Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2015 07:00 Smábátaútgerðir verða kvótasettar í nýju frumvarpi og 7.500 tonnum dreift eftir ákveðnum leikreglum til báta sem stundað hafa makrílveiðar. Mynd/Óskar P. Friðriksson Útgerðarfélagi í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, alþingismanns Framsóknarflokksins, verður úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna nái nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga. Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Páll Jóhann, sem situr einnig í atvinnuveganefnd þingsins sem er með frumvarpið til meðferðar, telur sig ekki vanhæfan til að vinna að frumvarpinu þó eiginkona hans verði eigandi makrílkvóta verði frumvarpið af lögum.Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins„Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ segir Páll Jóhann. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn veiða á makríl í íslenskri lögsögu gerir ráð fyrir að 5 prósent heildarafla verði úthlutað til fiskiskipa sem hafa verið að veiðum á makríl með línu eða handfærum. Einnig segir í frumvarpinu að afli þeirra báta sem voru við veiðar á árunum 2009 til 2012 fái 43 prósent aukið vægi. Líklega má gera ráð fyrir að heildarkvóti smábáta verði 7.500 tonn.Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, harmar kvótasetningu smábáta á makríl og segir hana óheillaspor. „Að okkar mati er ekki ástæða til að kvótasetja smábáta með þessu. Það hefði verið nær lagi að veita þessar veiðar frjálsar upp að ákveðnu marki og leyfa öllum að spreyta sig,“ segir Örn.Örn Pálsson Formaður landssambands smábátaeigendaAð mati Arnar er einnig undarlegt að veiðar á árunum 2009-2012 hafi meira vægi en síðustu tvö ár. „Það sem okkur í samtökunum finnst undarlegt er af hverju þetta er sett svona upp og aukinheldur hver biður um það. Þetta kemur ekki frá okkur smábátaeigendum og leikur mér forvitni á að vita af hverju frumvarpið er svona.“ Athygli vekur að Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta.Einnig kemur reglan um að veiðar 2009-2012 hafi 43 prósent aukið vægi sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn, mest allra handfærabáta. Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Útgerðarfélagi í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, alþingismanns Framsóknarflokksins, verður úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna nái nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga. Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Páll Jóhann, sem situr einnig í atvinnuveganefnd þingsins sem er með frumvarpið til meðferðar, telur sig ekki vanhæfan til að vinna að frumvarpinu þó eiginkona hans verði eigandi makrílkvóta verði frumvarpið af lögum.Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins„Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ segir Páll Jóhann. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn veiða á makríl í íslenskri lögsögu gerir ráð fyrir að 5 prósent heildarafla verði úthlutað til fiskiskipa sem hafa verið að veiðum á makríl með línu eða handfærum. Einnig segir í frumvarpinu að afli þeirra báta sem voru við veiðar á árunum 2009 til 2012 fái 43 prósent aukið vægi. Líklega má gera ráð fyrir að heildarkvóti smábáta verði 7.500 tonn.Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, harmar kvótasetningu smábáta á makríl og segir hana óheillaspor. „Að okkar mati er ekki ástæða til að kvótasetja smábáta með þessu. Það hefði verið nær lagi að veita þessar veiðar frjálsar upp að ákveðnu marki og leyfa öllum að spreyta sig,“ segir Örn.Örn Pálsson Formaður landssambands smábátaeigendaAð mati Arnar er einnig undarlegt að veiðar á árunum 2009-2012 hafi meira vægi en síðustu tvö ár. „Það sem okkur í samtökunum finnst undarlegt er af hverju þetta er sett svona upp og aukinheldur hver biður um það. Þetta kemur ekki frá okkur smábátaeigendum og leikur mér forvitni á að vita af hverju frumvarpið er svona.“ Athygli vekur að Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta.Einnig kemur reglan um að veiðar 2009-2012 hafi 43 prósent aukið vægi sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn, mest allra handfærabáta.
Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira