Innlent

Eiríkur Bergmann: Kosningarnar að setja met í metum

Anton Egilsson skrifar
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir margt skrýtið við kosningarnar sem nú standa yfir og ómögulegt að setja fingur á um hvað kosningarnar snúast. Margir spennuþættir séu í kringum kosningarnar og þá séu þær að setja met í metum að hans sögn.

„Þar má nefna hrun fjórflokksins sem hefur haft ægivald í íslenskum stjórnmálum. Þá er metfjöldi flokka líklegur til að ná inn á landsvísu eða sjö talsins. Íslenskir jafnaðarmenn hafa aldrei legið lægri og þá gæti það gerst að þátttaka fari niður fyrir 80% sem er áhyggjuefni fyrir okkur.  Svo erum við með sérstakt stjórnmálaafl í Pírötum sem dregur að sér alþjóðlega athygli með hætti sem við höfum ekki séð áður.“

Kosningaþátttaka hefur verið dræm það sem af er degi og segir Eiríkur erfitt að meta hvernig þátttakan verði enda séu kosningarnar á óvenjulegum árstíma í þetta sinn.  Hann segir það muna koma í ljós hvort fólk sé seint á kjörstaðina eða þá hvort að þátttakan verði raunverulega minni heldur en áður. 

Kosningavakt Vísir fylgist grannt með gangi mála alla helgina og greinir frá tíðindum um leið og þau berast. Vaktina má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×