Ekkert ferðaveður síðdegis Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2015 11:21 Vindhraði á landinu klukkan fimm í dag. Mynd/Veðurstofa Íslands Nýjustu spár gefa áfram til kynna að óveðurslægð verði skammt suður af landinu síðdegis í dag. Þó er miðju lægðarinnar spá austar en í gær. Því verður vindur norðaustlægari og líklegast munu Vestmannaeyjar sleppa við ofsaveðrið. Búist er við stormi, 20 metrum á sekúndu, á landinu síðdegis í dag og mestallan morgundaginn. Þá er búist við ofsaveðri, 28 metrum á sekúndu, við Öræfajökul, Mýrdalsjökul og Eyjafjöll seinni part dags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eftir hádegi mun vindur fara hratt vaxandi syðst á landinu og á Suðausturlandi og má búast við 40 og 50 m/s undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Þá er talið að hviður fari yfir 50 m/s við Öræfajökul á milli klukkan 15 og 20 í dag. Í fyrstu mun snjóa á þessum slóðum en úrkoman mun síðan færa sig yfir í slyddu eða rigningu með tilheyrandi krapa á vegum. Ekkert ferðaveður verður á þessum slóðum síðdegis í dag. Annars staðar á landinu bætir einnig í vind síðdegis og undir kvöld verður víða orðið norðaustan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með skafrenningi og síðar snjókomu þegar úrkomubakkinn færir sig norður yfir landið. Suðvesturland (þ.m.t. höfuðborgarsvæðið) sleppur best við veðrið, en þar verður samt orðið allhvasst undir kvöld með skafrenningi og dálítilli ofankomu um tíma.Aukin snjóflóðahættaNú er nýsnævi víða um land og getur snjósöfnun í skafrenningi verið mjög hröð í gil og fjallsbrúnir sem snúa undan vindi. Við þessar aðstæður getur snjóflóðahætta skapast á skömmum tíma. Athygli er einnig vakin á því að á morgun, laugardag, er útlit fyrir norðan storm með stórhríð á norðanverðu landinu, en sunnanlands verða stöku él og skafrenningur. Í nótt og á morgun má búast við að snjóflóðahætta aukist á Vestfjörðum og Norðurlandi. Að lokum er útlit fyrir að lægi mikið á sunnudag og létti til, fyrst um landið vestanvert. Þá má búast við talsverðu frosti. Veður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nýjustu spár gefa áfram til kynna að óveðurslægð verði skammt suður af landinu síðdegis í dag. Þó er miðju lægðarinnar spá austar en í gær. Því verður vindur norðaustlægari og líklegast munu Vestmannaeyjar sleppa við ofsaveðrið. Búist er við stormi, 20 metrum á sekúndu, á landinu síðdegis í dag og mestallan morgundaginn. Þá er búist við ofsaveðri, 28 metrum á sekúndu, við Öræfajökul, Mýrdalsjökul og Eyjafjöll seinni part dags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eftir hádegi mun vindur fara hratt vaxandi syðst á landinu og á Suðausturlandi og má búast við 40 og 50 m/s undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Þá er talið að hviður fari yfir 50 m/s við Öræfajökul á milli klukkan 15 og 20 í dag. Í fyrstu mun snjóa á þessum slóðum en úrkoman mun síðan færa sig yfir í slyddu eða rigningu með tilheyrandi krapa á vegum. Ekkert ferðaveður verður á þessum slóðum síðdegis í dag. Annars staðar á landinu bætir einnig í vind síðdegis og undir kvöld verður víða orðið norðaustan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með skafrenningi og síðar snjókomu þegar úrkomubakkinn færir sig norður yfir landið. Suðvesturland (þ.m.t. höfuðborgarsvæðið) sleppur best við veðrið, en þar verður samt orðið allhvasst undir kvöld með skafrenningi og dálítilli ofankomu um tíma.Aukin snjóflóðahættaNú er nýsnævi víða um land og getur snjósöfnun í skafrenningi verið mjög hröð í gil og fjallsbrúnir sem snúa undan vindi. Við þessar aðstæður getur snjóflóðahætta skapast á skömmum tíma. Athygli er einnig vakin á því að á morgun, laugardag, er útlit fyrir norðan storm með stórhríð á norðanverðu landinu, en sunnanlands verða stöku él og skafrenningur. Í nótt og á morgun má búast við að snjóflóðahætta aukist á Vestfjörðum og Norðurlandi. Að lokum er útlit fyrir að lægi mikið á sunnudag og létti til, fyrst um landið vestanvert. Þá má búast við talsverðu frosti.
Veður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira