta sigur liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Breiðablik vann Þór, 3-1, á Kópavogsvellinum á fimmtudaginn og vann sinn fyrsta sigur þegar tíu leikir eru búnir af mótinu. Elfar Freyr átti stórleik í vörn Breiðabliks, skoraði eitt markanna og er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tímabilið að við myndum ekki vinna leik fyrr en í 10. umferð hefði ég bara hrist hausinn. Guð minn almáttugur hvað þetta tók langan tíma. En þetta var bara skemmtilegt eins og alltaf þegar maður vinnur,“ segir Elfar Freyr.Las blöðin á ný Það var létt yfir Elfari þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var upptekinn við að sanda og sá í Kópavogsvöll, en hann vinnur þar á daginn og æfir þar á kvöldin. Alvöru Bliki. Hann heldur sér alveg á jörðinni þrátt fyrir þennan sigur. „Með fullri virðingu fyrir Þór þá var ekki eins og við værum að vinna FH eða KR á útivelli. Maður má ekkert missa sig yfir heimasigri á liðinu í botnsætinu sem er að spila eftir sjö tíma rútuferð,“ segir Elfar Freyr. Hvernig hefur andinn verið í liðinu á meðan hópurinn gekk í gegnum þessar erfiðu vikur? „Menn eru jákvæðir og reyna að peppa hver annan upp. Ég er ánægður með hvernig við höfum tekist á við þetta.“ Elfar leyfði sér að glugga aftur í blöðin eftir sigurinn á miðvikudaginn. „Þegar illa gengur reynir maður að kúpla sig út úr allri umfjöllun. Maður les ekki blöðin og horfir ekki á Pepsi-mörkin. En maður leyfði sér að kíkja í blöðin í dag [gær].“Vísir/ValliStutt stopp á Íslandi Elfar hélt út í atvinnumennsku á miðju tímabili 2011 þegar hann samdi við AEK í Aþenu. Þaðan fór hann til Stabæk og svo Randers í Danmörku áður en hann kom aftur heim á miðju síðasta sumri. Stefnan er tekin aftur út strax næsta haust en af öðrum ástæðum. „Kærastan mín er að fara í tveggja ára nám í Svíþjóð og ég ætla ekki að vera í einhverju Skype-sambandi. Ég ætla að athuga hvort það séu ekki einhver lið í B-deildinni sem vilja fá mig,“ segir Elfar Freyr sem er með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi fara frítt frá Breiðabliki eftir tímabilið. „Það mun hjálpa mér, en það er ekkert komið í gang núna. Ég mun samt selja mig ódýrt – þetta verður ekki þessi hefðbundna atvinnumennska. Ég er bara að fara að elta ástina til Svíþjóðar,“ segir Elfar Freyr Helgason kampakátur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira