Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Veiðigjöld eru mun lægri en arðurinn sem greiddur er til eigenda Arðgreiðslur HB Granda, kvótahæsta útgerðarfélags á Íslandi, til eigenda sinna vegna síðasta rekstrarárs voru um það bil tvöfalt hærri en félagið greiddi í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Í heild greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 1,3 milljarða króna í veiðigjald og sérstakt veiðigjald. Aftur á móti greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 17,2 milljónir evra, eða um 2,7 milljarða króna, í arð vegna síðasta rekstrarárs. Þá er miðað við gengi evrunnar eins og það var á lokadegi ársins. Arðgreiðslur Samherja Ísland og Síldarvinnslunnar til eigenda sinna eru jafnvel enn hærri í hlutfalli við veiðigjöld, en fyrrnefnda félagið er í 90 prósenta eigu Samherja hf. og síðarnefnda í 45 prósenta eigu þess sama félags. Samherji Ísland greiddi tæplega 892 milljónir króna í veiðigjöld en eigendur félagsins fengu greidda rúma tvo milljarða króna í arð. Síldarvinnslan greiddi aftur á móti tæplega 720 milljónir króna í veiðigjöld og rúma tvo milljarða í arð. Málið horfir öðruvísi við þegar horft er til félaganna Þorbjörns í Grindavík og FISK Seafood á Sauðárkróki. Þorbjörn greiddi engan arð en greiddi 365 milljónir króna í heildarveiðigjöld. FISK Seafood greiddi 333 milljónir króna í heildarveiðigjöld en 266 milljónir rúmar í arð. Samkvæmt lögum um veiðigjöld frá árinu 2012 er veiðigjald lagt á útgerðir með tvennum hætti. Annars vegar er almennt veiðigjald og hins vegar sérstakt veiðigjald. Almenna gjaldinu er ætlað að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu. Sérstaka veiðigjaldinu er ætlað að tryggja þjóðinni hlutdeild í þeim umframarði sem nýting takmarkaðrar auðlindar getur skapað. Sjávarútvegsfyrirtækin eru einu fyrirtæki á landinu sem greiða sérstakt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum. Að auki greiða fyrirtækin tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki. Í skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn sem kom út í gær segir að þegar opinber gjöld sjávarútvegsfélaga eru skoðuð í heild sést að þau námu í fyrra 28 milljörðum króna. Veiðigjaldið vó þar þyngst, nam um 9,7 milljörðum króna og skiptist þannig að 4,9 milljarðar voru almennt veiðigjald og 4,8 milljarðar sérstakt veiðigjald. Veiðigjöldin urðu í fyrsta sinn hærri en tekjuskatturinn á árinu 2010 og hafa verið það alla tíð síðan.Frá Vestmannaeyjum. Ísfélag Vestmannaeyjar greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin en er ellefta kvótahæsta fyrirtækiðVísir/Óskar FriðrikssonÍsfélagið greiddi fjórðu hæstu veiðigjöldinRöð kvótahæstu útgerðanna er sannarlega ekki hin sama og röð þeirra fyrirtækja sem greiða hæstu veiðigjöldin. Það félag sem greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin, á eftir HB Granda, Samherja og Síldarvinnslunni, er Ísfélag Vestmannaeyja. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum nam hagnaður Ísfélagsins í fyrra 3,3 milljörðum króna eftir skatt. Félagið gerir upp í Bandaríkjadölum og nam hagnaðurinn í þeirri mynt 26,44 milljónum. Fyrirtækið greiddi samtals 709 milljónir króna í veiðigjöld og sérstök veiðigjöld. Í ársreikningi fyrir árið 2013 eru ekki gefnar upp upplýsingar um arðgreiðslur í ár fyrir síðasta rekstrarár. Arðgreiðslur í fyrra fyrir árið 2012 voru 1,15 milljarðar. Ísfélagið er hins vegar ellefta fyrirtækið í röðinni yfir kvótahæstu fyrirtækin. Auk Ísfélagsins greiða Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, Skinney-Þinganes og Eskja hærri veiðigjöld en Þorbjörn og FISK-Seafood. Þá greiðir Brim einnig hærri veiðigjöld en FISK. Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Arðgreiðslur HB Granda, kvótahæsta útgerðarfélags á Íslandi, til eigenda sinna vegna síðasta rekstrarárs voru um það bil tvöfalt hærri en félagið greiddi í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Í heild greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 1,3 milljarða króna í veiðigjald og sérstakt veiðigjald. Aftur á móti greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 17,2 milljónir evra, eða um 2,7 milljarða króna, í arð vegna síðasta rekstrarárs. Þá er miðað við gengi evrunnar eins og það var á lokadegi ársins. Arðgreiðslur Samherja Ísland og Síldarvinnslunnar til eigenda sinna eru jafnvel enn hærri í hlutfalli við veiðigjöld, en fyrrnefnda félagið er í 90 prósenta eigu Samherja hf. og síðarnefnda í 45 prósenta eigu þess sama félags. Samherji Ísland greiddi tæplega 892 milljónir króna í veiðigjöld en eigendur félagsins fengu greidda rúma tvo milljarða króna í arð. Síldarvinnslan greiddi aftur á móti tæplega 720 milljónir króna í veiðigjöld og rúma tvo milljarða í arð. Málið horfir öðruvísi við þegar horft er til félaganna Þorbjörns í Grindavík og FISK Seafood á Sauðárkróki. Þorbjörn greiddi engan arð en greiddi 365 milljónir króna í heildarveiðigjöld. FISK Seafood greiddi 333 milljónir króna í heildarveiðigjöld en 266 milljónir rúmar í arð. Samkvæmt lögum um veiðigjöld frá árinu 2012 er veiðigjald lagt á útgerðir með tvennum hætti. Annars vegar er almennt veiðigjald og hins vegar sérstakt veiðigjald. Almenna gjaldinu er ætlað að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu. Sérstaka veiðigjaldinu er ætlað að tryggja þjóðinni hlutdeild í þeim umframarði sem nýting takmarkaðrar auðlindar getur skapað. Sjávarútvegsfyrirtækin eru einu fyrirtæki á landinu sem greiða sérstakt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum. Að auki greiða fyrirtækin tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki. Í skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn sem kom út í gær segir að þegar opinber gjöld sjávarútvegsfélaga eru skoðuð í heild sést að þau námu í fyrra 28 milljörðum króna. Veiðigjaldið vó þar þyngst, nam um 9,7 milljörðum króna og skiptist þannig að 4,9 milljarðar voru almennt veiðigjald og 4,8 milljarðar sérstakt veiðigjald. Veiðigjöldin urðu í fyrsta sinn hærri en tekjuskatturinn á árinu 2010 og hafa verið það alla tíð síðan.Frá Vestmannaeyjum. Ísfélag Vestmannaeyjar greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin en er ellefta kvótahæsta fyrirtækiðVísir/Óskar FriðrikssonÍsfélagið greiddi fjórðu hæstu veiðigjöldinRöð kvótahæstu útgerðanna er sannarlega ekki hin sama og röð þeirra fyrirtækja sem greiða hæstu veiðigjöldin. Það félag sem greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin, á eftir HB Granda, Samherja og Síldarvinnslunni, er Ísfélag Vestmannaeyja. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum nam hagnaður Ísfélagsins í fyrra 3,3 milljörðum króna eftir skatt. Félagið gerir upp í Bandaríkjadölum og nam hagnaðurinn í þeirri mynt 26,44 milljónum. Fyrirtækið greiddi samtals 709 milljónir króna í veiðigjöld og sérstök veiðigjöld. Í ársreikningi fyrir árið 2013 eru ekki gefnar upp upplýsingar um arðgreiðslur í ár fyrir síðasta rekstrarár. Arðgreiðslur í fyrra fyrir árið 2012 voru 1,15 milljarðar. Ísfélagið er hins vegar ellefta fyrirtækið í röðinni yfir kvótahæstu fyrirtækin. Auk Ísfélagsins greiða Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, Skinney-Þinganes og Eskja hærri veiðigjöld en Þorbjörn og FISK-Seafood. Þá greiðir Brim einnig hærri veiðigjöld en FISK.
Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira