Eiturbras Úrsúla Jünemann skrifar 25. maí 2016 07:00 Nú er þessi yndislegi tími kominn þar sem íbúar landsins huga að görðunum sínum. Þetta er besti tími ársins fyrir mig og gaman að gramsa í moldinni, drullug upp fyrir haus. En sumir ætla að stytta sér leiðina og fá fallegan garð án mikillar fyrirhafnar. Enn eru fyrirtæki á ferð sem bjóða garðaúðun til að drepa „allar pöddur“ sem gætu nagað einhver laufblöð. Og enn eru seldir á fullu illgresiseyðir, mosaeyðir og alls konar eyðar sem vinna á óæskilegum gróðri. Að eyða til dæmis lúpínu með eitri er því miður ennþá stundað. Mörg þessara efna eru skaðleg heilsu manna. Roundup (glyphosfat) til dæmis er krabbameinsvaldandi, þótt framleiðendur neiti því. Menn sem nota slík efni gera sér ekki grein fyrir því hve viðkvæm vistkerfin eru fyrir inngripi manna. Í vistkerfum tengist allt saman og ef við drepum eina tegund þá hefur það áhrif á margar aðrar tegundir og líka þær sem eru okkur þóknanlegar og gagnlegar. Með því að úða eitri á lirfur skemmum við afkomu fuglanna sem lifa á þeim og valda þeim heilsutjóni sem eru okkar helstu samherjar í garðyrkjunni. Í útlöndum er býflugnadauði í stórum stíl rakinn til eiturúðunar. En þegar býflugur frjóvga ekki lengur blómin þá fáum við enga ávexti. Ástfóstur við eitrið gengur svo langt að sumir vilja eitra fyrir músum og rottum sjálfir (sem er að vísu bannað). Ég missti kött um árið vegna þess að hann át eitraða mús og dó kvalafullum dauða. Þannig missti ég góðan músaveiðara. Á sumarbústaðarlandinu mínu fann ég nýdauða branduglu og í ljós kom að hún drapst einnig sökum eiturs sem var dreift til að minnka músaganginn. Hvaða vit er í því að lífverur sem eru að vinna með okkur séu drepnar út af eiturbrasi? Við getum skoðað lífríkið alveg út frá minnstu örverunum og alveg upp alla fæðukeðjuna: Allt spilar saman og hefur sinn tilgang. En stærstu rándýrin (við mennirnir) ætla ekki ennþá að gera sér grein fyrir þessu. Gleðilegt eiturlaust sumar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú er þessi yndislegi tími kominn þar sem íbúar landsins huga að görðunum sínum. Þetta er besti tími ársins fyrir mig og gaman að gramsa í moldinni, drullug upp fyrir haus. En sumir ætla að stytta sér leiðina og fá fallegan garð án mikillar fyrirhafnar. Enn eru fyrirtæki á ferð sem bjóða garðaúðun til að drepa „allar pöddur“ sem gætu nagað einhver laufblöð. Og enn eru seldir á fullu illgresiseyðir, mosaeyðir og alls konar eyðar sem vinna á óæskilegum gróðri. Að eyða til dæmis lúpínu með eitri er því miður ennþá stundað. Mörg þessara efna eru skaðleg heilsu manna. Roundup (glyphosfat) til dæmis er krabbameinsvaldandi, þótt framleiðendur neiti því. Menn sem nota slík efni gera sér ekki grein fyrir því hve viðkvæm vistkerfin eru fyrir inngripi manna. Í vistkerfum tengist allt saman og ef við drepum eina tegund þá hefur það áhrif á margar aðrar tegundir og líka þær sem eru okkur þóknanlegar og gagnlegar. Með því að úða eitri á lirfur skemmum við afkomu fuglanna sem lifa á þeim og valda þeim heilsutjóni sem eru okkar helstu samherjar í garðyrkjunni. Í útlöndum er býflugnadauði í stórum stíl rakinn til eiturúðunar. En þegar býflugur frjóvga ekki lengur blómin þá fáum við enga ávexti. Ástfóstur við eitrið gengur svo langt að sumir vilja eitra fyrir músum og rottum sjálfir (sem er að vísu bannað). Ég missti kött um árið vegna þess að hann át eitraða mús og dó kvalafullum dauða. Þannig missti ég góðan músaveiðara. Á sumarbústaðarlandinu mínu fann ég nýdauða branduglu og í ljós kom að hún drapst einnig sökum eiturs sem var dreift til að minnka músaganginn. Hvaða vit er í því að lífverur sem eru að vinna með okkur séu drepnar út af eiturbrasi? Við getum skoðað lífríkið alveg út frá minnstu örverunum og alveg upp alla fæðukeðjuna: Allt spilar saman og hefur sinn tilgang. En stærstu rándýrin (við mennirnir) ætla ekki ennþá að gera sér grein fyrir þessu. Gleðilegt eiturlaust sumar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar