Innlent

Egill Skallagrímsson hefði orðið framsóknarbóndi á Alþingi

Óttar Guðmundsson.
Óttar Guðmundsson.
„Egill er mjög klikkaður. Hann er með margar greiningar, hann er mikið illmenni, jaðrar við að vera siðblindur í samskiptum. Hann er með alvarlega geðhvarfasýki og sveiflast þannig upp og niður í geðrofi. Hann er alkahólisti og í æsku var hann með mótþróaröskun," segir Óttar Guðmundsson geðlæknir þegar hann lýsir Agli Skallagrímssyni en Óttar hefur skrifað bók um hetjur Íslendingasagnanna þar sem hann dregur þær inn á skrifstofu til sín og greinir út frá geðlækningum.

Og það er ljóst að Egill er snarklikkaður náungi. Það sem Óttar gerir ennfremur í bók sinni, Hetju og hugarvíl, er að hann reynir að sjá fyrir sér hvernig víkingunum hefði reitt af í nútímasamfélagi.

Þannig spáir hann um gengi Egils í okkar samfélagi: „Egill er óútreiknanlegur. Hann var mikill snillingur orðsins og andans og hann hefði þess vegna getað lent í glæpum. Eða hann hefði getað orðið dæmigerður framsóknarbóndi og stundað þar grimma eiginhagsmunahyggju, en hann hugsaði alltaf fyrst og fremst um sig sjálfan."

Óttar bætir reyndar við að Egill sé ein af þeim hetjum sem gæti einfaldlega unnið Nóbelsverðlaunin í brjálsemi sinni.

Það var Reykjavík síðdegis sem ræddi við Óttar en hægt er að hlusta á bráðskemmtilegt viðtal við geðlækninn hér, þar sem hann ræðir einnig um eitthvert óhamingjusamasta hjónaband Íslendingasagnanna, sem er hjónaband Gunnars á Hlíðarenda og Hallgerðar Langbrókar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×