Eigendur Art Medica tóku 265 milljónir í arð sæunn gísladóttir skrifar 16. desember 2015 07:00 Art Medica er eina stöðin sem sinnir tæknifrjóvgunum hér á landi. vísir/getty Fyrirtækið IVF Iceland, sem rekur Art Medica, einu stöðina sem sinnir tæknifrjóvgunum hér á landi, hagnaðist um 56,3 milljónir á síðasta ári. Hagnaðurinn dróst saman milli ára, en hann nam 82,8 milljónum árið 2013. Greiddur var út arður upp á 265 milljónir króna árið 2014, samanborið við 44 milljónir árið 2013. Eignir námu 120 milljónum króna í árslok 2014, samanborið við 304,8 milljónir árið 2013. Rekstrartekjur á árinu 2014 námu 60,4 milljónum króna, og lækkuðu um 33 milljónir króna milli ára. Skuldir í árslok námu 57 milljónum króna, samanborið við 33 milljónir króna árið 2013. Eigið fé nam tæpum 63 milljónum króna, samanborið við 271,7 milljónir króna í árslok 2013. Hlutafé félagsins í árslok nam 6,6 milljónum króna. Hluthafar voru tveir í árslok 2014, þeir Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson. Gjaldskrárhækkanir urðu hjá fyrirtækinu í september síðastliðnum. Þá hækkaði glasameðferð um 37 þúsund krónur, úr 376 þúsund krónum í 413 þúsund krónur. Greint var frá því að mikil óánægja væri með hækkanirnar. Valborg Rut Geirsdóttir ritaði pistil þar sem hún gagnrýndi hækkanirnar. Hún benti á að Art Medica væri eina fyrirtæki sinnar tegundar á landinu og gæti því fólk ekki leitað annað nema þá erlendis. Í pistlinum sagðist hún vita af mörgum sem ekki hefðu efni á því að eignast börn þar sem læknisaðstoðin kostaði allt of mikið. Valborg gagnrýndi að hækkanirnar væru að eiga sér stað í ljósi þess að samkvæmt ársreikningi frá árinu 2013 ætti fyrirtækið 271 milljón króna í eigið fé og að eigendurnir tveir greiddu sér 44 milljóna króna í arð það ár. Greint var frá því í síðustu viku að sænska fyrirtækið IVF Sverige hafi keypt Art Medica og muni leggja niður starfsemina og opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík í febrúar á næsta ári. Ný deild sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. Tengdar fréttir Svíar í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. 3. desember 2015 16:08 Gagnrýnir gjaldskrárhækkanir Art Medica Síðustu mánuði hefur Valborg unnið að því að eignast barn en hún segist safna hverri einustu krónu til að eiga fyrir glasameðferð. 11. september 2015 21:41 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Fyrirtækið IVF Iceland, sem rekur Art Medica, einu stöðina sem sinnir tæknifrjóvgunum hér á landi, hagnaðist um 56,3 milljónir á síðasta ári. Hagnaðurinn dróst saman milli ára, en hann nam 82,8 milljónum árið 2013. Greiddur var út arður upp á 265 milljónir króna árið 2014, samanborið við 44 milljónir árið 2013. Eignir námu 120 milljónum króna í árslok 2014, samanborið við 304,8 milljónir árið 2013. Rekstrartekjur á árinu 2014 námu 60,4 milljónum króna, og lækkuðu um 33 milljónir króna milli ára. Skuldir í árslok námu 57 milljónum króna, samanborið við 33 milljónir króna árið 2013. Eigið fé nam tæpum 63 milljónum króna, samanborið við 271,7 milljónir króna í árslok 2013. Hlutafé félagsins í árslok nam 6,6 milljónum króna. Hluthafar voru tveir í árslok 2014, þeir Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson. Gjaldskrárhækkanir urðu hjá fyrirtækinu í september síðastliðnum. Þá hækkaði glasameðferð um 37 þúsund krónur, úr 376 þúsund krónum í 413 þúsund krónur. Greint var frá því að mikil óánægja væri með hækkanirnar. Valborg Rut Geirsdóttir ritaði pistil þar sem hún gagnrýndi hækkanirnar. Hún benti á að Art Medica væri eina fyrirtæki sinnar tegundar á landinu og gæti því fólk ekki leitað annað nema þá erlendis. Í pistlinum sagðist hún vita af mörgum sem ekki hefðu efni á því að eignast börn þar sem læknisaðstoðin kostaði allt of mikið. Valborg gagnrýndi að hækkanirnar væru að eiga sér stað í ljósi þess að samkvæmt ársreikningi frá árinu 2013 ætti fyrirtækið 271 milljón króna í eigið fé og að eigendurnir tveir greiddu sér 44 milljóna króna í arð það ár. Greint var frá því í síðustu viku að sænska fyrirtækið IVF Sverige hafi keypt Art Medica og muni leggja niður starfsemina og opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík í febrúar á næsta ári. Ný deild sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing.
Tengdar fréttir Svíar í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. 3. desember 2015 16:08 Gagnrýnir gjaldskrárhækkanir Art Medica Síðustu mánuði hefur Valborg unnið að því að eignast barn en hún segist safna hverri einustu krónu til að eiga fyrir glasameðferð. 11. september 2015 21:41 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Svíar í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. 3. desember 2015 16:08
Gagnrýnir gjaldskrárhækkanir Art Medica Síðustu mánuði hefur Valborg unnið að því að eignast barn en hún segist safna hverri einustu krónu til að eiga fyrir glasameðferð. 11. september 2015 21:41