Einar Boom fer fram á 74 milljónir í skaðabætur Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2013 15:08 Einar Ingi Marteinsson fer fram á 74 milljónir í skaðabætur Einar Ingi Marteinsson, betur þekktur sem Einar Boom, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sex mánaða gæsluvarðhalds sem hann var settur í árið 2012. Einar fer fram á rúmlega 74 milljónir krónur í skaðabætur. Einar Ingi var ákærður fyrir að skipuleggja hrottafengna árás um jólin 2011 en var síðar sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness árið 2012. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í ársbyrjun. Einar Ingi er fyrrverandi forseti vélhjólasamtakana Hells Angels. „Ég var settur í gæsluvarðhald í sex mánuði á síðasta ári og er einfaldlega að leita réttar míns og fjölskyldu minnar,“ segir Einar Ingi Marteinsson í samtali við Vísi en hann er staddur í Afríku. „Ég var sýknaður í Héraðsdómi og Hæstarétti og fer aðeins fram á sanngjarna meðferð,“ segir Einar. Fram kemur í stefnunni sem Vísir hefur undir höndum að Einar telji sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákærunnar, aðgerðum lögreglu, handtöku, húsleit á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Einar ítrekar að hann hafi á engan hátt verið valdur að né átt þátt í málinu sem hann var ákærður fyrir. Af þeim sökum ber að dæma honum bætur. Einar Ingi mun hafa gefið ítarlega skýrslu daginn sem hann var handtekinn auk þess sem rituð var skýrsla af samtali stefnanda við einn lögreglumanna. Hann lýsti þar með tæmandi hætti aðkomu sinni að málinu, sem var smávægileg og ekki þess eðlis að handtaka ætti hann, né þá að hneppa í gæsluvarðhald um fimm mánaða skeið. Í stefnunni kemur fram að Einar hafi þurfti að þola það um rúmlega fimm mánaða skeið að vera sviptur frelsi sínu. Þá var hann að hluta til í einangrunarvistun, allt fram til 19. janúar 2012. Á þeim tíma hafði hann því engin tök á að hafa samband við sína nánustu og útskýra ástæðuna fyrir því að hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.Glímir við áfallastreituröskun Einari Inga leið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk hann ekki að hitta konu sína og börn. Þegar hann fékk síðan að hitta þau var það eingöngu í 30 mínútur í senn undir eftirliti fangavarðar. Hann var verulega reiður á þessum tíma, taldi að hann væri hnepptur í gæsluvarðhald án nokkurra raunverulegra sönnunargagna og hann sæti þar vegna orðspors síns en ekki raunverulegra gjörða. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi Einars eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið, hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun. Hann krefst því 74 milljóna króna í miskabætur og vegna tekjumissis. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Einar Ingi Marteinsson, betur þekktur sem Einar Boom, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sex mánaða gæsluvarðhalds sem hann var settur í árið 2012. Einar fer fram á rúmlega 74 milljónir krónur í skaðabætur. Einar Ingi var ákærður fyrir að skipuleggja hrottafengna árás um jólin 2011 en var síðar sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness árið 2012. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í ársbyrjun. Einar Ingi er fyrrverandi forseti vélhjólasamtakana Hells Angels. „Ég var settur í gæsluvarðhald í sex mánuði á síðasta ári og er einfaldlega að leita réttar míns og fjölskyldu minnar,“ segir Einar Ingi Marteinsson í samtali við Vísi en hann er staddur í Afríku. „Ég var sýknaður í Héraðsdómi og Hæstarétti og fer aðeins fram á sanngjarna meðferð,“ segir Einar. Fram kemur í stefnunni sem Vísir hefur undir höndum að Einar telji sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákærunnar, aðgerðum lögreglu, handtöku, húsleit á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Einar ítrekar að hann hafi á engan hátt verið valdur að né átt þátt í málinu sem hann var ákærður fyrir. Af þeim sökum ber að dæma honum bætur. Einar Ingi mun hafa gefið ítarlega skýrslu daginn sem hann var handtekinn auk þess sem rituð var skýrsla af samtali stefnanda við einn lögreglumanna. Hann lýsti þar með tæmandi hætti aðkomu sinni að málinu, sem var smávægileg og ekki þess eðlis að handtaka ætti hann, né þá að hneppa í gæsluvarðhald um fimm mánaða skeið. Í stefnunni kemur fram að Einar hafi þurfti að þola það um rúmlega fimm mánaða skeið að vera sviptur frelsi sínu. Þá var hann að hluta til í einangrunarvistun, allt fram til 19. janúar 2012. Á þeim tíma hafði hann því engin tök á að hafa samband við sína nánustu og útskýra ástæðuna fyrir því að hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.Glímir við áfallastreituröskun Einari Inga leið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk hann ekki að hitta konu sína og börn. Þegar hann fékk síðan að hitta þau var það eingöngu í 30 mínútur í senn undir eftirliti fangavarðar. Hann var verulega reiður á þessum tíma, taldi að hann væri hnepptur í gæsluvarðhald án nokkurra raunverulegra sönnunargagna og hann sæti þar vegna orðspors síns en ekki raunverulegra gjörða. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi Einars eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið, hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun. Hann krefst því 74 milljóna króna í miskabætur og vegna tekjumissis.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira