Einelti algengt meðal sjómanna Svavar Hávarðsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Depurð, kvíði og svefnleysi var staðfest í svörum sjómannanna. fréttablaðið/hari Einelti um borð í íslenskum fiskiskipum virðist miklu algengara en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjungur sjómanna, eða 38,9%, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn sögðust hafa orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni um borð á síðastliðnum sex mánuðum áður en rannsóknin var gerð. Þetta er meðal niðurstaðna Salóme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsufræðings, í meistaraverkefni hennar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem fjallar um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna. Salóme, sem starfar sem íþróttakennari og forvarnarfulltrúi Verkmenntaskóla Austurlands, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar sem verði að taka alvarlega, en 132 sjómenn víða af landinu á aldrinum 21-70 ára tóku þátt í rannsókninni – þar af tvær konur. Þá kom einnig í ljós að lífsánægja og heilsa þeirra sjómanna sem höfðu upplifað eða orðið fyrir eineltinu var marktækt minni en þeirra sem höfðu það ekki.Salóme Rut HarðardóttirSalóme setur þessar tölur í samhengi við aðrar rannsóknir um efnið – innlendar sem erlendar. Er þetta hlutfall með því hæsta sem hún hefur séð. Sé hlutfallið yfirfært á alla sjómenn á Íslandi, eða þá 4.100 sem störfuðu á sjó á árunum 2013 til 2014, má áætla að tæplega 1.600 þeirra hafi orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni á vinnustað sínum. Til samanburðar segir Salóme að nákvæmlega sömu spurningar voru lagðar fyrir starfsmenn stórs verslunarfyrirtækis hér á landi, þar sem rúmlega 200 manns svöruðu, og þar voru tölurnar sláandi mikið lægri – eða 4,4% samanborið við 38,9% hjá sjómönnunum. Salóme segir að niðurstöðurnar er varða einelti um borð í skipunum hafi komið henni á óvart, og eftir á að hyggja hefði hún viljað að rannsóknin tæki á þessum þætti með nákvæmari hætti. Hins vegar var nákvæmlega útlistað í rannsókninni til hvers væri verið að vísa til þegar spurt var um einelti. Þess vegna gefi niðurstöðurnar mikilvægar upplýsingar um þætti í starfsumhverfi sjómanna sem hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra og líðan. Salóme bendir á að það sé vitað mál að afleiðingar eineltis geti verið mjög alvarlegar. Það ætti að vera forgangsmál sjávarútvegsfyrirtækja, eins og annarra fyrirtækja, að taka rétt á einelti og sporna gegn því. „Einelti getur haft áhrif á öryggi á vinnustöðum og valdið samskiptaörðugleikum milli starfsmanna þegar hættuástand skapast, sem óvíða eru verri fréttir en um borð í skipi,“ segir Salóme.Finna fyrir stöðugu andlegu álagi - Einelti á vinnustað hefur verið skilgreint sem áreitni, móðgun, útilokun, særandi sérmeðferð eða neikvæð áhrif á vinnu annarra starfsmanna. - Einelti er ákveðið ferli sem stigmagnast og veldur mjög mikilli andlegri vanlíðan þolandans þar sem honum finnst hann ekki geta varið sig fyrir stanslausu neikvæðu athæfi gerandans. Þetta neikvæða athæfi á sér þá stað oft og reglulega og yfir langt tímabil. Ekki er um einelti að ræða ef jafnokar eigast við eða ef um einstakan atburð er að ræða. - Rannsóknir sýna að margir sjómenn finna fyrir stöðugu andlegu álagi við vinnu sína; vegna veðurfars, hávaða, mikilla vinnukrafna, vaktavinnu og langrar fjarveru frá fjölskyldu og vinum sem getur reynt verulega á andlega heilsu þeirra.heimild: Salóme Rut Harðardóttir, Lífsánægja og starfsumhverfi sjómanna, Háskóli Íslands 2015 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Einelti um borð í íslenskum fiskiskipum virðist miklu algengara en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjungur sjómanna, eða 38,9%, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn sögðust hafa orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni um borð á síðastliðnum sex mánuðum áður en rannsóknin var gerð. Þetta er meðal niðurstaðna Salóme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsufræðings, í meistaraverkefni hennar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem fjallar um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna. Salóme, sem starfar sem íþróttakennari og forvarnarfulltrúi Verkmenntaskóla Austurlands, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar sem verði að taka alvarlega, en 132 sjómenn víða af landinu á aldrinum 21-70 ára tóku þátt í rannsókninni – þar af tvær konur. Þá kom einnig í ljós að lífsánægja og heilsa þeirra sjómanna sem höfðu upplifað eða orðið fyrir eineltinu var marktækt minni en þeirra sem höfðu það ekki.Salóme Rut HarðardóttirSalóme setur þessar tölur í samhengi við aðrar rannsóknir um efnið – innlendar sem erlendar. Er þetta hlutfall með því hæsta sem hún hefur séð. Sé hlutfallið yfirfært á alla sjómenn á Íslandi, eða þá 4.100 sem störfuðu á sjó á árunum 2013 til 2014, má áætla að tæplega 1.600 þeirra hafi orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni á vinnustað sínum. Til samanburðar segir Salóme að nákvæmlega sömu spurningar voru lagðar fyrir starfsmenn stórs verslunarfyrirtækis hér á landi, þar sem rúmlega 200 manns svöruðu, og þar voru tölurnar sláandi mikið lægri – eða 4,4% samanborið við 38,9% hjá sjómönnunum. Salóme segir að niðurstöðurnar er varða einelti um borð í skipunum hafi komið henni á óvart, og eftir á að hyggja hefði hún viljað að rannsóknin tæki á þessum þætti með nákvæmari hætti. Hins vegar var nákvæmlega útlistað í rannsókninni til hvers væri verið að vísa til þegar spurt var um einelti. Þess vegna gefi niðurstöðurnar mikilvægar upplýsingar um þætti í starfsumhverfi sjómanna sem hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra og líðan. Salóme bendir á að það sé vitað mál að afleiðingar eineltis geti verið mjög alvarlegar. Það ætti að vera forgangsmál sjávarútvegsfyrirtækja, eins og annarra fyrirtækja, að taka rétt á einelti og sporna gegn því. „Einelti getur haft áhrif á öryggi á vinnustöðum og valdið samskiptaörðugleikum milli starfsmanna þegar hættuástand skapast, sem óvíða eru verri fréttir en um borð í skipi,“ segir Salóme.Finna fyrir stöðugu andlegu álagi - Einelti á vinnustað hefur verið skilgreint sem áreitni, móðgun, útilokun, særandi sérmeðferð eða neikvæð áhrif á vinnu annarra starfsmanna. - Einelti er ákveðið ferli sem stigmagnast og veldur mjög mikilli andlegri vanlíðan þolandans þar sem honum finnst hann ekki geta varið sig fyrir stanslausu neikvæðu athæfi gerandans. Þetta neikvæða athæfi á sér þá stað oft og reglulega og yfir langt tímabil. Ekki er um einelti að ræða ef jafnokar eigast við eða ef um einstakan atburð er að ræða. - Rannsóknir sýna að margir sjómenn finna fyrir stöðugu andlegu álagi við vinnu sína; vegna veðurfars, hávaða, mikilla vinnukrafna, vaktavinnu og langrar fjarveru frá fjölskyldu og vinum sem getur reynt verulega á andlega heilsu þeirra.heimild: Salóme Rut Harðardóttir, Lífsánægja og starfsumhverfi sjómanna, Háskóli Íslands 2015
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira