Enski boltinn

Eiður fljótari en Pedro að skora

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eiður Smári skoraði eftir 27 sekúndur
Eiður Smári skoraði eftir 27 sekúndur
Nú stendur yfir leikur Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Staðan er 2-0 og skoraði Chelsea fyrsta mark leiksins eftir aðeins 29 sekúndna leik.

Þar var að verki Spánverjinn Pedro og hefur Chelsea ekki skorað mark eftir svona stuttan tíma síðan að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Chelsea eftir 27 sekúndur gegn Arsenal árið 2004.

Þetta kemur fram á Twitter-síðunni Gracenote Live en Eiður lék með Chelsea ár árunum 2000-2006 og skoraði hann 54 mörk fyrir félagið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×