Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2011 19:00 Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssyni greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone en ekki króna skipti um hendur í peningum við sölu fyrirtækisins. Gjaldþrot Milestone, fjárfestingarfélags þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, er eitt af stærstu gjaldþrotum hrunsins en heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabúið nam 95 milljörðum króna. Skiptastjóri þrotabúsins, Grímur Sigurðsson hæstaréttarlögmaður stendur nú í ströngu en höfðað hafa verið alls níu mál gegn Karli Wernerssyni, Steingrími bróður hans, Guðmundi Ólasyni og tengdum aðilum til að rifta hinum ýmsu viðskiptafléttum sem Milestone stóð í áður en félagið fór í þrot. Fyrirtaka var í þessum málum í dag.Krafa sem var hluti kaupverðs endaði hjá bræðrunum sjálfum Þekktasta málið (sjá grafík í myndskeiði með frétt) snýst um kaup félagsins Aurláka ehf., sem var í eigu Karls og Steingríms, á öllum hlutabréfum í Lyfjum og heilsu hinn 31. mars 2008 af L&H eignarhaldsfélagi, dótturfélagi Milestone. Greiðsla kaupverðs var óvenjuleg. Annars vegar tók Aurláki yfir skuldir Lyfja og heilsu upp á 2,5 milljarða og fékk L&H eignarhaldsfélag samhliða því kröfu á Aurláka upp á 970 milljónir. L&H eignarhaldsfélag framseldi þessa sömu kröfu upp á 970 m.kr til Milestone. Það sem gerðist næst var býsna magnað því Milestone framseldi kröfuna á félagið Leiftra Ltd. sem var líka í eigu Karls og Steingríms. Aurláki losnaði því undan skuld við Milestone. Milestone fékk aldrei greitt fyrir kröfuna með peningum frá Leiftra Ltd. því annars vegar var kaupverð greitt með lækkun skuldar og hins vegar lánaði Milestone Leiftra fyrir kaupverði. Með öðrum orðum, ekki króna skipti um hendur í peningum þegar bræðurnir fengu lyfjakeðjuna af Milestone. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone og fréttastofan hefur undir höndum. Málið snýst um að þrotabú Milestone vill fá raunveruleg verðmæti fyrir söluverðið á Lyfjum og heilsu, en ekki verðlausar kröfur á tengda aðila. Næsta fyrirtaka í málunum verður í febrúar næstkomandi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone kemur berlega í ljós að svo virðist sem eignir hafi streymt út úr félaginu fyrir hrun á árinu 2008. Meðal seldra eigna voru Porsche Cayenne og Benz bifreiðar og þá fengu bræðurnir ítrekað lán hjá Milestone á viðskiptareikning án vaxta, en slík lán eru óheimil skv. lögum um einkahlutafélög. Fréttastofa hafði samband við Karl Wernersson í dag. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Nú er ég að kveðja núna. Ég bendi þér á Ólaf Eiríksson, lögmann minn," sagði hann þegar fréttastofa bar upp efni fyrstu spurningarinnar. Ekki náðist í Ólaf Eiríksson í dag. Þá svaraði hann ekki skilaboðum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssyni greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone en ekki króna skipti um hendur í peningum við sölu fyrirtækisins. Gjaldþrot Milestone, fjárfestingarfélags þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, er eitt af stærstu gjaldþrotum hrunsins en heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabúið nam 95 milljörðum króna. Skiptastjóri þrotabúsins, Grímur Sigurðsson hæstaréttarlögmaður stendur nú í ströngu en höfðað hafa verið alls níu mál gegn Karli Wernerssyni, Steingrími bróður hans, Guðmundi Ólasyni og tengdum aðilum til að rifta hinum ýmsu viðskiptafléttum sem Milestone stóð í áður en félagið fór í þrot. Fyrirtaka var í þessum málum í dag.Krafa sem var hluti kaupverðs endaði hjá bræðrunum sjálfum Þekktasta málið (sjá grafík í myndskeiði með frétt) snýst um kaup félagsins Aurláka ehf., sem var í eigu Karls og Steingríms, á öllum hlutabréfum í Lyfjum og heilsu hinn 31. mars 2008 af L&H eignarhaldsfélagi, dótturfélagi Milestone. Greiðsla kaupverðs var óvenjuleg. Annars vegar tók Aurláki yfir skuldir Lyfja og heilsu upp á 2,5 milljarða og fékk L&H eignarhaldsfélag samhliða því kröfu á Aurláka upp á 970 milljónir. L&H eignarhaldsfélag framseldi þessa sömu kröfu upp á 970 m.kr til Milestone. Það sem gerðist næst var býsna magnað því Milestone framseldi kröfuna á félagið Leiftra Ltd. sem var líka í eigu Karls og Steingríms. Aurláki losnaði því undan skuld við Milestone. Milestone fékk aldrei greitt fyrir kröfuna með peningum frá Leiftra Ltd. því annars vegar var kaupverð greitt með lækkun skuldar og hins vegar lánaði Milestone Leiftra fyrir kaupverði. Með öðrum orðum, ekki króna skipti um hendur í peningum þegar bræðurnir fengu lyfjakeðjuna af Milestone. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone og fréttastofan hefur undir höndum. Málið snýst um að þrotabú Milestone vill fá raunveruleg verðmæti fyrir söluverðið á Lyfjum og heilsu, en ekki verðlausar kröfur á tengda aðila. Næsta fyrirtaka í málunum verður í febrúar næstkomandi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone kemur berlega í ljós að svo virðist sem eignir hafi streymt út úr félaginu fyrir hrun á árinu 2008. Meðal seldra eigna voru Porsche Cayenne og Benz bifreiðar og þá fengu bræðurnir ítrekað lán hjá Milestone á viðskiptareikning án vaxta, en slík lán eru óheimil skv. lögum um einkahlutafélög. Fréttastofa hafði samband við Karl Wernersson í dag. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Nú er ég að kveðja núna. Ég bendi þér á Ólaf Eiríksson, lögmann minn," sagði hann þegar fréttastofa bar upp efni fyrstu spurningarinnar. Ekki náðist í Ólaf Eiríksson í dag. Þá svaraði hann ekki skilaboðum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira