Ekki eldri en 25 ára í framhaldsskóla Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór. En ef ekki væri fyrir frelsi í menntamálum á Íslandi, þá væri ég ekki hjúkrunarfræðingur í dag og þá ekki meistaranemi. Oft er það nefnilega svo að þó að við höfum flest góðar fyrirætlanir um að fylgja straumnum og fara hina hefðbundnu lífsleið, sem felur í sér að ljúka grunnskóla, fara í framhaldsskóla, svo háskóla og útskrifast með höfuðið fullt af hagnýtri þekkingu, þá færir lífið okkur oft gjafir sem gjörbreyta þessum áætlunum. Ég er ein af þeim; ein af þessum heppnu. Á tuttugasta aldursári eignaðist ég frumburðinn, var að verða 24 þegar tvíburasystur hans komu í heiminn og fjórum og fimm árum síðar fæddust svo litlurnar mínar tvær. 29 ára var ég fimm barna móðir í austurbæ Reykjavíkur, sem átti sér enn þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Og lífsreynslan sem ég hafði upplifað hafði aðeins gert að verkum að ég varð staðráðnari í að láta hann rætast.Gafst ekki upp Ég man eftir sjálfri mér sitjandi í strætó að fara úr kvöldskólanum í Verkmenntaskólanum á Akureyri, meðan börnin voru enn aðeins þrjú. Ég leit upp um leið og vagninn ók fram hjá Fjórðungssjúkrahúsinu – nú Sjúkrahúsinu á Akureyri, og ákvað með sjálfri mér þetta: Ég ætla að verða hjúkrunarfræðingur áður en ég verð fertug. Innra með mér hafði ég reyndar gífurlegar, og ég ítreka, gífurlegar efasemdir um að mér tækist það. Ég var ekki með stúdentspróf, einstæð 24 ára gömul þriggja barna móðir sem vann vaktavinnu. En ég gafst ekki upp og öðru hverju frá því ég var 19 ára til 29 ára, tók ég einn og einn áfanga í fjarnámi og safnaði mér þannig einingum upp í stúdentspróf. Þegar ég var orðin 32 ára, var komið að því; ég gekk á skrifstofu Guðrúnar Hildar, kennslustjóra sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla, og sótti um. Og það sem ég naut þess að vera loksins komin í nám! Kennararnir voru hvetjandi, með nýjustu þekkingu á takteinum og voru góðar fyrirmyndir. Ég útskrifaðist vorið 2006 sem sjúkraliði og ákvað að halda áfram og ljúka stúdentsprófi, sem ég gerði um jólin sama ár. Haustið 2007 fór ég í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og ef sjúkraliðanámið var gefandi og lærdómsríkt, þá efldist ég á alla kanta í hjúkrunarnáminu. Hefur þú einhvern tímann verið stödd eða staddur á stað í lífinu, sem er líkt og fyrirfram ætlaður fyrir þig? Þannig leið mér.Missir samfélagsins Það var svo vorið 2011 sem ég tók við brautskráningarskírteininu mínu sem hjúkrunarfræðingur. Þá var ég 39 ára. Og þá var það ekki aðeins höfuðið mitt sem var fullt af hagnýtri þekkingu, heldur hafði hjarta mitt fyllst af hugsjón um að leggja mitt af mörkum til að gera veröldina aðeins betri. Það er tvennt sem gerir að verkum að ég upplifi mig geta lagt af mörkum til annarra: Í fyrsta lagi gjafirnar sem lífið hefur gefið mér og í öðru lagi námið sem hefur gefið mér verkfæri til að skilja hið óskiljanlega og að beita gagnrýninni hugsun við óhugsandi aðstæður. Það var vegna frelsis í menntamálum á Íslandi árið 2004, sem ég er sú sem ég er í dag. Þær Aðalbjargir sem lífið hefur gefið sömu gjafir og mér munu því miður ekki geta fetað mína slóð ef fyrirætlanir menntamálaráðherra ná fram að ganga. Því Aðalbjargir ársins 2015 geta aðeins fetað mína slóð ef þær eru yngri en 25 ára. Missir þeirra verður mikill, en missir samfélagsins okkar verður enn meiri. Því ég trúi ekki að ráðamenn okkar góða lands forgangsraði frelsi í áfengiskaupum framar frelsi í menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór. En ef ekki væri fyrir frelsi í menntamálum á Íslandi, þá væri ég ekki hjúkrunarfræðingur í dag og þá ekki meistaranemi. Oft er það nefnilega svo að þó að við höfum flest góðar fyrirætlanir um að fylgja straumnum og fara hina hefðbundnu lífsleið, sem felur í sér að ljúka grunnskóla, fara í framhaldsskóla, svo háskóla og útskrifast með höfuðið fullt af hagnýtri þekkingu, þá færir lífið okkur oft gjafir sem gjörbreyta þessum áætlunum. Ég er ein af þeim; ein af þessum heppnu. Á tuttugasta aldursári eignaðist ég frumburðinn, var að verða 24 þegar tvíburasystur hans komu í heiminn og fjórum og fimm árum síðar fæddust svo litlurnar mínar tvær. 29 ára var ég fimm barna móðir í austurbæ Reykjavíkur, sem átti sér enn þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Og lífsreynslan sem ég hafði upplifað hafði aðeins gert að verkum að ég varð staðráðnari í að láta hann rætast.Gafst ekki upp Ég man eftir sjálfri mér sitjandi í strætó að fara úr kvöldskólanum í Verkmenntaskólanum á Akureyri, meðan börnin voru enn aðeins þrjú. Ég leit upp um leið og vagninn ók fram hjá Fjórðungssjúkrahúsinu – nú Sjúkrahúsinu á Akureyri, og ákvað með sjálfri mér þetta: Ég ætla að verða hjúkrunarfræðingur áður en ég verð fertug. Innra með mér hafði ég reyndar gífurlegar, og ég ítreka, gífurlegar efasemdir um að mér tækist það. Ég var ekki með stúdentspróf, einstæð 24 ára gömul þriggja barna móðir sem vann vaktavinnu. En ég gafst ekki upp og öðru hverju frá því ég var 19 ára til 29 ára, tók ég einn og einn áfanga í fjarnámi og safnaði mér þannig einingum upp í stúdentspróf. Þegar ég var orðin 32 ára, var komið að því; ég gekk á skrifstofu Guðrúnar Hildar, kennslustjóra sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla, og sótti um. Og það sem ég naut þess að vera loksins komin í nám! Kennararnir voru hvetjandi, með nýjustu þekkingu á takteinum og voru góðar fyrirmyndir. Ég útskrifaðist vorið 2006 sem sjúkraliði og ákvað að halda áfram og ljúka stúdentsprófi, sem ég gerði um jólin sama ár. Haustið 2007 fór ég í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og ef sjúkraliðanámið var gefandi og lærdómsríkt, þá efldist ég á alla kanta í hjúkrunarnáminu. Hefur þú einhvern tímann verið stödd eða staddur á stað í lífinu, sem er líkt og fyrirfram ætlaður fyrir þig? Þannig leið mér.Missir samfélagsins Það var svo vorið 2011 sem ég tók við brautskráningarskírteininu mínu sem hjúkrunarfræðingur. Þá var ég 39 ára. Og þá var það ekki aðeins höfuðið mitt sem var fullt af hagnýtri þekkingu, heldur hafði hjarta mitt fyllst af hugsjón um að leggja mitt af mörkum til að gera veröldina aðeins betri. Það er tvennt sem gerir að verkum að ég upplifi mig geta lagt af mörkum til annarra: Í fyrsta lagi gjafirnar sem lífið hefur gefið mér og í öðru lagi námið sem hefur gefið mér verkfæri til að skilja hið óskiljanlega og að beita gagnrýninni hugsun við óhugsandi aðstæður. Það var vegna frelsis í menntamálum á Íslandi árið 2004, sem ég er sú sem ég er í dag. Þær Aðalbjargir sem lífið hefur gefið sömu gjafir og mér munu því miður ekki geta fetað mína slóð ef fyrirætlanir menntamálaráðherra ná fram að ganga. Því Aðalbjargir ársins 2015 geta aðeins fetað mína slóð ef þær eru yngri en 25 ára. Missir þeirra verður mikill, en missir samfélagsins okkar verður enn meiri. Því ég trúi ekki að ráðamenn okkar góða lands forgangsraði frelsi í áfengiskaupum framar frelsi í menntamálum.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun