Ég spyr þig Illugi! Ólafur Haukur Johnson skrifar 7. júní 2016 07:00 Opið bréf til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins er sumum ráðherrum flokksins mikil áþján. Það er áhyggjuefni að slíkir einstaklingar hafi valist til forystu. Oft heyrist sagt að þátttaka í stjórnmálum sé vandasöm. Það er rangt. Allir langlífir og farsælir stjórnmálamenn eiga eitt sameiginlegt. Þeir fylgja samviskusamlega stefnu- og hugsjónarmálum flokksins síns. Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir m.a. að flokknum sé ætlað: „Að vinna ... að þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis ...“ og í landsfundarályktun 2015 segir m.a.: „Tryggja ber ... fjölbreytt rekstrarform skóla og tekið verði tillit til ólíkra þarfa nemenda.“ Stefnan er því skýr sem þér er ætlað að vinna eftir Illugi. Í upphafi kjörtímabilsins, í september 2013, hitti ég þig á fundi. Þá fórst þú mörgum orðum um ódrengilega framkomu Katrínar Jakobsdóttur gagnvart skólanum. Þar hafi verið unnið gott starf og vinda yrði ofan af rangindum fyrri ríkisstjórnar. Síðan lofaðir þú að styðja það að gerður yrði nýr þjónustusamningur við Hraðbraut svo skólinn tæki til starfa haustið 2014. Málið velktist síðan hjá þér lengi og þú lést ekki ná í þig þrátt fyrir óteljandi tilraunir. Síðan sveikst þú öll fallegu loforðin þín. Í janúar 2015 hittumst við á fundi. Þá lofaðir þú að gert yrði mat á fjárhagslegri hagkvæmni þess fyrir ríkið að gera þjónustusamning við Hraðbraut. Það leist mér vel á enda enginn skóli í landinu sem nálgast það að ná þeirri fjárhaglegu hagkvæmni fyrir ríkið sem tveggja ára nám í Hraðbraut býður. Þegar svar þitt barst kom í ljós að allt var svikið að nýju og engir útreikningar höfðu verið gerðir á fjárhagslegri hagkvæmni Hraðbrautar. Í það minnsta lagðir þú ekki í að birta þá. Í febrúar á þessu ári hittumst við enn á fundi. Þá lofaðir þú mér því að gera þjónustusamning við Hraðbraut ef við gætum fengið stuðning Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við málið. Sá stuðningur hefur legið fyrir í nokkurn tíma en ekkert heyrist í þér vegna málsins og engin leið er að ná sambandi við þig. Nú spyr ég þig Illugi Gunnarsson: Ætlar þú að standa við loforð þitt um að gera þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut svo hann geti tekið til starfa í haust? Hefur þú kjark til að fylgja grunngildum og stefnu Sjálfstæðisflokksins?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins er sumum ráðherrum flokksins mikil áþján. Það er áhyggjuefni að slíkir einstaklingar hafi valist til forystu. Oft heyrist sagt að þátttaka í stjórnmálum sé vandasöm. Það er rangt. Allir langlífir og farsælir stjórnmálamenn eiga eitt sameiginlegt. Þeir fylgja samviskusamlega stefnu- og hugsjónarmálum flokksins síns. Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir m.a. að flokknum sé ætlað: „Að vinna ... að þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis ...“ og í landsfundarályktun 2015 segir m.a.: „Tryggja ber ... fjölbreytt rekstrarform skóla og tekið verði tillit til ólíkra þarfa nemenda.“ Stefnan er því skýr sem þér er ætlað að vinna eftir Illugi. Í upphafi kjörtímabilsins, í september 2013, hitti ég þig á fundi. Þá fórst þú mörgum orðum um ódrengilega framkomu Katrínar Jakobsdóttur gagnvart skólanum. Þar hafi verið unnið gott starf og vinda yrði ofan af rangindum fyrri ríkisstjórnar. Síðan lofaðir þú að styðja það að gerður yrði nýr þjónustusamningur við Hraðbraut svo skólinn tæki til starfa haustið 2014. Málið velktist síðan hjá þér lengi og þú lést ekki ná í þig þrátt fyrir óteljandi tilraunir. Síðan sveikst þú öll fallegu loforðin þín. Í janúar 2015 hittumst við á fundi. Þá lofaðir þú að gert yrði mat á fjárhagslegri hagkvæmni þess fyrir ríkið að gera þjónustusamning við Hraðbraut. Það leist mér vel á enda enginn skóli í landinu sem nálgast það að ná þeirri fjárhaglegu hagkvæmni fyrir ríkið sem tveggja ára nám í Hraðbraut býður. Þegar svar þitt barst kom í ljós að allt var svikið að nýju og engir útreikningar höfðu verið gerðir á fjárhagslegri hagkvæmni Hraðbrautar. Í það minnsta lagðir þú ekki í að birta þá. Í febrúar á þessu ári hittumst við enn á fundi. Þá lofaðir þú mér því að gera þjónustusamning við Hraðbraut ef við gætum fengið stuðning Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við málið. Sá stuðningur hefur legið fyrir í nokkurn tíma en ekkert heyrist í þér vegna málsins og engin leið er að ná sambandi við þig. Nú spyr ég þig Illugi Gunnarsson: Ætlar þú að standa við loforð þitt um að gera þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut svo hann geti tekið til starfa í haust? Hefur þú kjark til að fylgja grunngildum og stefnu Sjálfstæðisflokksins?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun