Eigum að lifa í sátt við lúpínuna Ingveldur Geirsdóttir skrifar 28. júní 2013 19:07 Lúpínan er nú í blóma og málar landið víða fjólubláum litum landsmönnum ýmist til ama eða unaðar. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur mælir með því að við lifum í sátt við lúpínuna og mælir gegn því að eitrað sé fyrir henni. Alaskalúpínan var fyrst flutt til Íslands um aldamótin 1900 sem garðplanta og um fimmtíu árum síðar var farið að nota hana í landgræðslu. Hún hefur víða gert sitt gagn en sitt sýnist hverjum um útbreiðslu hennar nú, en lúpínan hefur náð að dreifa sér hratt um landið. „Þetta er mjög gagnleg planta til landgræðslu og sem undanfari skógræktar, planta sem gerir Íslendingum mikið gagn og landinu þannig að ég held að menn eigi að fara mjög varlega í að tala um útrýmingu á jafn nytsamri plöntu og lúpínan er," segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Náttúrufræðstofnun Íslands og Landgræðsla ríkisins gáfu nýverið út bækling um lúpínu og skógarkerfil. En þær plöntur flokkast sem ágengar og hafa þessar tvær stofnanir það að markmiðið að heft útbreiðslu þeirra. Í bæklingnum segir að til að hefta útbreiðslu lúpínunnar megi stínga upp stakar plöntur, slá lúpínubreiður, beita sauðfé á landið eða nota illgresiseyði. Helga finnst ekki ábyrgt að gefinn sé út leiðbeiningabæklingur þar sem hvatt er til eiturefnanotkunar út í náttúrunni. Það hafi líka komið í ljós í nýlegri evrópskri rannsókn, sem náði til átján landa, að það tiltekna eiturefni sem er mest notað sem illgresiseitur á Íslandi fannst í 10% til 90% tilvika í þvagi fólks í þessum átján löndum. „Þetta er einhver hlutur sem menn verða að skoða rækilega, ekki síst þar sem lúpínusvæði eru oft í kringum þéttbýli. Þetta getur borist í vatnið, þetta fer inn í fæðukeðjuna, mér finnst ekki rétt að gera þetta svona." Helgi mælir með hinni náttúrulegu aðferð vilji fólk losna við lúpínuna. „Ég mæli með hinni náttúrulegu aðferð. Grasafræðingar hafa bent á að hún virðist hörfa eftir þrjátíu til fimmtíu ár. Það er einfaldast að fólk sættist við þessa plöntu, að hún fái að skila sinni vinnu, hneigi sig síðan og fari," segir Helgi. Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Lúpínan er nú í blóma og málar landið víða fjólubláum litum landsmönnum ýmist til ama eða unaðar. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur mælir með því að við lifum í sátt við lúpínuna og mælir gegn því að eitrað sé fyrir henni. Alaskalúpínan var fyrst flutt til Íslands um aldamótin 1900 sem garðplanta og um fimmtíu árum síðar var farið að nota hana í landgræðslu. Hún hefur víða gert sitt gagn en sitt sýnist hverjum um útbreiðslu hennar nú, en lúpínan hefur náð að dreifa sér hratt um landið. „Þetta er mjög gagnleg planta til landgræðslu og sem undanfari skógræktar, planta sem gerir Íslendingum mikið gagn og landinu þannig að ég held að menn eigi að fara mjög varlega í að tala um útrýmingu á jafn nytsamri plöntu og lúpínan er," segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Náttúrufræðstofnun Íslands og Landgræðsla ríkisins gáfu nýverið út bækling um lúpínu og skógarkerfil. En þær plöntur flokkast sem ágengar og hafa þessar tvær stofnanir það að markmiðið að heft útbreiðslu þeirra. Í bæklingnum segir að til að hefta útbreiðslu lúpínunnar megi stínga upp stakar plöntur, slá lúpínubreiður, beita sauðfé á landið eða nota illgresiseyði. Helga finnst ekki ábyrgt að gefinn sé út leiðbeiningabæklingur þar sem hvatt er til eiturefnanotkunar út í náttúrunni. Það hafi líka komið í ljós í nýlegri evrópskri rannsókn, sem náði til átján landa, að það tiltekna eiturefni sem er mest notað sem illgresiseitur á Íslandi fannst í 10% til 90% tilvika í þvagi fólks í þessum átján löndum. „Þetta er einhver hlutur sem menn verða að skoða rækilega, ekki síst þar sem lúpínusvæði eru oft í kringum þéttbýli. Þetta getur borist í vatnið, þetta fer inn í fæðukeðjuna, mér finnst ekki rétt að gera þetta svona." Helgi mælir með hinni náttúrulegu aðferð vilji fólk losna við lúpínuna. „Ég mæli með hinni náttúrulegu aðferð. Grasafræðingar hafa bent á að hún virðist hörfa eftir þrjátíu til fimmtíu ár. Það er einfaldast að fólk sættist við þessa plöntu, að hún fái að skila sinni vinnu, hneigi sig síðan og fari," segir Helgi.
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira