Einhverfuröskun ekki skammarleg 10. janúar 2012 20:00 „Það er ekkert til að skammast sín fyrir að vera með röskun á einhverfurófi," segir 27 ára gömul kona sem fyrir jól mannaði sig upp í að fara í einhverfugreiningu. Við hittum Mamiko Dís Ragnarsdóttur uppi í Breiðholti í dag, sem vill að fólk með slíka röskun komi úr felum og vonar að saga hennar gagnist öðrum. Hún er með listaháskólapróf í tónsmíðum, lokapróf í píanóleik, er gift og á 9 mánaða gamla dóttur. Virkar fullkomlega eðlileg í alla staði við fyrstu kynni, en fyrir jólin fór hún á stúfana og leitaði til sérfræðings þar sem hún fékk staðfestingu á því að vera með röskun á einhverfurófi - eða aspberger. En af hverju ákvað hún, 27 ára gömul, að fara í greiningu? „Vegna þess að ég var bara mjög óhamingjusöm og þunglynd og kvíðin. Ég taldi að þetta væri rótin að allri minni vanlíðan, að ég væri alltaf að þykjast að vera eitthvað sem ég var ekki. Andstæðan við einhverfu," segir Mamiko. Hún segir fólk gjarnt á að misskilja hana enda séu manneskjur með þennan kvilla ákaflega bókstaflegar í upplifun sinni af öðrum, þær eigi erfitt með að ljúga, séu klaufalegar í mannlegum samskiptum og kunni ekki að lesa svipbrigði, raddblæ, líkamstjáningu eða óbeint orðalag. „Ég fatta fólk oft ekki, ef það er að meina eitthvað með augnaráðinu eða svipbrigðum, tóninum í röddinni. Ég þarf helst að fá beint út hvað fólk er að meina." Hún segir röskunina hafa háð sér alla tíð. „Ég eignaðist enga vini. Í öll þessi fjögur ár sem ég var í menntaskóla eignaðist ég bara eina vinkonu. Ég náði bara að tengjast einni manneskju. Og það var í útskriftarferðinni." Karlar og konur á einhverfurófinu eiga gjarnan erfitt með að tengjast börnum sínum með sama hætti og aðrir, segir þroskaþjálfi sem hefur sérhæft sig í konum á einhverfurófinu. Hún segir konur á því rófi eiga erfiðara með að lesa í þarfir barna sinna, bæði tilfinninga- og félagslegar. Mamiko kveðst elska og sinna grunnþörfum dóttur sinnar, Módísar Fujiko, líkt og aðrar mæður. En hún segist eiga erfitt með að setja sig í spor dóttur sinnar, finnist sem Módís eigi að geta leikið sér ein á báti og verið ánægð með það. Hún finni því illa til samkenndar þegar dóttirin á eitthvað erfitt. Og Mamiko er ekki ein á báti - talið er að eitt prósent manna sé á einhverfurófinu. Ef rétt er þýðir það að yfir 3000 Íslendingar eru með einhverfuröskun og fæstir þeirra með greiningu. Mamiko vonast til að saga hennar gagnist öðrum sem eru með röskun á einhverfurófi. „Ég allavega held að það sé fullt af fólki út í samfélaginu sem sé kvíðið, geðveikt að passa sig til að fá ekki leiðinlegt viðmót og vera álitið skrýtið. Ég hef allt mitt líf reynt að virka eðlileg..." segir Mamiko að lokum. En er steinhætt því í dag og búin að lita hárið á sér heiðfjólublátt. „Loksins! Mig hefur alltaf langað til þess. Ég gat ekki litað á mér hárið fjólublátt á meðan fólk var að dæma mig á röngum forsendum." Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
„Það er ekkert til að skammast sín fyrir að vera með röskun á einhverfurófi," segir 27 ára gömul kona sem fyrir jól mannaði sig upp í að fara í einhverfugreiningu. Við hittum Mamiko Dís Ragnarsdóttur uppi í Breiðholti í dag, sem vill að fólk með slíka röskun komi úr felum og vonar að saga hennar gagnist öðrum. Hún er með listaháskólapróf í tónsmíðum, lokapróf í píanóleik, er gift og á 9 mánaða gamla dóttur. Virkar fullkomlega eðlileg í alla staði við fyrstu kynni, en fyrir jólin fór hún á stúfana og leitaði til sérfræðings þar sem hún fékk staðfestingu á því að vera með röskun á einhverfurófi - eða aspberger. En af hverju ákvað hún, 27 ára gömul, að fara í greiningu? „Vegna þess að ég var bara mjög óhamingjusöm og þunglynd og kvíðin. Ég taldi að þetta væri rótin að allri minni vanlíðan, að ég væri alltaf að þykjast að vera eitthvað sem ég var ekki. Andstæðan við einhverfu," segir Mamiko. Hún segir fólk gjarnt á að misskilja hana enda séu manneskjur með þennan kvilla ákaflega bókstaflegar í upplifun sinni af öðrum, þær eigi erfitt með að ljúga, séu klaufalegar í mannlegum samskiptum og kunni ekki að lesa svipbrigði, raddblæ, líkamstjáningu eða óbeint orðalag. „Ég fatta fólk oft ekki, ef það er að meina eitthvað með augnaráðinu eða svipbrigðum, tóninum í röddinni. Ég þarf helst að fá beint út hvað fólk er að meina." Hún segir röskunina hafa háð sér alla tíð. „Ég eignaðist enga vini. Í öll þessi fjögur ár sem ég var í menntaskóla eignaðist ég bara eina vinkonu. Ég náði bara að tengjast einni manneskju. Og það var í útskriftarferðinni." Karlar og konur á einhverfurófinu eiga gjarnan erfitt með að tengjast börnum sínum með sama hætti og aðrir, segir þroskaþjálfi sem hefur sérhæft sig í konum á einhverfurófinu. Hún segir konur á því rófi eiga erfiðara með að lesa í þarfir barna sinna, bæði tilfinninga- og félagslegar. Mamiko kveðst elska og sinna grunnþörfum dóttur sinnar, Módísar Fujiko, líkt og aðrar mæður. En hún segist eiga erfitt með að setja sig í spor dóttur sinnar, finnist sem Módís eigi að geta leikið sér ein á báti og verið ánægð með það. Hún finni því illa til samkenndar þegar dóttirin á eitthvað erfitt. Og Mamiko er ekki ein á báti - talið er að eitt prósent manna sé á einhverfurófinu. Ef rétt er þýðir það að yfir 3000 Íslendingar eru með einhverfuröskun og fæstir þeirra með greiningu. Mamiko vonast til að saga hennar gagnist öðrum sem eru með röskun á einhverfurófi. „Ég allavega held að það sé fullt af fólki út í samfélaginu sem sé kvíðið, geðveikt að passa sig til að fá ekki leiðinlegt viðmót og vera álitið skrýtið. Ég hef allt mitt líf reynt að virka eðlileg..." segir Mamiko að lokum. En er steinhætt því í dag og búin að lita hárið á sér heiðfjólublátt. „Loksins! Mig hefur alltaf langað til þess. Ég gat ekki litað á mér hárið fjólublátt á meðan fólk var að dæma mig á röngum forsendum."
Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira