Eir þarf "þolinmótt fjármagn“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. nóvember 2012 18:30 Til að bregðast við fjárhagsvanda Eirar þarf stofnunin að fá lán til 30 ára upp á tvo milljarða króna eða selja eignir sem þegar eru veðsettar. Báðar leiðir eru torsóttar í augnablikinu. Skipað var sérstakt teymi endurskoðendafyrirtækisins KPMG og lögmannsstofunnar Lex til að leysa fjárhagsvanda Eirar. Hjúkrunarheimilið þarf 2 milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart ellilífeyrisþegum sem búa í öryggisíbúðunum sem Eir rekur, en íbúarnir þar hafa allir greitt Eir fyrir svokallaðan íbúðarrétt. Kjarninn í lausn á fjárhagsvanda Eirar snýr að því að útvega þessa 2 milljarða króna, svo hjúkrunarheimilið geti staðið við skuldbindingar sínar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa eftir taldar leiðir verið skoðaðar: Að hjúkrunarheimilið taki 2 milljarða króna lán til 30 ára. Svokallað „þolinmótt fjármagn." Þessi leið er ekki auðsótt, enda eru flestar eignir Eirar þegar veðsettar lánastofnunum og þeir sem eru reiðubúnir að lána vilja eðlilega fá traustar tryggingar fyrir slíkum lánum. Önnur leið er að selja eignir, þ.e hluta þeirra fasteigna sem hjúkrunarheimilið á en þar er í raun við sama vandamál að glíma. Stór hluti þessara eigna er veðsettur lánastofnunum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa þreifingar við hugsanlega kaupendur ekki skilað árangri. Þriðja leiðin sem hefur verið skoðuð er aðkoma ríkisins og verður sú leið ekki farin nema öll önnur úrræði þrýtur. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði hins vegar fyrir helgi að það væri ekki sjálfgefið að sjálfseignarstofnun eins og Eir gæti leitað í faðm ríkisins þegar hún lendir í ógöngum. Ráðherrann vill því stíga varlega til jarðar þegar aðkoma ríkisins er rædd á þessum nótum. Ljóst er af framansögðu að engar einfaldar eða sársaukalausar lausnir eru til á fjárhagsvanda Eirar. Enn um sinn þurfa því skjólstæðingar hjúkrunarheimilisins að bíða í óvissu um hvað framtíðin ber í skauti sér. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Til að bregðast við fjárhagsvanda Eirar þarf stofnunin að fá lán til 30 ára upp á tvo milljarða króna eða selja eignir sem þegar eru veðsettar. Báðar leiðir eru torsóttar í augnablikinu. Skipað var sérstakt teymi endurskoðendafyrirtækisins KPMG og lögmannsstofunnar Lex til að leysa fjárhagsvanda Eirar. Hjúkrunarheimilið þarf 2 milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart ellilífeyrisþegum sem búa í öryggisíbúðunum sem Eir rekur, en íbúarnir þar hafa allir greitt Eir fyrir svokallaðan íbúðarrétt. Kjarninn í lausn á fjárhagsvanda Eirar snýr að því að útvega þessa 2 milljarða króna, svo hjúkrunarheimilið geti staðið við skuldbindingar sínar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa eftir taldar leiðir verið skoðaðar: Að hjúkrunarheimilið taki 2 milljarða króna lán til 30 ára. Svokallað „þolinmótt fjármagn." Þessi leið er ekki auðsótt, enda eru flestar eignir Eirar þegar veðsettar lánastofnunum og þeir sem eru reiðubúnir að lána vilja eðlilega fá traustar tryggingar fyrir slíkum lánum. Önnur leið er að selja eignir, þ.e hluta þeirra fasteigna sem hjúkrunarheimilið á en þar er í raun við sama vandamál að glíma. Stór hluti þessara eigna er veðsettur lánastofnunum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa þreifingar við hugsanlega kaupendur ekki skilað árangri. Þriðja leiðin sem hefur verið skoðuð er aðkoma ríkisins og verður sú leið ekki farin nema öll önnur úrræði þrýtur. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði hins vegar fyrir helgi að það væri ekki sjálfgefið að sjálfseignarstofnun eins og Eir gæti leitað í faðm ríkisins þegar hún lendir í ógöngum. Ráðherrann vill því stíga varlega til jarðar þegar aðkoma ríkisins er rædd á þessum nótum. Ljóst er af framansögðu að engar einfaldar eða sársaukalausar lausnir eru til á fjárhagsvanda Eirar. Enn um sinn þurfa því skjólstæðingar hjúkrunarheimilisins að bíða í óvissu um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira