Erlent

Einhleypum mæðrum fjölgar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á sjötta hundrað einhleypar konur eignuðust börn.
Á sjötta hundrað einhleypar konur eignuðust börn. NordicPhotos/Getty
Sífellt algengara er að einhleypar konur eignist börn í Danmörku.

Tölur frá Hagstofu Danmerkur sýna að fæðingum barna, þar sem faðir er óþekktur, hefur fjölgað stöðugt frá árinu 2012. Í fyrra komu 580 börn í heiminn þar sem börnin voru frjóvguð með tæknifrjóvgun og mæður voru einstæðar. Það samsvarar um 1 prósenti af fæðingum í Danmörku á þeim tíma. Flestar einhleypu konurnar sem koma í tæknifrjóvgun eru á bilinu 35-40 ára.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×