Ekki ráðist í framkvæmdir á brautinni fyrr en 2019 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2017 19:42 Ekki verður farið í framkvæmdir fyrr en árið 2019 á einbreiðum kafla á Reykjanesbraut, þar sem tvö alvarleg umferðarslys hafa orðið á innan við tveimur vikum. Annað slysanna var banaslys. Reykjanesbraut er orðin umferðarþyngsti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis en umferð um veginn hefur aukist langt umfram það sem spáð var. Frá áramótum hafa orðið að minnsta kosti fjögur alvarleg umferðarslys á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi, þar af þrjú banaslys. Fjórða slysið varð rétt fyrir klukkan hálf níu í gærkvöldi þegar tveir bílar út gagnstæðum áttum rákust saman á Reykjanesbraut á móts við Brunnhóla. Tveir voru í voru í hvorum bíl og slösuðust að minnsta kosti þrír þeirra alvarlega en þeir voru fluttir með meðvitund á slysadeild Landspítalans. Í greiningu frá Vegagerðinni hefur umferð um Reykjanesbraut aukist að jafnaði um 6,8 prósent frá árinu 2010 en á síðasta ári varð vegurinn umferðarmesti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis. Á milli áranna 2015 og 2016 jókst umferðin veginn um 21 prósent. Með öðrum orðum jókst umferð að jafnaði um þrjú þúsund ökutæki á sólarhring allt síðasta ár sem útaf fyrir sig mundi teljast mikil umferð á þjóðvegum ein og sér. Gera má ráð fyrir því að umferð aukist um 13 prósent á þessu ári, miðað við þá umferð sem farið hefur um veginn frá áramótum. Vegamálastjóri segir að nú þegar sé unnið að úttekt á Grindavíkurvegi þar sem ástæður slysa þar skoðað aftur í tímann og hvaða kaflar á veginum eru hættulegri en aðrir. „Það er eitt af því sem alltaf er til skoðunar, hvort það er tilefni til þess. Það er töluvert dýrt. Það er ekki hægt að gera þetta með einföldum hætti, en þetta eru aðgerðir sem við munum skoða, á báðum þessum stöðum, á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut,” segir Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar. „Við höfum í annarri úttekt gert sérstaka skoðun á hálkumyndun á svæðinu og reyna að bera það saman við slysakaflana; er hálkan einhver sérstök skýring á þessum alvarlegu slysun sem þarna hafa orðið og í þriðja lagi höfum við skoðað svo kostnað við ýmsar aðgerðir.” Fyrsti áfangi á tvöföldun Reykjanesbrautar, Hafnarfjarðar megin er hafinn með útboði á mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg „Þær framkvæmdir eiga að hefjast á næstu tveimur mánuðum. Við erum að ganga frá samningum þessa dagana,” segir Hreinn, en því verki á að vera lokið í haust. „Framhaldið bæði suður fyrir straum og áfram í gegnum Hafnarfjörð verður síðan að ráðast af fjárveitingum. Samkvæmt núverandi samgönguáætlun til langs tíma, eða tólf ára áætlun, þá á sú tvöföldun að hefjast árið 2019.” Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Ekki verður farið í framkvæmdir fyrr en árið 2019 á einbreiðum kafla á Reykjanesbraut, þar sem tvö alvarleg umferðarslys hafa orðið á innan við tveimur vikum. Annað slysanna var banaslys. Reykjanesbraut er orðin umferðarþyngsti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis en umferð um veginn hefur aukist langt umfram það sem spáð var. Frá áramótum hafa orðið að minnsta kosti fjögur alvarleg umferðarslys á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi, þar af þrjú banaslys. Fjórða slysið varð rétt fyrir klukkan hálf níu í gærkvöldi þegar tveir bílar út gagnstæðum áttum rákust saman á Reykjanesbraut á móts við Brunnhóla. Tveir voru í voru í hvorum bíl og slösuðust að minnsta kosti þrír þeirra alvarlega en þeir voru fluttir með meðvitund á slysadeild Landspítalans. Í greiningu frá Vegagerðinni hefur umferð um Reykjanesbraut aukist að jafnaði um 6,8 prósent frá árinu 2010 en á síðasta ári varð vegurinn umferðarmesti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis. Á milli áranna 2015 og 2016 jókst umferðin veginn um 21 prósent. Með öðrum orðum jókst umferð að jafnaði um þrjú þúsund ökutæki á sólarhring allt síðasta ár sem útaf fyrir sig mundi teljast mikil umferð á þjóðvegum ein og sér. Gera má ráð fyrir því að umferð aukist um 13 prósent á þessu ári, miðað við þá umferð sem farið hefur um veginn frá áramótum. Vegamálastjóri segir að nú þegar sé unnið að úttekt á Grindavíkurvegi þar sem ástæður slysa þar skoðað aftur í tímann og hvaða kaflar á veginum eru hættulegri en aðrir. „Það er eitt af því sem alltaf er til skoðunar, hvort það er tilefni til þess. Það er töluvert dýrt. Það er ekki hægt að gera þetta með einföldum hætti, en þetta eru aðgerðir sem við munum skoða, á báðum þessum stöðum, á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut,” segir Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar. „Við höfum í annarri úttekt gert sérstaka skoðun á hálkumyndun á svæðinu og reyna að bera það saman við slysakaflana; er hálkan einhver sérstök skýring á þessum alvarlegu slysun sem þarna hafa orðið og í þriðja lagi höfum við skoðað svo kostnað við ýmsar aðgerðir.” Fyrsti áfangi á tvöföldun Reykjanesbrautar, Hafnarfjarðar megin er hafinn með útboði á mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg „Þær framkvæmdir eiga að hefjast á næstu tveimur mánuðum. Við erum að ganga frá samningum þessa dagana,” segir Hreinn, en því verki á að vera lokið í haust. „Framhaldið bæði suður fyrir straum og áfram í gegnum Hafnarfjörð verður síðan að ráðast af fjárveitingum. Samkvæmt núverandi samgönguáætlun til langs tíma, eða tólf ára áætlun, þá á sú tvöföldun að hefjast árið 2019.”
Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07