Eiturbras Úrsúla Jünemann skrifar 25. maí 2016 07:00 Nú er þessi yndislegi tími kominn þar sem íbúar landsins huga að görðunum sínum. Þetta er besti tími ársins fyrir mig og gaman að gramsa í moldinni, drullug upp fyrir haus. En sumir ætla að stytta sér leiðina og fá fallegan garð án mikillar fyrirhafnar. Enn eru fyrirtæki á ferð sem bjóða garðaúðun til að drepa „allar pöddur“ sem gætu nagað einhver laufblöð. Og enn eru seldir á fullu illgresiseyðir, mosaeyðir og alls konar eyðar sem vinna á óæskilegum gróðri. Að eyða til dæmis lúpínu með eitri er því miður ennþá stundað. Mörg þessara efna eru skaðleg heilsu manna. Roundup (glyphosfat) til dæmis er krabbameinsvaldandi, þótt framleiðendur neiti því. Menn sem nota slík efni gera sér ekki grein fyrir því hve viðkvæm vistkerfin eru fyrir inngripi manna. Í vistkerfum tengist allt saman og ef við drepum eina tegund þá hefur það áhrif á margar aðrar tegundir og líka þær sem eru okkur þóknanlegar og gagnlegar. Með því að úða eitri á lirfur skemmum við afkomu fuglanna sem lifa á þeim og valda þeim heilsutjóni sem eru okkar helstu samherjar í garðyrkjunni. Í útlöndum er býflugnadauði í stórum stíl rakinn til eiturúðunar. En þegar býflugur frjóvga ekki lengur blómin þá fáum við enga ávexti. Ástfóstur við eitrið gengur svo langt að sumir vilja eitra fyrir músum og rottum sjálfir (sem er að vísu bannað). Ég missti kött um árið vegna þess að hann át eitraða mús og dó kvalafullum dauða. Þannig missti ég góðan músaveiðara. Á sumarbústaðarlandinu mínu fann ég nýdauða branduglu og í ljós kom að hún drapst einnig sökum eiturs sem var dreift til að minnka músaganginn. Hvaða vit er í því að lífverur sem eru að vinna með okkur séu drepnar út af eiturbrasi? Við getum skoðað lífríkið alveg út frá minnstu örverunum og alveg upp alla fæðukeðjuna: Allt spilar saman og hefur sinn tilgang. En stærstu rándýrin (við mennirnir) ætla ekki ennþá að gera sér grein fyrir þessu. Gleðilegt eiturlaust sumar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Nú er þessi yndislegi tími kominn þar sem íbúar landsins huga að görðunum sínum. Þetta er besti tími ársins fyrir mig og gaman að gramsa í moldinni, drullug upp fyrir haus. En sumir ætla að stytta sér leiðina og fá fallegan garð án mikillar fyrirhafnar. Enn eru fyrirtæki á ferð sem bjóða garðaúðun til að drepa „allar pöddur“ sem gætu nagað einhver laufblöð. Og enn eru seldir á fullu illgresiseyðir, mosaeyðir og alls konar eyðar sem vinna á óæskilegum gróðri. Að eyða til dæmis lúpínu með eitri er því miður ennþá stundað. Mörg þessara efna eru skaðleg heilsu manna. Roundup (glyphosfat) til dæmis er krabbameinsvaldandi, þótt framleiðendur neiti því. Menn sem nota slík efni gera sér ekki grein fyrir því hve viðkvæm vistkerfin eru fyrir inngripi manna. Í vistkerfum tengist allt saman og ef við drepum eina tegund þá hefur það áhrif á margar aðrar tegundir og líka þær sem eru okkur þóknanlegar og gagnlegar. Með því að úða eitri á lirfur skemmum við afkomu fuglanna sem lifa á þeim og valda þeim heilsutjóni sem eru okkar helstu samherjar í garðyrkjunni. Í útlöndum er býflugnadauði í stórum stíl rakinn til eiturúðunar. En þegar býflugur frjóvga ekki lengur blómin þá fáum við enga ávexti. Ástfóstur við eitrið gengur svo langt að sumir vilja eitra fyrir músum og rottum sjálfir (sem er að vísu bannað). Ég missti kött um árið vegna þess að hann át eitraða mús og dó kvalafullum dauða. Þannig missti ég góðan músaveiðara. Á sumarbústaðarlandinu mínu fann ég nýdauða branduglu og í ljós kom að hún drapst einnig sökum eiturs sem var dreift til að minnka músaganginn. Hvaða vit er í því að lífverur sem eru að vinna með okkur séu drepnar út af eiturbrasi? Við getum skoðað lífríkið alveg út frá minnstu örverunum og alveg upp alla fæðukeðjuna: Allt spilar saman og hefur sinn tilgang. En stærstu rándýrin (við mennirnir) ætla ekki ennþá að gera sér grein fyrir þessu. Gleðilegt eiturlaust sumar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun