Handbolti

Eins marks sigur Holstebro í kvöld dugði ekki til og silfrið þeirra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurbergur skoraði fjögur mörk í kvöld.
Sigurbergur skoraði fjögur mörk í kvöld. vísir/ernir
Bjerringbro/Silkeborg er danskur meistari í fyrsta skipti eftir sigur á Team Tvis Holstebro í úrslitarimmunni samanlagt 52-46, en síðari leikurinn fór fram í Holstebro í kvöld.

Team Tvis Holstebro náði ekki að vinna upp sjö marka tap í fyrri leiknum á útivelli, 27-20, og því varð liðið því að sætta sig við silfrið.

Holstebro var fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-10, en þeir náðu ekki að halda áfram að bæta við forskotið og því fór sem fór. Lokatölur 26-25 í kvöld.

Sigurbergur Sveinsson skoraði fjögur mörk fyrir Holstebro úr níu skotum, en hann gengur í raðir ÍBV í sumar. Egill Magnússon var ekki í leikmannahópi Holstebro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×