Erlent

Eitt hleðslutæki í alla farsíma

Á vef ESB kemur fram að tíu farsímaframleiðendur hafa samþykkt að nota micro-usb tengi til gagnaflutninga og hleðslu rafhlaðna. 
Fréttablaðið/Valli
Á vef ESB kemur fram að tíu farsímaframleiðendur hafa samþykkt að nota micro-usb tengi til gagnaflutninga og hleðslu rafhlaðna. Fréttablaðið/Valli
Áður en langt um líður gætu allir farsímar notað eins hleðslutæki, að því er fram kemur í breska blaðinu Telegraph. Þar er fjallað um nýjan staðal sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur ákveðið að skuli vera ráðandi. Helstu farsímaframleiðendur samþykktu sumarið 2009 að stefna í þessa átt.

Í tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að í byrjun hafi tíu framleiðendur samþykkt að micro-USB tækni verði ráðandi við hleðslu rafhlaðna og gagnaflutninga. Þar á meðal eru framleiðendur á borð við Apple, Motorola, Nokia, Qualcomm, Research In Motion (Blackberry), Samsung og Sony Ericsson.

Telegraph hefur eftir talsmanni framkvæmdastjórnarinnar að fyrstu tækin sem uppfylla nýjan staðal að fullu verði fáanleg í byrjun næsta árs, en micro-USB tengi eru nú þegar nokkuð algeng í svokölluðum snjallsímum.

Stöðluð hleðslutæki eiga svo að gera notendum lífið auðveldara, draga úr sorpi og styðja við farsímaiðnaðinn. Töluverður umhverfisávinningur er sagður vera í því að nota samhæfð hleðslutæki, enda á þá að sjá fyrir endann á að gömul hleðslutæki hrannist upp til förgunar í hvert sinn sem fólk skiptir um farsíma.- óká


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×