Viðskipti innlent

Eggert Skúla og Guðný taka við rekstri Frú Laugu

Haraldur Guðmundsson skrifar
Eggert Skúlason og Guðný Hönnudóttir með svunturnar í Frú Laugu.
Eggert Skúlason og Guðný Hönnudóttir með svunturnar í Frú Laugu. Samsett/Eggert Skúlason
Hjónin Eggert Skúlason, fyrrverandi ritstjóri DV, og Guðný Önnudóttir, nýr veitingastjóri Frú Laugu, hafa tekið við rekstri bændamarkaðarins við Laugalæk og kaffihúss Frú Laugu í Listasafni Reykjavíkur. Frá þessu greindi Eggert, sem er nýr rekstrarstjóri Frú Laugu, í Facebook-færslu í gær.

„Við erum að taka við mjög sterku vörumerki sem hefur sérhæft sig í lífrænni vöru, mikið grænmeti og ávextir, beint frá býli hugsunin, og við ætlum að vanda okkur við að halda því áfram,“ segir Eggert í samtali við Vísi.

„Við stefnum að því að gera þessa fallegu verslun enn fallegri og vera trú þeim markmiðum sem hér hafa verið í öndvegi. Lífrænt og fallegt,“ segir Eggert. 

Arnar Bjarnason og Rakel Halldórsdóttir stofnuðu frú Laugu við Laugalæk og opnuðu verslunina sumarið 2009. Þau hafa nú sagt skilið við reksturinn tímabundið en kaffihús frú Laugu í Listasafni Reykjavíkur opnaði í júlí í fyrra. Þá var þriðja verslunin rekin um tíma við Óðinsgötu 1 í Reykjavík og síðar í kjallara Óðinsgötu 8b þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, býr ásamt fjölskyldu sinni. Fyrirtækið er nú alfarið í eigu hjónanna Bjargar Bergsveinsdóttur og Eggerts Þórs Dagbjartssonar. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×