Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB heimir már pétursson og þorfinnur ómarsson skrifar 20. mars 2015 19:15 Ekkert samráð var haft við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en utanríkisráðherra skrifaði bréf sitt til sambandsins og kom það framkvæmdastjórninni algerlega á óvart. Aðgangur íslenskra stjórnvalda að toppfundum og þar með upplýsingum minkar með því að ríkisstjórnin segir sig frá umsóknarferlinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í vikunni að hann biði eftir formlegu svari frá Evrópusambandinu við bréfi hans frá því í síðustu viku. Tekist hefur verið á um túlkun bréfsins en talsmaður stækkunarstjóra sambandsins segir bréfið ekki fela í sér að umsóknin hafi verið dregin til baka. „Þú getur kallað það hvað sem er. Þetta er hins vegar sú stefna sem við höfum haft frá því við tókum hérna við völdum og þetta er sú stefna sem við erum að biðja Evrópusambandið um að virða,“ segir Gunnar Bragi. Á síðasta þingi lagði utanríkisráðherra þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um slit á viðræðunum en tillagan dagaði uppi í utanríkismálanefnd. Nú virðist ráðherra þeirrar skoðunar að sú tillaga hans hafi líka verið alger óþarfi. Hann hafi ekki þurft að fá samþykki Alþingis. „Aðildarumsóknin sem var sett fram árið 2009 var í rauninni ákveðin af ríkisstjórninni. Fékk, hvað á maður að segja, stimpil hér í þinginu um að þingið styddi hana. Sú ríkisstjórn þurfti ekki að leita til þingsins frekar en sú sem nú situr,“ segir utanríkisráðherra. Íslenskir ráðamenn hafa haldið því fram að Evrópusambandið hafi verið haft með í ráðum þegar bréfið var skrifað. Án þess að tilgreina þó nákvæmlega með hvaða hætti það var gert. Öruggar heimildir Stöðvar 2 herma þó að framkvæmdastjórnin, þar með talin stækkunardeildin, hafi ekki verið höfð með í ráðum og ekki vitað af tilvist bréfsins fyrr en það barst. Hvort sem Evrópusambandið staðfestir að lokum þann skilning ríkisstjórnarinnar að viðræðunum hafi verið slitið eða ekki, mun bréf utanríkisráðherra engu að síður hafa áhrif á stöðu Íslands innan sambandsins. Sir Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu ESB þegar Ísland sótti um aðild. Hann þekkir því vel til hvaða leikreglur gilda um aðildarumsóknir. „Ef Ísland vill ekki vera meðhöndlað sem umsóknarríki mun því ekki verða boðið í framtíðinni á tiltekna ráðherrafundi. Hingað til hefur fulltrúum Íslands verið boðið að sitja slíka fundi, þar sem ráðherrar ræða efnahags- og fjármál t.d eða þegar óformlegar viðræður eiga sér stað á milli ráðherra um utanríkismál. Íslandi hefur verið boðið á slíka fundi en svo verður ekki framvegis,“ segir Sir Michael. Alþingi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Ekkert samráð var haft við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en utanríkisráðherra skrifaði bréf sitt til sambandsins og kom það framkvæmdastjórninni algerlega á óvart. Aðgangur íslenskra stjórnvalda að toppfundum og þar með upplýsingum minkar með því að ríkisstjórnin segir sig frá umsóknarferlinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í vikunni að hann biði eftir formlegu svari frá Evrópusambandinu við bréfi hans frá því í síðustu viku. Tekist hefur verið á um túlkun bréfsins en talsmaður stækkunarstjóra sambandsins segir bréfið ekki fela í sér að umsóknin hafi verið dregin til baka. „Þú getur kallað það hvað sem er. Þetta er hins vegar sú stefna sem við höfum haft frá því við tókum hérna við völdum og þetta er sú stefna sem við erum að biðja Evrópusambandið um að virða,“ segir Gunnar Bragi. Á síðasta þingi lagði utanríkisráðherra þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um slit á viðræðunum en tillagan dagaði uppi í utanríkismálanefnd. Nú virðist ráðherra þeirrar skoðunar að sú tillaga hans hafi líka verið alger óþarfi. Hann hafi ekki þurft að fá samþykki Alþingis. „Aðildarumsóknin sem var sett fram árið 2009 var í rauninni ákveðin af ríkisstjórninni. Fékk, hvað á maður að segja, stimpil hér í þinginu um að þingið styddi hana. Sú ríkisstjórn þurfti ekki að leita til þingsins frekar en sú sem nú situr,“ segir utanríkisráðherra. Íslenskir ráðamenn hafa haldið því fram að Evrópusambandið hafi verið haft með í ráðum þegar bréfið var skrifað. Án þess að tilgreina þó nákvæmlega með hvaða hætti það var gert. Öruggar heimildir Stöðvar 2 herma þó að framkvæmdastjórnin, þar með talin stækkunardeildin, hafi ekki verið höfð með í ráðum og ekki vitað af tilvist bréfsins fyrr en það barst. Hvort sem Evrópusambandið staðfestir að lokum þann skilning ríkisstjórnarinnar að viðræðunum hafi verið slitið eða ekki, mun bréf utanríkisráðherra engu að síður hafa áhrif á stöðu Íslands innan sambandsins. Sir Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu ESB þegar Ísland sótti um aðild. Hann þekkir því vel til hvaða leikreglur gilda um aðildarumsóknir. „Ef Ísland vill ekki vera meðhöndlað sem umsóknarríki mun því ekki verða boðið í framtíðinni á tiltekna ráðherrafundi. Hingað til hefur fulltrúum Íslands verið boðið að sitja slíka fundi, þar sem ráðherrar ræða efnahags- og fjármál t.d eða þegar óformlegar viðræður eiga sér stað á milli ráðherra um utanríkismál. Íslandi hefur verið boðið á slíka fundi en svo verður ekki framvegis,“ segir Sir Michael.
Alþingi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira