Eiginmaðurinn leiddur grátandi út af lögreglu Hanna Ólafsdóttir skrifar 29. september 2014 08:45 vísir/stefán Vinir og nágrannar konunnar sem fannst látin á heimili sínu í Stelkshólum 4 á laugardag eru harmi slegnir. Eiginmaður konunnar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október, grunaður um að hafa verið valdur að dauða hennar. Talið er að konan hafi verið kyrkt. Maðurinn, sem er 28 ára gamall, neitar sök en ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hringdi maðurinn í vin sinn skömmu fyrir miðnætti á laugardag og sagði honum að kona sín væri látin. Bað hann vin sinn um að hringja á lögreglu og sjúkrabíl. Á heimilinu munu börn þeirra, 2 og 6 ára hafa verið sofandi. Í samtali við Fréttablaðið segir nágranni hjónanna að lögregla hafi komið laust eftir miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Í kjölfarið hafi eiginmaðurinn verið leiddur grátandi út í fylgd lögreglu. Börn hjónanna voru flutt af vettvangi í sjúkrabíl en þau eru nú vistuð á heimili á vegum barnaverndarnefndar þar sem engir nánir ættingjar þeirra búa hér á landi. Náinn vinur fjölskyldunnar hér á landi sagði í samtali við Fréttablaðið að hann og kona hans freisti þess nú að fá að vista börn hjónanna á heimili þeirra, en mikill samgangur hafi verið þeirra á milli. Hann bætti við að hann tryði varla að þessi hörmungaratburður hefði átt sér stað. Ekkert hafi bent til þess að hjónin ættu í vandræðum og að maðurinn sé ekki þekktur fyrir ofbeldi. Vinahópur konunnar hefur slegið saman fyrir flugmiða handa bróður hennar sem er væntanlegur til landsins í dag eða á morgun. Nágrannar hjónanna lýsa þeim sem rólegu og vinalegu fólki sem hafi lifað ósköp venjulegu fjölskyldulífi. Fólkið kynntist á Íslandi en fluttu bæði til Íslands frá Póllandi fyrir um sex árum. Þau höfðu búið í íbúðinni að Stelkshólum í um það bil ár. Konan, sem var 26 ára gömul, starfaði við ræstingar en maðurinn starfar við að leggja ljósleiðara. Tengdar fréttir Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38 Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54 „Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36 Lögreglan rannsakar mannslát Maður er í haldi lögreglu. 28. september 2014 11:09 Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Vinir og nágrannar konunnar sem fannst látin á heimili sínu í Stelkshólum 4 á laugardag eru harmi slegnir. Eiginmaður konunnar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október, grunaður um að hafa verið valdur að dauða hennar. Talið er að konan hafi verið kyrkt. Maðurinn, sem er 28 ára gamall, neitar sök en ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hringdi maðurinn í vin sinn skömmu fyrir miðnætti á laugardag og sagði honum að kona sín væri látin. Bað hann vin sinn um að hringja á lögreglu og sjúkrabíl. Á heimilinu munu börn þeirra, 2 og 6 ára hafa verið sofandi. Í samtali við Fréttablaðið segir nágranni hjónanna að lögregla hafi komið laust eftir miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Í kjölfarið hafi eiginmaðurinn verið leiddur grátandi út í fylgd lögreglu. Börn hjónanna voru flutt af vettvangi í sjúkrabíl en þau eru nú vistuð á heimili á vegum barnaverndarnefndar þar sem engir nánir ættingjar þeirra búa hér á landi. Náinn vinur fjölskyldunnar hér á landi sagði í samtali við Fréttablaðið að hann og kona hans freisti þess nú að fá að vista börn hjónanna á heimili þeirra, en mikill samgangur hafi verið þeirra á milli. Hann bætti við að hann tryði varla að þessi hörmungaratburður hefði átt sér stað. Ekkert hafi bent til þess að hjónin ættu í vandræðum og að maðurinn sé ekki þekktur fyrir ofbeldi. Vinahópur konunnar hefur slegið saman fyrir flugmiða handa bróður hennar sem er væntanlegur til landsins í dag eða á morgun. Nágrannar hjónanna lýsa þeim sem rólegu og vinalegu fólki sem hafi lifað ósköp venjulegu fjölskyldulífi. Fólkið kynntist á Íslandi en fluttu bæði til Íslands frá Póllandi fyrir um sex árum. Þau höfðu búið í íbúðinni að Stelkshólum í um það bil ár. Konan, sem var 26 ára gömul, starfaði við ræstingar en maðurinn starfar við að leggja ljósleiðara.
Tengdar fréttir Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38 Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54 „Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36 Lögreglan rannsakar mannslát Maður er í haldi lögreglu. 28. september 2014 11:09 Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38
Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54
„Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36
Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06