Viðskipti innlent

Einstök vex hratt: Flytja yfir milljón lítra af bjór úr landi

ingvar haraldsson skrifar
Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Einstök, segir fyrirtækið hafa vaxið hratt frá 2011.
Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Einstök, segir fyrirtækið hafa vaxið hratt frá 2011. vísir/
Útflutningur á bjór hjá Einstök jókst um 250 prósent á fyrri helmingi ársins miðað við í fyrra. Einstök býst við að flytja út ríflega 1,4 milljónir lítra af bjór á þessu ári samanborið við ríflega 700 þúsund lítra árið 2014.



Salan á erlendri grundu hefur farið fram úr björtustu vonum dreifingaraðila að sögn Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Einstök.

Guðjón segir aukninguna helst vera á nýjum markaðssvæðum þó jafn vöxtur sé á öllum mörkuðum. Einstök hóf nýlega að selja afurðir sínar á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Eystrasaltsríkjunum auk þess að hefja sölu í fleiri ríkum Bandaríkjanna. Hann segir dreifingaraðila nær alls staðar hafa þurft að panta meira en þeir hafi búist við í upphafi.

Í tilkynningu frá Einstök kemur fram að fyrirtækið hafi flutt út nærri 64 prósent af öllu útfluttu áfengi frá Íslandi á fyrri hluta ársins 2015.

Guðjón segir Einstök hafa vaxið á hverju ári frá því fyrirtækið var stofnað árið 2011. Vörumerkið er í eigu tveggja Bandaríkjamanna en bjórinn er bruggaður af Vífilfell á Akureyri.

Fyrr á þessu ári var Bud Light skipt út fyrir Einstök White Ale í Epcot Disney garðinum í Flórída. Þá selur Disney Einstök á fleiri stöðum í Flórída.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×