Eldur í hvalaskoðunarbáti á Skjálfandaflóa Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2015 10:55 Björgunarsveitarmenn, lögreglumenn og fleiri við bryggjuna á Húsavík í dag. Mynd/Jónas Emils Uppfært klukkan 11:42 24 farþegar voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Faldi á vegum fyrirtækisins Gentle Giants á Skjálfandaflóa, þegar reykur kom upp um hálf ellefuleytið í morgun. Brugðist var skjótt við og eru farþegarnir nú komnir um borð í hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör. Sammæltust þeir um að halda hvalaskoðun áfram.Knörr með Fald í togi á leið til Húsavíkur.Mynd/Jónas EmilsÖllum farþegum um borð í Faldi var komið fyrir í björgunarbátum þegar að bilunarinnar varð vart. Nokkru síðar bar hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör að og stóð farþegunum til boða að halda hvalaskoðun áfram eða halda áleiðis til Húsavíkur. Varð fyrri kosturinn fyrir valinu og bættust farþegarnir 24 því við þá 23 sem fyrir voru að leggja af stað í hvalaskoðun um borð í Bjössa Sör. Hvalaskoðunarbáturinn Knörrinn og björgunarbáturinn Jón Kjartansson eru nú á leið með Fald til Húsavíkur og áætlað er að þeir verði komnir þangað um hádegisbil. Ekki liggur fyrir hvar bilunin kom upp. Slökkviliðsmenn eru um borð í Faldi en ekki rýkur úr honum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. Veður er þokkalegt til sjós, smá gola og dálítill sjór en brim hefur verið síðustu daga.Slökkvilið, lögregla og sjúkrastarfsmenn mættu á bryggjuna á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsStefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants, sagði í stuttu samtali við Vísi að allt væri í standi. Vænta mætti tilkynningar frá honum um málið innan tíðar. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að Samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð hafi verið virkjuð í samræmi við hópslysaáætlun vegna farþegabáta á Skjálfandaflóa. Þá voru björgunarsveitir í nágrenninu virkjaðar sem og slökkviliðin á Húsavík og Akureyri auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.Faldur.Vísir/PjeturUppfært klukkan 13:22 Í tilkynningu frá Stefáni Guðmundssyni hjá Gentle Giants segir að um lítilsháttar reyk hafi verið að ræða sem komið hafi upp á útleið frá Húsavík. Skammt utan við höfnina. Verður hafi verið hið besta og allar aðstæður góðar. „Eftir um 30 mínútna siglingu varð skiptstjórinn var við lítilsháttar reyk í vélarrúmi og brást við samkvæmt öryggisáætlun skips og fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni. „Björgunarsveitin á staðnum var komin á örskotsstundu sem og nærstaddir bátar á svæðinu. Farþegarnir 20 voru ferjaðir um borð í Bjössa Sör og héldu för sinni áfram í hvalaskoðun um Skjálfanda.“ Stefán segir að farþegum og áhöfn heilsist vel. Allir séu heilir. Hann þakkar öllum sem tóku þátt í aðgerðinni til lands og sveita.Frá björgunaraðgerðum í dag.Mynd/Jónas EmilsFaldur dreginn í land.Mynd/Jónas EmilsKnörrinn og Faldur í höfn á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsSlökkviliðsmenn um borð í Faldri í Húsavíkurhöfn.Mynd/Jónas EmilsHér má sjá bátinn: Faldur returning to the harbor with a dozen of passengers that will bring home a very special and unexpected memory.Posted by Gentle Giants Whale Watching on Thursday, 2 April 2015 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Uppfært klukkan 11:42 24 farþegar voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Faldi á vegum fyrirtækisins Gentle Giants á Skjálfandaflóa, þegar reykur kom upp um hálf ellefuleytið í morgun. Brugðist var skjótt við og eru farþegarnir nú komnir um borð í hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör. Sammæltust þeir um að halda hvalaskoðun áfram.Knörr með Fald í togi á leið til Húsavíkur.Mynd/Jónas EmilsÖllum farþegum um borð í Faldi var komið fyrir í björgunarbátum þegar að bilunarinnar varð vart. Nokkru síðar bar hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör að og stóð farþegunum til boða að halda hvalaskoðun áfram eða halda áleiðis til Húsavíkur. Varð fyrri kosturinn fyrir valinu og bættust farþegarnir 24 því við þá 23 sem fyrir voru að leggja af stað í hvalaskoðun um borð í Bjössa Sör. Hvalaskoðunarbáturinn Knörrinn og björgunarbáturinn Jón Kjartansson eru nú á leið með Fald til Húsavíkur og áætlað er að þeir verði komnir þangað um hádegisbil. Ekki liggur fyrir hvar bilunin kom upp. Slökkviliðsmenn eru um borð í Faldi en ekki rýkur úr honum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. Veður er þokkalegt til sjós, smá gola og dálítill sjór en brim hefur verið síðustu daga.Slökkvilið, lögregla og sjúkrastarfsmenn mættu á bryggjuna á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsStefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants, sagði í stuttu samtali við Vísi að allt væri í standi. Vænta mætti tilkynningar frá honum um málið innan tíðar. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að Samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð hafi verið virkjuð í samræmi við hópslysaáætlun vegna farþegabáta á Skjálfandaflóa. Þá voru björgunarsveitir í nágrenninu virkjaðar sem og slökkviliðin á Húsavík og Akureyri auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.Faldur.Vísir/PjeturUppfært klukkan 13:22 Í tilkynningu frá Stefáni Guðmundssyni hjá Gentle Giants segir að um lítilsháttar reyk hafi verið að ræða sem komið hafi upp á útleið frá Húsavík. Skammt utan við höfnina. Verður hafi verið hið besta og allar aðstæður góðar. „Eftir um 30 mínútna siglingu varð skiptstjórinn var við lítilsháttar reyk í vélarrúmi og brást við samkvæmt öryggisáætlun skips og fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni. „Björgunarsveitin á staðnum var komin á örskotsstundu sem og nærstaddir bátar á svæðinu. Farþegarnir 20 voru ferjaðir um borð í Bjössa Sör og héldu för sinni áfram í hvalaskoðun um Skjálfanda.“ Stefán segir að farþegum og áhöfn heilsist vel. Allir séu heilir. Hann þakkar öllum sem tóku þátt í aðgerðinni til lands og sveita.Frá björgunaraðgerðum í dag.Mynd/Jónas EmilsFaldur dreginn í land.Mynd/Jónas EmilsKnörrinn og Faldur í höfn á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsSlökkviliðsmenn um borð í Faldri í Húsavíkurhöfn.Mynd/Jónas EmilsHér má sjá bátinn: Faldur returning to the harbor with a dozen of passengers that will bring home a very special and unexpected memory.Posted by Gentle Giants Whale Watching on Thursday, 2 April 2015
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent