LAUGARDAGUR 3. DESEMBER NŻJAST 06:00

Eitt lķtiš sķmtal felldi byggingarisana tvo

FRÉTTIR

Ekkert annaš en tķmabundnar viškomur Bandarķkjahers til umręšu

 
Innlent
22:56 09. FEBRŚAR 2016
Gunnar Bragi Sveinsson segir engar višręšur hafa įtt sér staš um varanlega stašsetningu bandarķsks lišsafla į Ķslandi.
Gunnar Bragi Sveinsson segir engar višręšur hafa įtt sér staš um varanlega stašsetningu bandarķsks lišsafla į Ķslandi. VĶSIR/GVA

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa átt sér stað á milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi.

Fyrr í kvöld var greint frá því að bandaríski sjóherinn hafi, samkvæmt frétt á vef tímarits hersins, farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýli hersins hér á landi undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum í Norður-Atlantshafi.

„Þetta þýðir bara það að þeir þurfa, og eru tilbúnir til að kosta, breytingar á flugskýli til að geta notað þessar kafbátaleitavélar sem hafa haft viðkomu hér undanfarin tvö, þrjú ár,“ segir Gunnar Bragi.

Hann segir aukna umferð hafa verið á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár, meðal annars á kafbátaleitarvélum Bandaríkjamanna. Það sé þó ljóst að breyta þurfi að minnsta kosti einu skýli til að geta tekið á móti P-8 vélum, nýjustu gerð slíkra véla.

Í fréttinni á vef tímarits hersins segir að sjóherinn gæti í tíð og tíma komið upp einhverskonar langtíma könnunarverkefni (e. permanent patrol mission) hér á landi þar sem skipt væri um sveit flugvéla á hálfs árs fresti.

„Við erum sífellt í sambandi við Bandaríkjamenn vegna öryggismála,“ segir Gunnar Bragi. „En ef að það á að gera eitthvað meira í Keflavík en að hafa þessar tímabundnu viðkomur sem eru reglulega, þá þarf það auðvitað að fara í viðræður milli landa. Og það hefur ekki verið opnað á neitt slíkt.“


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Fréttir / Innlent / Ekkert annaš en tķmabundnar viškomur Bandarķkjahers til umręšu
Fara efst