Ég er líka brjáluð! Margrét María Sigurðardóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Ég vil byrja á því að þakka öllu því flotta unga fólki sem hefur stigið fram á undanförnum dögum til þess að vekja athygli á fordómum og úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna hér á landi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á besta mögulega heilsufari sem hægt er að tryggja. Auk þess er skylt að tryggja börnum þroskavænleg skilyrði, þannig að þau nái sem bestum andlegum, líkamlegum og félagslegum þroska. Ljóst er að þessi réttindi eru ekki tryggð hér á landi, en í dag þurfa börn með hegðunar- og geðraskanir oftar en ekki að bíða í marga mánuði eða jafnvel ár eftir greiningu og þjónustu við hæfi. Þetta er langur tími í lífi barns og ef barn fær ekki þjónustu við hæfi án tafar getur það haft alvarleg og varanleg áhrif á þroska þess og heilsu til framtíðar. Íslenska ríkið brýtur á mannréttindum barnaUmboðsmaður barna hefur ítrekað bent á að íslenska ríkið sé að brjóta alvarlega á mannréttindum barna að þessu leyti, en því miður hefur það haft takmörkuð áhrif. Ég er því óendanlega þakklát að sjá ungt fólk nýta rétt sinn til þess að tjá sig og vekja athygli á því að staða þessara mála hér á landi sé óásættanleg. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot, en með því er ætlunin að varpa ljósi á alvarleika málsins og skora á yfirvöld að bregðast við. Þau hafa notað myllumerkið #viðerumbrjáluð sem er að mínu mati vel við hæfi. Ég vil því nota tækifærið til þess að segja að ég er líka brjáluð! Brjáluð yfir því að börnum sé ekki tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, Alþingi og aðra opinbera aðila að hlusta á börn og ungmenni og bregðast við þessum vanda sem fyrst. Ég tek undir með ungmennaráði UNICEF á Íslandi: Börn eiga ekki heima á biðlistum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka öllu því flotta unga fólki sem hefur stigið fram á undanförnum dögum til þess að vekja athygli á fordómum og úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna hér á landi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á besta mögulega heilsufari sem hægt er að tryggja. Auk þess er skylt að tryggja börnum þroskavænleg skilyrði, þannig að þau nái sem bestum andlegum, líkamlegum og félagslegum þroska. Ljóst er að þessi réttindi eru ekki tryggð hér á landi, en í dag þurfa börn með hegðunar- og geðraskanir oftar en ekki að bíða í marga mánuði eða jafnvel ár eftir greiningu og þjónustu við hæfi. Þetta er langur tími í lífi barns og ef barn fær ekki þjónustu við hæfi án tafar getur það haft alvarleg og varanleg áhrif á þroska þess og heilsu til framtíðar. Íslenska ríkið brýtur á mannréttindum barnaUmboðsmaður barna hefur ítrekað bent á að íslenska ríkið sé að brjóta alvarlega á mannréttindum barna að þessu leyti, en því miður hefur það haft takmörkuð áhrif. Ég er því óendanlega þakklát að sjá ungt fólk nýta rétt sinn til þess að tjá sig og vekja athygli á því að staða þessara mála hér á landi sé óásættanleg. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot, en með því er ætlunin að varpa ljósi á alvarleika málsins og skora á yfirvöld að bregðast við. Þau hafa notað myllumerkið #viðerumbrjáluð sem er að mínu mati vel við hæfi. Ég vil því nota tækifærið til þess að segja að ég er líka brjáluð! Brjáluð yfir því að börnum sé ekki tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, Alþingi og aðra opinbera aðila að hlusta á börn og ungmenni og bregðast við þessum vanda sem fyrst. Ég tek undir með ungmennaráði UNICEF á Íslandi: Börn eiga ekki heima á biðlistum!
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun