Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB heimir már pétursson og þorfinnur ómarsson skrifar 20. mars 2015 19:15 Ekkert samráð var haft við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en utanríkisráðherra skrifaði bréf sitt til sambandsins og kom það framkvæmdastjórninni algerlega á óvart. Aðgangur íslenskra stjórnvalda að toppfundum og þar með upplýsingum minkar með því að ríkisstjórnin segir sig frá umsóknarferlinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í vikunni að hann biði eftir formlegu svari frá Evrópusambandinu við bréfi hans frá því í síðustu viku. Tekist hefur verið á um túlkun bréfsins en talsmaður stækkunarstjóra sambandsins segir bréfið ekki fela í sér að umsóknin hafi verið dregin til baka. „Þú getur kallað það hvað sem er. Þetta er hins vegar sú stefna sem við höfum haft frá því við tókum hérna við völdum og þetta er sú stefna sem við erum að biðja Evrópusambandið um að virða,“ segir Gunnar Bragi. Á síðasta þingi lagði utanríkisráðherra þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um slit á viðræðunum en tillagan dagaði uppi í utanríkismálanefnd. Nú virðist ráðherra þeirrar skoðunar að sú tillaga hans hafi líka verið alger óþarfi. Hann hafi ekki þurft að fá samþykki Alþingis. „Aðildarumsóknin sem var sett fram árið 2009 var í rauninni ákveðin af ríkisstjórninni. Fékk, hvað á maður að segja, stimpil hér í þinginu um að þingið styddi hana. Sú ríkisstjórn þurfti ekki að leita til þingsins frekar en sú sem nú situr,“ segir utanríkisráðherra. Íslenskir ráðamenn hafa haldið því fram að Evrópusambandið hafi verið haft með í ráðum þegar bréfið var skrifað. Án þess að tilgreina þó nákvæmlega með hvaða hætti það var gert. Öruggar heimildir Stöðvar 2 herma þó að framkvæmdastjórnin, þar með talin stækkunardeildin, hafi ekki verið höfð með í ráðum og ekki vitað af tilvist bréfsins fyrr en það barst. Hvort sem Evrópusambandið staðfestir að lokum þann skilning ríkisstjórnarinnar að viðræðunum hafi verið slitið eða ekki, mun bréf utanríkisráðherra engu að síður hafa áhrif á stöðu Íslands innan sambandsins. Sir Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu ESB þegar Ísland sótti um aðild. Hann þekkir því vel til hvaða leikreglur gilda um aðildarumsóknir. „Ef Ísland vill ekki vera meðhöndlað sem umsóknarríki mun því ekki verða boðið í framtíðinni á tiltekna ráðherrafundi. Hingað til hefur fulltrúum Íslands verið boðið að sitja slíka fundi, þar sem ráðherrar ræða efnahags- og fjármál t.d eða þegar óformlegar viðræður eiga sér stað á milli ráðherra um utanríkismál. Íslandi hefur verið boðið á slíka fundi en svo verður ekki framvegis,“ segir Sir Michael. Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Ekkert samráð var haft við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en utanríkisráðherra skrifaði bréf sitt til sambandsins og kom það framkvæmdastjórninni algerlega á óvart. Aðgangur íslenskra stjórnvalda að toppfundum og þar með upplýsingum minkar með því að ríkisstjórnin segir sig frá umsóknarferlinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í vikunni að hann biði eftir formlegu svari frá Evrópusambandinu við bréfi hans frá því í síðustu viku. Tekist hefur verið á um túlkun bréfsins en talsmaður stækkunarstjóra sambandsins segir bréfið ekki fela í sér að umsóknin hafi verið dregin til baka. „Þú getur kallað það hvað sem er. Þetta er hins vegar sú stefna sem við höfum haft frá því við tókum hérna við völdum og þetta er sú stefna sem við erum að biðja Evrópusambandið um að virða,“ segir Gunnar Bragi. Á síðasta þingi lagði utanríkisráðherra þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um slit á viðræðunum en tillagan dagaði uppi í utanríkismálanefnd. Nú virðist ráðherra þeirrar skoðunar að sú tillaga hans hafi líka verið alger óþarfi. Hann hafi ekki þurft að fá samþykki Alþingis. „Aðildarumsóknin sem var sett fram árið 2009 var í rauninni ákveðin af ríkisstjórninni. Fékk, hvað á maður að segja, stimpil hér í þinginu um að þingið styddi hana. Sú ríkisstjórn þurfti ekki að leita til þingsins frekar en sú sem nú situr,“ segir utanríkisráðherra. Íslenskir ráðamenn hafa haldið því fram að Evrópusambandið hafi verið haft með í ráðum þegar bréfið var skrifað. Án þess að tilgreina þó nákvæmlega með hvaða hætti það var gert. Öruggar heimildir Stöðvar 2 herma þó að framkvæmdastjórnin, þar með talin stækkunardeildin, hafi ekki verið höfð með í ráðum og ekki vitað af tilvist bréfsins fyrr en það barst. Hvort sem Evrópusambandið staðfestir að lokum þann skilning ríkisstjórnarinnar að viðræðunum hafi verið slitið eða ekki, mun bréf utanríkisráðherra engu að síður hafa áhrif á stöðu Íslands innan sambandsins. Sir Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu ESB þegar Ísland sótti um aðild. Hann þekkir því vel til hvaða leikreglur gilda um aðildarumsóknir. „Ef Ísland vill ekki vera meðhöndlað sem umsóknarríki mun því ekki verða boðið í framtíðinni á tiltekna ráðherrafundi. Hingað til hefur fulltrúum Íslands verið boðið að sitja slíka fundi, þar sem ráðherrar ræða efnahags- og fjármál t.d eða þegar óformlegar viðræður eiga sér stað á milli ráðherra um utanríkismál. Íslandi hefur verið boðið á slíka fundi en svo verður ekki framvegis,“ segir Sir Michael.
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira