Ekki hægt að skrifa fylgishrunið á Guðmund Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. ágúst 2015 10:30 Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að skrifa megi fylgishrun Bjartrar framtíðar á formann flokksins. Skýringanna sé fremur að leita í tengingu Bjartrar framtíðar við hefðbundna flokka og auknar vinsældir róttækra flokka hér á landi sem og víða annars staðar í Evrópu. Björt framtíð fékk 8,2% atkvæða og sex þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum árið 2013 en stuðningur við flokkinn er að þurrkast út ef marka má skoðanakannanir. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist mest 17,5 prósent í lok mars í fyrra samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Fylgið var komið niður í 13,3 prósent hinn 28. febrúar á þessu ári og hefur síðan farið stöðugt lækkandi og fór undir 5 prósent í lok síðasta mánaðar. Fái flokkurinn þetta fylgi í næstu kosningum nær hann engum manni inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar hefur skrifað vanda flokksins á formanninn Guðmund Steingrímsson en í viðtali við Kjarnann 4. ágúst sagði hún orðrétt: „Vandinn er ekki tilkominn vegna þess að kjósendur skilja ekki flokkinn heldur er hann vandi formannsins og þeirra sem starfa í Bjartri framtíð.“ Guðmundur hefur ákveðið að hætta sem formaður Bjartrar framtíðar og verður nýr formaður kjörinn á ársfundi flokksins 5. september.Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði.365/ÞÞBaldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að hægt sé að skrifa fylgishrunið á formanninn og nefnir hann aðallega fimm ástæður fyrir fylgistapinu. „Í fyrsta lagi þá sýna flestallar erlendar og innlendar rannsóknir að fylgi flokka fer miklu frekar eftir stefnu þeirra heldur en leiðtogum. Í öðru lagi finnst mér að formaður Bjartrar framtíðar hafi ekki verið mikið gagnrýndur í samfélagsumræðunni. Formenn annarra stjórnmálaflokka eins og formenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa verið mun meira gagnrýndir en hann þannig að ekki er því um að kenna,“ segir Baldur. Baldur nefnir í þriðja lagi þá staðreynd að formaður flokksins hefur verið sýnilegur og fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum flokksins á framfæri. Í fjórða lagi nefnir hann stjórnmálaþróun í nágrannaríkjum og annars staðar í Evrópu. „Þessir flokkar á miðjunni eiga ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Kjósendur sem eru óákveðnir virðast vera að færast út á jaðrana, annað hvort til hægri eða vinstri, róttækari flokka sem boða meiri breytingar á samfélaginu heldur en þessir miðjuflokkar bjóða upp á. Þetta held ég að skýri að þónokkru leyti erfiða stöðu íslenskra miðjuflokka. Í fimmta og síðasta lagi þá er Björt framtíð ekkert annað en enn eitt klofningsframboðið til vinstri í íslenskum stjórnmálum og þau hafa aldrei verið langlíf.“ Tengdar fréttir Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26 Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að skrifa megi fylgishrun Bjartrar framtíðar á formann flokksins. Skýringanna sé fremur að leita í tengingu Bjartrar framtíðar við hefðbundna flokka og auknar vinsældir róttækra flokka hér á landi sem og víða annars staðar í Evrópu. Björt framtíð fékk 8,2% atkvæða og sex þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum árið 2013 en stuðningur við flokkinn er að þurrkast út ef marka má skoðanakannanir. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist mest 17,5 prósent í lok mars í fyrra samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Fylgið var komið niður í 13,3 prósent hinn 28. febrúar á þessu ári og hefur síðan farið stöðugt lækkandi og fór undir 5 prósent í lok síðasta mánaðar. Fái flokkurinn þetta fylgi í næstu kosningum nær hann engum manni inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar hefur skrifað vanda flokksins á formanninn Guðmund Steingrímsson en í viðtali við Kjarnann 4. ágúst sagði hún orðrétt: „Vandinn er ekki tilkominn vegna þess að kjósendur skilja ekki flokkinn heldur er hann vandi formannsins og þeirra sem starfa í Bjartri framtíð.“ Guðmundur hefur ákveðið að hætta sem formaður Bjartrar framtíðar og verður nýr formaður kjörinn á ársfundi flokksins 5. september.Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði.365/ÞÞBaldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að hægt sé að skrifa fylgishrunið á formanninn og nefnir hann aðallega fimm ástæður fyrir fylgistapinu. „Í fyrsta lagi þá sýna flestallar erlendar og innlendar rannsóknir að fylgi flokka fer miklu frekar eftir stefnu þeirra heldur en leiðtogum. Í öðru lagi finnst mér að formaður Bjartrar framtíðar hafi ekki verið mikið gagnrýndur í samfélagsumræðunni. Formenn annarra stjórnmálaflokka eins og formenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa verið mun meira gagnrýndir en hann þannig að ekki er því um að kenna,“ segir Baldur. Baldur nefnir í þriðja lagi þá staðreynd að formaður flokksins hefur verið sýnilegur og fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum flokksins á framfæri. Í fjórða lagi nefnir hann stjórnmálaþróun í nágrannaríkjum og annars staðar í Evrópu. „Þessir flokkar á miðjunni eiga ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Kjósendur sem eru óákveðnir virðast vera að færast út á jaðrana, annað hvort til hægri eða vinstri, róttækari flokka sem boða meiri breytingar á samfélaginu heldur en þessir miðjuflokkar bjóða upp á. Þetta held ég að skýri að þónokkru leyti erfiða stöðu íslenskra miðjuflokka. Í fimmta og síðasta lagi þá er Björt framtíð ekkert annað en enn eitt klofningsframboðið til vinstri í íslenskum stjórnmálum og þau hafa aldrei verið langlíf.“
Tengdar fréttir Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26 Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26
Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00