Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2017 07:00 Aðstæður við leitina voru erfiðar. Bæði vegna veðurs og myrkurs. Mynd/Kristinn Ólafsson „Það er ýmislegt fært í stílinn hjá þeim og sumt sem er alls ekki rétt farið með,“ segir Herbert Hauksson, vettvangsstjóri og einn eigenda Mountaineers of Iceland, um frásögn Wilson-hjónanna í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Hjónin urðu viðskila við hóp sinn í vélsleðaferð á vegum Mountaineers við Langjökul á fimmtudag. Ferðin var farin þrátt fyrir stormviðvörun en leiðsögumenn mátu veðrið ekki til fyrirstöðu. Veður segir Herbert að hafi verið ágætt þar til komið var að tíu mínútna ljósmyndastoppi kílómetra norðan við Skálpanesskála. Þá hafi skollið á óveður og því ekki farið upp í jökulinn.Lítið skyggni var við jökulinn.Mynd/Kristinn Ólafsson„Síðan gerist það þegar veðrið skellur á að Wilson-hjónin verða viðskila við hópinn. Það er vegna þess að hann rekur sig í neyðarádreparann á sleðanum. Hann virðist ekki átta sig á því hvað hefur gerst. Það tekur hann um það bil hálftíma að finna útúr því að hann hafi rekið sig í takkann,“ segir Herbert. Í millitíðinni hafi leiðsögumennirnir áttað sig á því að einn sleðann vantaði í hópinn. Þá hafi verið hringt á neyðarlínuna og björgunarsveitina á Flúðum og beðið um aðstoð. Jafnframt hafi tíu vanir leiðsögumenn Mountaineers, auk þriggja frá samkeppnisaðila, hafið leit. Herbert lýsir því að ökumaðurinn, David Wilson, hafi komist að því hvernig ætti að koma sleðanum í gang eftir hálftíma. „Þvert á reglurnar, sem hann viðurkenndi að honum hefðu verið kynntar í upphafi ferðar, byrjar hann að keyra. Án þess að vera með nokkuð staðsetningartæki. Hann keyrir kílómetraleið og lendir ofan í kvos. Þar lendir hann á svellbunka þannig sleðinn missir grip og festist þar. Það dugar til þess að við getum ekki fundið hann þar sem hann er kominn langt út fyrir leiðina.“Á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni.Mynd/kristinn ólafsson„Það var annað sem olli okkur verulegum vandræðum. Það er að þau drepa á sleðanum til þess að spara rafmagn. Þau drepa á honum um sexleytið og setja hann ekki í gang fyrr en átta um kvöldið,“ segir Herbert. Þar af leiðir hafi leitarmenn ekki séð ljós á sleðanum. Herbert segir að líklegast hefðu ljósin sést ef kveikt hefði verið á þeim. „Þannig hann eiginlega eyðileggur gífurlega mikið fyrir sjálfum sér.“ Wilson-hjónin sögðust í gær vilja að fyrirtækinu yrði lokað. Herbert segist skilja reiði þeirra, enda ekkert grín að þurfa að bíða í langan tíma í kuldanum. „Auðvitað verður maður reiður að þurfa að bíða svona lengi. En ég er líka verulega reiður á hinum endanum með að þau skuli ekki hafa farið eftir fyrirmælum. Þau fóru að reyna að finna sína eigin leið sem var algjörlega dauðadæmt frá upphafi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erfiðar aðstæður við leit á Langjökli í gær 160 björgunarsveitarmenn leituðu tveggja ferðamanna sem höfðu týnst í vélsleðaferð. 6. janúar 2017 11:02 Hvers og eins að meta aðstæður hverju sinni Tveggja ferðamanna var leitað við Langjökul í gær eftir vélsleðaferð. Varað hafði verið við stormi áður en haldið var af stað. Framkvæmdastjóri SAF segir hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður. Ferðamennirnir fundust seint í g 6. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Segja leiðsögumenn hafa metið aðstæður á Langjökli ágætar Tveir ferðamenn urðu viðskila við hópsinn á Langjökli þegar ákveðið var að snúa við vegna veðurs. 6. janúar 2017 08:11 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
„Það er ýmislegt fært í stílinn hjá þeim og sumt sem er alls ekki rétt farið með,“ segir Herbert Hauksson, vettvangsstjóri og einn eigenda Mountaineers of Iceland, um frásögn Wilson-hjónanna í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Hjónin urðu viðskila við hóp sinn í vélsleðaferð á vegum Mountaineers við Langjökul á fimmtudag. Ferðin var farin þrátt fyrir stormviðvörun en leiðsögumenn mátu veðrið ekki til fyrirstöðu. Veður segir Herbert að hafi verið ágætt þar til komið var að tíu mínútna ljósmyndastoppi kílómetra norðan við Skálpanesskála. Þá hafi skollið á óveður og því ekki farið upp í jökulinn.Lítið skyggni var við jökulinn.Mynd/Kristinn Ólafsson„Síðan gerist það þegar veðrið skellur á að Wilson-hjónin verða viðskila við hópinn. Það er vegna þess að hann rekur sig í neyðarádreparann á sleðanum. Hann virðist ekki átta sig á því hvað hefur gerst. Það tekur hann um það bil hálftíma að finna útúr því að hann hafi rekið sig í takkann,“ segir Herbert. Í millitíðinni hafi leiðsögumennirnir áttað sig á því að einn sleðann vantaði í hópinn. Þá hafi verið hringt á neyðarlínuna og björgunarsveitina á Flúðum og beðið um aðstoð. Jafnframt hafi tíu vanir leiðsögumenn Mountaineers, auk þriggja frá samkeppnisaðila, hafið leit. Herbert lýsir því að ökumaðurinn, David Wilson, hafi komist að því hvernig ætti að koma sleðanum í gang eftir hálftíma. „Þvert á reglurnar, sem hann viðurkenndi að honum hefðu verið kynntar í upphafi ferðar, byrjar hann að keyra. Án þess að vera með nokkuð staðsetningartæki. Hann keyrir kílómetraleið og lendir ofan í kvos. Þar lendir hann á svellbunka þannig sleðinn missir grip og festist þar. Það dugar til þess að við getum ekki fundið hann þar sem hann er kominn langt út fyrir leiðina.“Á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni.Mynd/kristinn ólafsson„Það var annað sem olli okkur verulegum vandræðum. Það er að þau drepa á sleðanum til þess að spara rafmagn. Þau drepa á honum um sexleytið og setja hann ekki í gang fyrr en átta um kvöldið,“ segir Herbert. Þar af leiðir hafi leitarmenn ekki séð ljós á sleðanum. Herbert segir að líklegast hefðu ljósin sést ef kveikt hefði verið á þeim. „Þannig hann eiginlega eyðileggur gífurlega mikið fyrir sjálfum sér.“ Wilson-hjónin sögðust í gær vilja að fyrirtækinu yrði lokað. Herbert segist skilja reiði þeirra, enda ekkert grín að þurfa að bíða í langan tíma í kuldanum. „Auðvitað verður maður reiður að þurfa að bíða svona lengi. En ég er líka verulega reiður á hinum endanum með að þau skuli ekki hafa farið eftir fyrirmælum. Þau fóru að reyna að finna sína eigin leið sem var algjörlega dauðadæmt frá upphafi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erfiðar aðstæður við leit á Langjökli í gær 160 björgunarsveitarmenn leituðu tveggja ferðamanna sem höfðu týnst í vélsleðaferð. 6. janúar 2017 11:02 Hvers og eins að meta aðstæður hverju sinni Tveggja ferðamanna var leitað við Langjökul í gær eftir vélsleðaferð. Varað hafði verið við stormi áður en haldið var af stað. Framkvæmdastjóri SAF segir hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður. Ferðamennirnir fundust seint í g 6. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Segja leiðsögumenn hafa metið aðstæður á Langjökli ágætar Tveir ferðamenn urðu viðskila við hópsinn á Langjökli þegar ákveðið var að snúa við vegna veðurs. 6. janúar 2017 08:11 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Erfiðar aðstæður við leit á Langjökli í gær 160 björgunarsveitarmenn leituðu tveggja ferðamanna sem höfðu týnst í vélsleðaferð. 6. janúar 2017 11:02
Hvers og eins að meta aðstæður hverju sinni Tveggja ferðamanna var leitað við Langjökul í gær eftir vélsleðaferð. Varað hafði verið við stormi áður en haldið var af stað. Framkvæmdastjóri SAF segir hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður. Ferðamennirnir fundust seint í g 6. janúar 2017 07:00
Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01
Segja leiðsögumenn hafa metið aðstæður á Langjökli ágætar Tveir ferðamenn urðu viðskila við hópsinn á Langjökli þegar ákveðið var að snúa við vegna veðurs. 6. janúar 2017 08:11