Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2015 18:41 Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Nýja hraunið er byrjað að renna yfir hið 88 ára gamla Þorvaldshraun og búið að eyða svokölluðum Flæðum og er líklegt að þar myndist nýtt lón næsta sumar.Click here for an English version. Starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans flugu að eldstöðinni á laugardag en myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður í ferðinni. Ljósmyndir með þessari frétt á Vísi tók Morten S. Riishuus, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir greinilegt að eitthvað hafi dregið úr gosinu frá því í desember en það hefur nú staðið samfellt yfir í fjóra og hálfan mánuð, frá því í lok ágústsmánaðar. „Það er ennþá mjög kröftugt gos í gangi. Ég hugsa að það sé nú ennþá einhversstaðar á bilinu 60 til 80 rúmmetrar á sekúndu sem eru að koma upp. Þannig að það er ennþá töluverð kvika,“ segir Ármann.Áætlað er að 60-80 rúmmetrar hrauneðju flæði úr gígnum á hverri sekúndu. Það er meira en meðalrennsli Blöndu.Jarðvísindastofnun/Morten Riishuus.Hraunár sem ekki sjást á yfirborði sjást á hitamyndavél undir hraunskel og á sumum stöðum vellur það upp á yfirborð úr þessum neðanjarðarhraunrásum. Í frétt Stöðvar 2 má sjá þetta fyrirbæri. Nýja hraunið þekur nú 84 ferkílómetra og er þegar búið að eyða svokölluðum Flæðum, sandflæmi sem bræðsluvatn af jöklinum flæddi áður um. Þá er það farið að renna yfir Þorvaldshraun sem kom upp í eldgosi í Öskju á árunum 1926 til 1930. Þetta þýðir að hraunið hefur nú stíflað vatnið sem áður rann um Flæðurnar og telur Ármann að þar geti myndast nýtt lón næsta sumar. Þá þrýstir hraunið kvíslum Jökulsár stöðugt austar og telur Ármann að þegar áin fari að renna aftur næsta vor þá fari hún í eystri kvíslina, sem liggur í átt að Kverkfjöllum. Menn eru því að verða vitni að miklum landbreytingum. Þannig er gígurinn óvenju víðfeðmur, 400-500 metra langur og um 70 metra hár. „Þetta er orðinn með fallegri gígum sem við eigum í landinu,“ segir Ármann. Bárðarbunga Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Nýja hraunið er byrjað að renna yfir hið 88 ára gamla Þorvaldshraun og búið að eyða svokölluðum Flæðum og er líklegt að þar myndist nýtt lón næsta sumar.Click here for an English version. Starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans flugu að eldstöðinni á laugardag en myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður í ferðinni. Ljósmyndir með þessari frétt á Vísi tók Morten S. Riishuus, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir greinilegt að eitthvað hafi dregið úr gosinu frá því í desember en það hefur nú staðið samfellt yfir í fjóra og hálfan mánuð, frá því í lok ágústsmánaðar. „Það er ennþá mjög kröftugt gos í gangi. Ég hugsa að það sé nú ennþá einhversstaðar á bilinu 60 til 80 rúmmetrar á sekúndu sem eru að koma upp. Þannig að það er ennþá töluverð kvika,“ segir Ármann.Áætlað er að 60-80 rúmmetrar hrauneðju flæði úr gígnum á hverri sekúndu. Það er meira en meðalrennsli Blöndu.Jarðvísindastofnun/Morten Riishuus.Hraunár sem ekki sjást á yfirborði sjást á hitamyndavél undir hraunskel og á sumum stöðum vellur það upp á yfirborð úr þessum neðanjarðarhraunrásum. Í frétt Stöðvar 2 má sjá þetta fyrirbæri. Nýja hraunið þekur nú 84 ferkílómetra og er þegar búið að eyða svokölluðum Flæðum, sandflæmi sem bræðsluvatn af jöklinum flæddi áður um. Þá er það farið að renna yfir Þorvaldshraun sem kom upp í eldgosi í Öskju á árunum 1926 til 1930. Þetta þýðir að hraunið hefur nú stíflað vatnið sem áður rann um Flæðurnar og telur Ármann að þar geti myndast nýtt lón næsta sumar. Þá þrýstir hraunið kvíslum Jökulsár stöðugt austar og telur Ármann að þegar áin fari að renna aftur næsta vor þá fari hún í eystri kvíslina, sem liggur í átt að Kverkfjöllum. Menn eru því að verða vitni að miklum landbreytingum. Þannig er gígurinn óvenju víðfeðmur, 400-500 metra langur og um 70 metra hár. „Þetta er orðinn með fallegri gígum sem við eigum í landinu,“ segir Ármann.
Bárðarbunga Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira