Ekki verður bókvitið í askana látið – eða hvað? Ágúst Hjörtur Ingþórsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Það er samandregin niðurstaða flest allra rannsókna þar sem skoðuð er þróun menntunarstigs hjá þjóðum og efnahagsleg þróun þeirra að bókvit verði jú víst í askana látið. Því hærra menntunarstig, því meiri líkur eru á góðri efnahagslegri stöðu og jákvæðri þróun. Vitaskuld er margt fleira sem hefur áhrif, en menntunarstig þjóðarinnar ásamt fjárfestingum í þekkingaröflun og nýsköpunarkraftur þjóða hafa reynst drjúgir þættir til skýringar á því hvers vegna þjóðum gengur misvel. Þess vegna hafa margar þjóðir sett sér markmið um menntunarstig, rannsóknarútgjöld og stuðning við nýsköpun sem veigamikinn þátt í framtíðarsýn sinni. Það gildir einnig um okkar eigið Ísland. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hvergi er menntun metin eins lítið til launa og á okkar eigin Íslandi. Þessi kjarastefna hefur tvíþættar afleiðingar sem mikilvægt er að benda á:Brottflutningur menntaðra eykst Í fyrsta lagi ýtir hún undir brottflutning þeirra sem eru menntaðir og eiga mesta möguleika á að fá atvinnu í öðrum löndum. Við erum núna í annarri hrinu brottflutninga fólks frá landinu, ef marka má tölur frá fyrsta fjórðungi þessa árs. Fólkið sem fer eru menntaðir Íslendingar en fólkið sem kemur eru ófaglærðir innflytjendur. Núverandi kjarastefna er því beint innlegg í innflytjendastefnu framtíðarinnar sem felur í sér æ færri menntaða Íslendinga. Er það framtíðarsýnin fyrir okkar eigið Ísland?Launamunur kynjanna eykst Í öðru lagi viðheldur núverandi kjarastefna kerfisbundnum launamun kynjanna og ýtir undir að þar verði vont jafnvel verra. Konur eru nú orðnar í meirihluta þeirra sem útskrifast með háskólapróf og í sumum greinum allt að tveimur þriðju útskrifaðra. Sumir hafa bent á þessa staðreynd sem eina skýringu á því af hverju launakjör tiltekinna menntaðra stétta hafa dregist aftur úr; þær eru orðnar kvennastéttir. Það er því augljóst að ein mjög skilvirk leið til að auka launajöfnuð kynjanna er að meta menntun til launa. Núverandi kjarastefna er þannig beinn og órjúfanlegur hluti af framkvæmd jafnréttisstefnu dagsins í dag og vísbending um hvert stefnir í framtíðinni. Óbreytt afstaða þýðir áframhaldandi kynjabundinn launamun á okkar eigin Íslandi, þar sem við teljum stundum jafnréttismálin vera í góðum farvegi. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir okkar eigið Ísland? Í stuttu máli þá eru það hagsmunir þjóðarinnar allrar að meta menntun til launa og það er réttlætismál að nýta kjarasamninga, sérstaklega þegar ríki og sveitarfélög eiga í hlut, til að spyrna fótum við kerfisbundnu launamisrétti. Ég er einn þeirra þverhausa sem enn vilja búa á okkar eigin Íslandi. Í barnahópnum mínum eru bæði strákar og stelpur og ég vona að einhver þeirra vilji halda áfram að byggja þetta land með mér. Þess vegna styð ég kröfuna í yfirstandandi kjarasamningum um að menntun sé metin til launa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er samandregin niðurstaða flest allra rannsókna þar sem skoðuð er þróun menntunarstigs hjá þjóðum og efnahagsleg þróun þeirra að bókvit verði jú víst í askana látið. Því hærra menntunarstig, því meiri líkur eru á góðri efnahagslegri stöðu og jákvæðri þróun. Vitaskuld er margt fleira sem hefur áhrif, en menntunarstig þjóðarinnar ásamt fjárfestingum í þekkingaröflun og nýsköpunarkraftur þjóða hafa reynst drjúgir þættir til skýringar á því hvers vegna þjóðum gengur misvel. Þess vegna hafa margar þjóðir sett sér markmið um menntunarstig, rannsóknarútgjöld og stuðning við nýsköpun sem veigamikinn þátt í framtíðarsýn sinni. Það gildir einnig um okkar eigið Ísland. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hvergi er menntun metin eins lítið til launa og á okkar eigin Íslandi. Þessi kjarastefna hefur tvíþættar afleiðingar sem mikilvægt er að benda á:Brottflutningur menntaðra eykst Í fyrsta lagi ýtir hún undir brottflutning þeirra sem eru menntaðir og eiga mesta möguleika á að fá atvinnu í öðrum löndum. Við erum núna í annarri hrinu brottflutninga fólks frá landinu, ef marka má tölur frá fyrsta fjórðungi þessa árs. Fólkið sem fer eru menntaðir Íslendingar en fólkið sem kemur eru ófaglærðir innflytjendur. Núverandi kjarastefna er því beint innlegg í innflytjendastefnu framtíðarinnar sem felur í sér æ færri menntaða Íslendinga. Er það framtíðarsýnin fyrir okkar eigið Ísland?Launamunur kynjanna eykst Í öðru lagi viðheldur núverandi kjarastefna kerfisbundnum launamun kynjanna og ýtir undir að þar verði vont jafnvel verra. Konur eru nú orðnar í meirihluta þeirra sem útskrifast með háskólapróf og í sumum greinum allt að tveimur þriðju útskrifaðra. Sumir hafa bent á þessa staðreynd sem eina skýringu á því af hverju launakjör tiltekinna menntaðra stétta hafa dregist aftur úr; þær eru orðnar kvennastéttir. Það er því augljóst að ein mjög skilvirk leið til að auka launajöfnuð kynjanna er að meta menntun til launa. Núverandi kjarastefna er þannig beinn og órjúfanlegur hluti af framkvæmd jafnréttisstefnu dagsins í dag og vísbending um hvert stefnir í framtíðinni. Óbreytt afstaða þýðir áframhaldandi kynjabundinn launamun á okkar eigin Íslandi, þar sem við teljum stundum jafnréttismálin vera í góðum farvegi. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir okkar eigið Ísland? Í stuttu máli þá eru það hagsmunir þjóðarinnar allrar að meta menntun til launa og það er réttlætismál að nýta kjarasamninga, sérstaklega þegar ríki og sveitarfélög eiga í hlut, til að spyrna fótum við kerfisbundnu launamisrétti. Ég er einn þeirra þverhausa sem enn vilja búa á okkar eigin Íslandi. Í barnahópnum mínum eru bæði strákar og stelpur og ég vona að einhver þeirra vilji halda áfram að byggja þetta land með mér. Þess vegna styð ég kröfuna í yfirstandandi kjarasamningum um að menntun sé metin til launa.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun