Einar Boom fer fram á 74 milljónir í skaðabætur Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2013 15:08 Einar Ingi Marteinsson fer fram á 74 milljónir í skaðabætur Einar Ingi Marteinsson, betur þekktur sem Einar Boom, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sex mánaða gæsluvarðhalds sem hann var settur í árið 2012. Einar fer fram á rúmlega 74 milljónir krónur í skaðabætur. Einar Ingi var ákærður fyrir að skipuleggja hrottafengna árás um jólin 2011 en var síðar sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness árið 2012. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í ársbyrjun. Einar Ingi er fyrrverandi forseti vélhjólasamtakana Hells Angels. „Ég var settur í gæsluvarðhald í sex mánuði á síðasta ári og er einfaldlega að leita réttar míns og fjölskyldu minnar,“ segir Einar Ingi Marteinsson í samtali við Vísi en hann er staddur í Afríku. „Ég var sýknaður í Héraðsdómi og Hæstarétti og fer aðeins fram á sanngjarna meðferð,“ segir Einar. Fram kemur í stefnunni sem Vísir hefur undir höndum að Einar telji sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákærunnar, aðgerðum lögreglu, handtöku, húsleit á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Einar ítrekar að hann hafi á engan hátt verið valdur að né átt þátt í málinu sem hann var ákærður fyrir. Af þeim sökum ber að dæma honum bætur. Einar Ingi mun hafa gefið ítarlega skýrslu daginn sem hann var handtekinn auk þess sem rituð var skýrsla af samtali stefnanda við einn lögreglumanna. Hann lýsti þar með tæmandi hætti aðkomu sinni að málinu, sem var smávægileg og ekki þess eðlis að handtaka ætti hann, né þá að hneppa í gæsluvarðhald um fimm mánaða skeið. Í stefnunni kemur fram að Einar hafi þurfti að þola það um rúmlega fimm mánaða skeið að vera sviptur frelsi sínu. Þá var hann að hluta til í einangrunarvistun, allt fram til 19. janúar 2012. Á þeim tíma hafði hann því engin tök á að hafa samband við sína nánustu og útskýra ástæðuna fyrir því að hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.Glímir við áfallastreituröskun Einari Inga leið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk hann ekki að hitta konu sína og börn. Þegar hann fékk síðan að hitta þau var það eingöngu í 30 mínútur í senn undir eftirliti fangavarðar. Hann var verulega reiður á þessum tíma, taldi að hann væri hnepptur í gæsluvarðhald án nokkurra raunverulegra sönnunargagna og hann sæti þar vegna orðspors síns en ekki raunverulegra gjörða. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi Einars eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið, hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun. Hann krefst því 74 milljóna króna í miskabætur og vegna tekjumissis. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Einar Ingi Marteinsson, betur þekktur sem Einar Boom, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sex mánaða gæsluvarðhalds sem hann var settur í árið 2012. Einar fer fram á rúmlega 74 milljónir krónur í skaðabætur. Einar Ingi var ákærður fyrir að skipuleggja hrottafengna árás um jólin 2011 en var síðar sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness árið 2012. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í ársbyrjun. Einar Ingi er fyrrverandi forseti vélhjólasamtakana Hells Angels. „Ég var settur í gæsluvarðhald í sex mánuði á síðasta ári og er einfaldlega að leita réttar míns og fjölskyldu minnar,“ segir Einar Ingi Marteinsson í samtali við Vísi en hann er staddur í Afríku. „Ég var sýknaður í Héraðsdómi og Hæstarétti og fer aðeins fram á sanngjarna meðferð,“ segir Einar. Fram kemur í stefnunni sem Vísir hefur undir höndum að Einar telji sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákærunnar, aðgerðum lögreglu, handtöku, húsleit á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Einar ítrekar að hann hafi á engan hátt verið valdur að né átt þátt í málinu sem hann var ákærður fyrir. Af þeim sökum ber að dæma honum bætur. Einar Ingi mun hafa gefið ítarlega skýrslu daginn sem hann var handtekinn auk þess sem rituð var skýrsla af samtali stefnanda við einn lögreglumanna. Hann lýsti þar með tæmandi hætti aðkomu sinni að málinu, sem var smávægileg og ekki þess eðlis að handtaka ætti hann, né þá að hneppa í gæsluvarðhald um fimm mánaða skeið. Í stefnunni kemur fram að Einar hafi þurfti að þola það um rúmlega fimm mánaða skeið að vera sviptur frelsi sínu. Þá var hann að hluta til í einangrunarvistun, allt fram til 19. janúar 2012. Á þeim tíma hafði hann því engin tök á að hafa samband við sína nánustu og útskýra ástæðuna fyrir því að hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.Glímir við áfallastreituröskun Einari Inga leið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk hann ekki að hitta konu sína og börn. Þegar hann fékk síðan að hitta þau var það eingöngu í 30 mínútur í senn undir eftirliti fangavarðar. Hann var verulega reiður á þessum tíma, taldi að hann væri hnepptur í gæsluvarðhald án nokkurra raunverulegra sönnunargagna og hann sæti þar vegna orðspors síns en ekki raunverulegra gjörða. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi Einars eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið, hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun. Hann krefst því 74 milljóna króna í miskabætur og vegna tekjumissis.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira