Innlent

Ekki útilokað að erlent skip hafi verið í fjársjóðsleit við Íslandsstrendur

Gissur Sigurðsson skrifar
Skipið í höfn á Ísafirði í dag.
Skipið í höfn á Ísafirði í dag. vísir/hafþór
Ekki er talið útilokað að áhöfn erlends rannsóknaskips, sem var í óleyfi að stunda neðansjávarrannsóknir vestur af Ísafjarðardjúpi, hafi verið að leita að fjársjóði, sem á að hafa verið um borð í skipi, sem þýskir kafbátar sökktu í síðari heimsstyrjöldinni.

Rannsóknaskipið, sem heitir Endeavour er skráð í Togo í Afríku en í eigu bandarísks félags,  er enn á Ísafirði, eftir að Landhelgisgæslan beindi því þangað fyrr í vikunni þar sem það hafði verið við óheimilar rannsóknir um 60 sjómílur vestur af Ísafjarðardjúpi.

Skipverjar sögðust hafa verið við dýptarmælingar í leit að skipsflökum,en mörg slík eru á þessum slóðum síðan úr síðari heimstyrjöldinni. Að sögn Auðuns Krisitnssonar er orðrómur um að mikil verðmæti séu um borð í skipi, eða skipum sem sökkt var á þessum slóðum, en skipverjar Endeavour hafa ekki gefið neitt upp um það.  

Rannsóknalelyfi þarf til slíkrar leitar innan 200 mílna efnahagslögsögunnar. Utanríkisráðuneytið kannast ekki við að áhöfnin eðæa útgerðin hafi sótt um slíkt leyfi eftir að skipinu var vísað til Ísafjarðar. Ekki liggur fyrir hvort tekið verður á málinu sem lögbroti, en skipið er ekki í farbanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×