Ég er líka brjáluð! Margrét María Sigurðardóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Ég vil byrja á því að þakka öllu því flotta unga fólki sem hefur stigið fram á undanförnum dögum til þess að vekja athygli á fordómum og úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna hér á landi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á besta mögulega heilsufari sem hægt er að tryggja. Auk þess er skylt að tryggja börnum þroskavænleg skilyrði, þannig að þau nái sem bestum andlegum, líkamlegum og félagslegum þroska. Ljóst er að þessi réttindi eru ekki tryggð hér á landi, en í dag þurfa börn með hegðunar- og geðraskanir oftar en ekki að bíða í marga mánuði eða jafnvel ár eftir greiningu og þjónustu við hæfi. Þetta er langur tími í lífi barns og ef barn fær ekki þjónustu við hæfi án tafar getur það haft alvarleg og varanleg áhrif á þroska þess og heilsu til framtíðar. Íslenska ríkið brýtur á mannréttindum barnaUmboðsmaður barna hefur ítrekað bent á að íslenska ríkið sé að brjóta alvarlega á mannréttindum barna að þessu leyti, en því miður hefur það haft takmörkuð áhrif. Ég er því óendanlega þakklát að sjá ungt fólk nýta rétt sinn til þess að tjá sig og vekja athygli á því að staða þessara mála hér á landi sé óásættanleg. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot, en með því er ætlunin að varpa ljósi á alvarleika málsins og skora á yfirvöld að bregðast við. Þau hafa notað myllumerkið #viðerumbrjáluð sem er að mínu mati vel við hæfi. Ég vil því nota tækifærið til þess að segja að ég er líka brjáluð! Brjáluð yfir því að börnum sé ekki tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, Alþingi og aðra opinbera aðila að hlusta á börn og ungmenni og bregðast við þessum vanda sem fyrst. Ég tek undir með ungmennaráði UNICEF á Íslandi: Börn eiga ekki heima á biðlistum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka öllu því flotta unga fólki sem hefur stigið fram á undanförnum dögum til þess að vekja athygli á fordómum og úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna hér á landi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á besta mögulega heilsufari sem hægt er að tryggja. Auk þess er skylt að tryggja börnum þroskavænleg skilyrði, þannig að þau nái sem bestum andlegum, líkamlegum og félagslegum þroska. Ljóst er að þessi réttindi eru ekki tryggð hér á landi, en í dag þurfa börn með hegðunar- og geðraskanir oftar en ekki að bíða í marga mánuði eða jafnvel ár eftir greiningu og þjónustu við hæfi. Þetta er langur tími í lífi barns og ef barn fær ekki þjónustu við hæfi án tafar getur það haft alvarleg og varanleg áhrif á þroska þess og heilsu til framtíðar. Íslenska ríkið brýtur á mannréttindum barnaUmboðsmaður barna hefur ítrekað bent á að íslenska ríkið sé að brjóta alvarlega á mannréttindum barna að þessu leyti, en því miður hefur það haft takmörkuð áhrif. Ég er því óendanlega þakklát að sjá ungt fólk nýta rétt sinn til þess að tjá sig og vekja athygli á því að staða þessara mála hér á landi sé óásættanleg. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot, en með því er ætlunin að varpa ljósi á alvarleika málsins og skora á yfirvöld að bregðast við. Þau hafa notað myllumerkið #viðerumbrjáluð sem er að mínu mati vel við hæfi. Ég vil því nota tækifærið til þess að segja að ég er líka brjáluð! Brjáluð yfir því að börnum sé ekki tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, Alþingi og aðra opinbera aðila að hlusta á börn og ungmenni og bregðast við þessum vanda sem fyrst. Ég tek undir með ungmennaráði UNICEF á Íslandi: Börn eiga ekki heima á biðlistum!
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar