Ekki sett fjármagn í VIRK þrátt fyrir ákvæði í lögum Sveinn Arnarsson skrifar 12. september 2014 07:00 Ríkið hefur ekki greitt í sjóðinn á móti lífeyrissjóðum og aðilum vinnumarkaðarins eins og til stóð í upphafi. Fréttablaðið/GVA Íslenska ríkið lagði ekki til fjármagn í starfsendurhæfingarsjóðinn VIRK á árinu 2014, og ekki er gert ráð fyrir fjárframlagi til sjóðsins í fjárlögum ársins 2015, þrátt fyrir að sett væru lög árið 2012 um að ríkið ætti að setja þriðjung í starfsemi sjóðsins á móti framlagi frá lífeyrissjóðum og samtökum atvinnulífsins. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur skipað starfshóp allra aðila til að endurskoða lögin með það að markmiði að allir leggi sitt af mörkum til starfsendurhæfingarmála. Hún telur starfið sem sjóðurinn innir af hendi afar gott og mikilvægt fyrir atvinnulífið. „Ég tel það mikilvægt að lögunum sé breytt þannig að það endurspegli betur hversu miklu við eyðum í þetta verkefni nákvæmlega. Það er mín afstaða að þær breytingar eigi að varða alla þá aðila sem koma að fjármögnun starfsendurhæfingarinnar.“ Framlag ríkisins til VIRK samkvæmt lögum átti að vera um 300 milljónir á árinu 2013, um 850 milljónir á árinu 2014 og ríflega milljarður á árinu 2015. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 segir að „í ljósi sterkrar sjóðsstöðu VIRK var gerð breyting árið 2013 þess efnis að ríkissjóður skyldi ekki greiða framlög til sjóðsins árin 2013 og 2014 og er einnig gert ráð fyrir því í frumvarpinu að ekki komi til framlags af hálfu ríkisins til atvinnutengdra starfsendurhæfingarsjóða á árinu 2015, meðal annars af sterkri stöðu VIRK.“ Iðgjöld til VIRK hafa verið hærri en útgjöld úr sjóðnum síðustu ár og býr sjóðurinn nú yfir varasjóði sem samsvarar 12 mánaða rekstri sjóðsins. Samkvæmt spá sjóðsins mun rekstrarkostnaður ársins 2014 fara yfir tvo milljarða og iðgjöld ekki standa undir útgjöldum. Því mun fara að ganga á varasjóðinn sem hefur myndast. Stjórn VIRK hefur í ljósi aðstæðna metið það nauðsynlegt að ávallt sé til staðar varasjóður sem nemi 6-12 mánaða veltu. Þetta hefur legið skýrt fyrir hjá stjórn VIRK. Sér í lagi þar sem fjárveitingar hafa ekki komið frá hinu opinbera.Hannes G. Sigurðsson„Ef ríkið tekur ekki þátt fellur forsenda um að allir eigi rétt á þjónustu“ Hannes G. Sigurðsson, formaður stjórnar VIRK, telur ákveðins misskilnings gæta hjá stjórnvöldum. Hann telur það hafa sýnt sig að sjóðssöfnun VIRK hafi verið bráðnauðsynleg þar sem ríkið hafi ekki komið að fjármögnun sjóðsins. „Hugmyndin að þrískiptingunni í fjármögnun sjóðsins er að allir hafi rétt til starfsendurhæfingar. Allir greiði þá eitthvert iðgjald til sjóðsins. Öryrkjar hafa verið að fara í gegnum dýr úrræði hjá sjóðnum til að mynda. Ef ríkið tekur ekki þátt í fjármögnun þessarar starfsemi þá fellur þessi forsenda og markmiðið að allir eigi rétt á þjónustu VIRK. Þetta er sjálfseignarstofnun og ef fram heldur sem horfir mun starfsemin þurfa að byggjast á því að þeir einir eigi rétt á þjónustunni sem standa að fjármögnun. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Íslenska ríkið lagði ekki til fjármagn í starfsendurhæfingarsjóðinn VIRK á árinu 2014, og ekki er gert ráð fyrir fjárframlagi til sjóðsins í fjárlögum ársins 2015, þrátt fyrir að sett væru lög árið 2012 um að ríkið ætti að setja þriðjung í starfsemi sjóðsins á móti framlagi frá lífeyrissjóðum og samtökum atvinnulífsins. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur skipað starfshóp allra aðila til að endurskoða lögin með það að markmiði að allir leggi sitt af mörkum til starfsendurhæfingarmála. Hún telur starfið sem sjóðurinn innir af hendi afar gott og mikilvægt fyrir atvinnulífið. „Ég tel það mikilvægt að lögunum sé breytt þannig að það endurspegli betur hversu miklu við eyðum í þetta verkefni nákvæmlega. Það er mín afstaða að þær breytingar eigi að varða alla þá aðila sem koma að fjármögnun starfsendurhæfingarinnar.“ Framlag ríkisins til VIRK samkvæmt lögum átti að vera um 300 milljónir á árinu 2013, um 850 milljónir á árinu 2014 og ríflega milljarður á árinu 2015. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 segir að „í ljósi sterkrar sjóðsstöðu VIRK var gerð breyting árið 2013 þess efnis að ríkissjóður skyldi ekki greiða framlög til sjóðsins árin 2013 og 2014 og er einnig gert ráð fyrir því í frumvarpinu að ekki komi til framlags af hálfu ríkisins til atvinnutengdra starfsendurhæfingarsjóða á árinu 2015, meðal annars af sterkri stöðu VIRK.“ Iðgjöld til VIRK hafa verið hærri en útgjöld úr sjóðnum síðustu ár og býr sjóðurinn nú yfir varasjóði sem samsvarar 12 mánaða rekstri sjóðsins. Samkvæmt spá sjóðsins mun rekstrarkostnaður ársins 2014 fara yfir tvo milljarða og iðgjöld ekki standa undir útgjöldum. Því mun fara að ganga á varasjóðinn sem hefur myndast. Stjórn VIRK hefur í ljósi aðstæðna metið það nauðsynlegt að ávallt sé til staðar varasjóður sem nemi 6-12 mánaða veltu. Þetta hefur legið skýrt fyrir hjá stjórn VIRK. Sér í lagi þar sem fjárveitingar hafa ekki komið frá hinu opinbera.Hannes G. Sigurðsson„Ef ríkið tekur ekki þátt fellur forsenda um að allir eigi rétt á þjónustu“ Hannes G. Sigurðsson, formaður stjórnar VIRK, telur ákveðins misskilnings gæta hjá stjórnvöldum. Hann telur það hafa sýnt sig að sjóðssöfnun VIRK hafi verið bráðnauðsynleg þar sem ríkið hafi ekki komið að fjármögnun sjóðsins. „Hugmyndin að þrískiptingunni í fjármögnun sjóðsins er að allir hafi rétt til starfsendurhæfingar. Allir greiði þá eitthvert iðgjald til sjóðsins. Öryrkjar hafa verið að fara í gegnum dýr úrræði hjá sjóðnum til að mynda. Ef ríkið tekur ekki þátt í fjármögnun þessarar starfsemi þá fellur þessi forsenda og markmiðið að allir eigi rétt á þjónustu VIRK. Þetta er sjálfseignarstofnun og ef fram heldur sem horfir mun starfsemin þurfa að byggjast á því að þeir einir eigi rétt á þjónustunni sem standa að fjármögnun.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði