Ekki rífa Nasa! Páll Óskar Hjálmtýsson skrifar 10. september 2009 06:00 Ég mótmæli fyrirhuguðum framkvæmdum og breytingum á deiliskipulagi í Kvosinni þar sem á að minnka Ingólfstorg og rífa Nasa við Austurvöll, til að byggja fimm hæða hótel. Nasa er síðasta íslenska félagsheimilið í Reykjavík og við megum ekki leggjast svo lágt að rífa það. Flest húsin við Ingólfstorg, að Nasa og gamla Landsímahúsinu meðtöldum, eru í eigu Péturs Þórs Sigurðssonar - það eina sem ég veit um hann er að hann er í Framsóknarflokknum, konan hans heitir Jónína Bjartmarz og það er mjög erfitt að ná í hann í síma af því hann býr í Kína. Eigendarétturinn er svo sterkur á Íslandi að ef borgin stendur í vegi fyrir einhverju sem eigandinn vill framkvæma er borgin bótaskyld. Þar að auki er ekki hægt að hagga deiliskipulagi sem samþykkt var árið sítt-að-aftan 1988. Til samanburðar er allt deiliskipulag í Svíþjóð endurskoðað á fimm ára fresti. Kallar þetta ekki á nýja lagasetningu? Ég er með ágætis lausn á þessum ímyndaða hótelskorti. Það er búið að byggja hundrað hæða höll úr gleri í Borgartúni, sem stendur galtóm. Hvers vegna ekki að breyta þessu ferlíki í hótel? Húsnæði Nasa og starfsemin þar ætti að fá að standa óbreytt. Gamla Landsímahúsið mætti nota sem skrifstofur Alþingis. Þar vantar alltaf vinnuaðstöðu. Skrifstofum Alþingis er svo lokað um svipað leyti og hjóðprufur hefjast inni á Nasa. Enginn truflar neinn. Allir eru ánægðir. Við viljum ekki fleiri ruglframkvæmdir eða niðurrif á byggingum og stöðum sem eiga sér langa sögu. 2007 er búið. Aðkallandi verkefni bíða: Barnaheimilin, elliheimilin, öryrkjarnir og heilbrigðiskerfið. Ekki eyða orku í að þjóna hagsmunum Péturs Þórs Sigurðssonar, af því að hann er í Framsóknarflokknum, á einhverjar byggingar úti um allan bæ og er lögfræðingur að mennt. Við erum þreytt á pólitísku baktjaldamakki. Á morgun, 11. september 2009, rennur út frestur til að skila aðfinnslum að nýju deiliskipulagi hjá Reykjavíkurborg. Ef þú lætur ekki í þér heyra, til dæmis á heimasíðunni www.bin.is, telst þetta nýja deiliskipulag samþykkt. Vilt þú láta það gerast? Höfundur er poppstjarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Ég mótmæli fyrirhuguðum framkvæmdum og breytingum á deiliskipulagi í Kvosinni þar sem á að minnka Ingólfstorg og rífa Nasa við Austurvöll, til að byggja fimm hæða hótel. Nasa er síðasta íslenska félagsheimilið í Reykjavík og við megum ekki leggjast svo lágt að rífa það. Flest húsin við Ingólfstorg, að Nasa og gamla Landsímahúsinu meðtöldum, eru í eigu Péturs Þórs Sigurðssonar - það eina sem ég veit um hann er að hann er í Framsóknarflokknum, konan hans heitir Jónína Bjartmarz og það er mjög erfitt að ná í hann í síma af því hann býr í Kína. Eigendarétturinn er svo sterkur á Íslandi að ef borgin stendur í vegi fyrir einhverju sem eigandinn vill framkvæma er borgin bótaskyld. Þar að auki er ekki hægt að hagga deiliskipulagi sem samþykkt var árið sítt-að-aftan 1988. Til samanburðar er allt deiliskipulag í Svíþjóð endurskoðað á fimm ára fresti. Kallar þetta ekki á nýja lagasetningu? Ég er með ágætis lausn á þessum ímyndaða hótelskorti. Það er búið að byggja hundrað hæða höll úr gleri í Borgartúni, sem stendur galtóm. Hvers vegna ekki að breyta þessu ferlíki í hótel? Húsnæði Nasa og starfsemin þar ætti að fá að standa óbreytt. Gamla Landsímahúsið mætti nota sem skrifstofur Alþingis. Þar vantar alltaf vinnuaðstöðu. Skrifstofum Alþingis er svo lokað um svipað leyti og hjóðprufur hefjast inni á Nasa. Enginn truflar neinn. Allir eru ánægðir. Við viljum ekki fleiri ruglframkvæmdir eða niðurrif á byggingum og stöðum sem eiga sér langa sögu. 2007 er búið. Aðkallandi verkefni bíða: Barnaheimilin, elliheimilin, öryrkjarnir og heilbrigðiskerfið. Ekki eyða orku í að þjóna hagsmunum Péturs Þórs Sigurðssonar, af því að hann er í Framsóknarflokknum, á einhverjar byggingar úti um allan bæ og er lögfræðingur að mennt. Við erum þreytt á pólitísku baktjaldamakki. Á morgun, 11. september 2009, rennur út frestur til að skila aðfinnslum að nýju deiliskipulagi hjá Reykjavíkurborg. Ef þú lætur ekki í þér heyra, til dæmis á heimasíðunni www.bin.is, telst þetta nýja deiliskipulag samþykkt. Vilt þú láta það gerast? Höfundur er poppstjarna.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar