Ég á erindi í landsliðið Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júní 2013 06:00 Gunnar Steinn fór til Frakklands til að eiga möguleika á því að komast í íslenska landsliðið. Leikmaðurinn hefur ekki lagt árar í bát og vill meina að hann eigi skilið tækifæri. Lífið leikur við fjölskylduna í Frakklandi, þau Gunnar Stein, Elísabetu Gunnarsdóttur og Ölbu Mist dóttur þeirra. Fréttablaðið/Vilhelm Gunnar Steinn Jónsson hefur verið að gera það gott með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik undanfarið ár og líkar dvölin í Frakklandi vel. Leikmaðurinn fær ekki tækifærið í landsliðinu þrátt fyrir að spila með sterku liði í einni stærstu deild í heimi. „Mér fór að ganga vel þegar leið á tímabilið hér úti í Frakklandi,“ segir Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Nantes. Það kom honum á óvart hversu stór hluti tungumálið er af íþróttinni en það reyndist honum erfitt að sinna sínu hlutverki sem leikstjórnandi með engin tök á frönsku. „Það var nokkuð erfitt að flytja sig yfir til Frakklands þar sem allir tala bara frönsku. Fyrir mig sem leikstjórnanda var það sérstaklega strembið þegar maður átti að eiga í samskiptum við liðsfélaga sína inni á vellinum. Ég fór strax í frönskukennslu tvisvar í viku og þegar tungumálið var komið vel á veg fór boltinn að rúlla betur fyrir mig sem leikmann.“ Atvinnumannaferill Gunnars hófst fyrir fjórum árum þegar leikmaðurinn fór til sænska félagsins HK Drott. „Það gekk rosalega vel hjá mér í Svíþjóð og strax á fyrsta ári komst liðið alla leið í úrslit. Fyrsta tímabilið var mikið ævintýri fyrir mig persónulega og gaf mér mikið sjálfstraust upp á framhaldið að gera. Ég bætti mig gríðarlega mikið í Svíþjóð og var orðinn lykilmaður í liðinu þegar leið á. Þar lék ég sextíu mínútur í hverjum leik og var með stórt hlutverk.“Förinni heitið til Frakklands „Fyrir síðasta tímabil ákvað ég að færa mig um set og prófa nýja hluti. Deildin í Frakklandi er allt öðruvísi og í raun allt önnur íþrótt. Það er hægt að bæta við tuttugu kílóum á hvern varnarmann í frönsku deildinni samanborið við sænsku deildina og maður þurfti að aðlagast því. Það er mun meiri harka í frönsku deildinni og kannski minna um hraða og tækni. Ég varð að fara sjálfur í lyftingasalinn og bæta vel á mig þegar ég kom í frönsku deildina.“ Hann segir að tímabilið hjá Nantes hafi verið fremur súrsætt. „Við töpuðum lokaleiknum, sem kostaði okkur fjórða sætið og þar af leiðandi Evrópusæti. Við höfnuðum því í því fimmta, sem mun reyndar mögulega gefa okkur Evrópusæti eftir allt saman, en franska deildin er að verða gríðarlega sterk. Liðið komst í úrslit í franska bikarnum og í Evrópukeppninni en þeir leikir töpuðust báðir. Við vorum í raun einu skrefi frá öllu. Þetta er mjög ungt lið og allir í kringum það voru sáttir við okkar frammistöðu á tímabilinu en félagið hefur aldrei unnið titil og er nýkomið upp í efstu deild. Það varð algjör sprengja í þessari deild rétt eftir að ég kom til Nantes og í dag er franska deildin að verða sú allra heitasta. Ég var í raun mjög heppinn þar sem ég gekk í raðir félagsins rétt áður en stórir fjárfestar fóru að dæla peningum í nokkur lið í deildinni. Núna virðast allir vilja koma til Frakklands og að mínu mati er þetta eina deildin sem er á mikilli uppleið í Evrópu í dag.“Spurður tíu sinnum á dag Gunnar Steinn var staddur hér á landi í fríi á dögunum og barst talið oft að íslenska landsliðinu. „Ég er líklega spurður, af vinum og vandamönnum, svona tíu sinnum á dag út í íslenska landsliðið og af hverju ég er ekki valinn. Íslenska landsliðið hefur sennilega verið með sitt allra besta lið sögunnar undanfarin ár og það er ekki gefið að maður gangi bara inn í það. Mér finnst aftur á móti frekar asnalegt að ég hafi aldrei fengið tækifæri til þess að æfa með liðinu eða vera hluti af einhverjum æfingahópi. Ég er að spila í kringum heimsklassaleikmenn allt árið um kring og stend mig nokkuð vel. Því tel ég mig eiga fullt erindi í landsliðið. Nánast allir liðsfélagar mínir eru alltaf kallaðir í landsliðsverkefni og þá æfi ég bara einn hjá liðinu út í Frakklandi, sem er nokkuð spaugilegt. Markmiðið með því að færa sig til Frakklands var kannski fyrst og fremst að eiga meiri möguleika á að komast í landsliðið.“Ekkert heyrt í þjálfurum En hafa landsliðsþjálfarar undanfarinna ára haft samband við Gunnar? „Ég hef ekki tekið eftir því að menn séu að fylgjast með mér hér og Aron [Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands] hefur aldrei haft samband við mig. Ég heyrði heldur aldrei í Guðmundi Guðmundssyni [fyrrum landsliðsþjálfara],“ segir Gunnar Steinn, en Fréttablaðið hefur eftir áreiðanlegum heimildum að Guðmundur Guðmundsson hafi séð leikmanninn spila í úrslitum um sænska meistaratitilinn árið 2010 í Malmö Arena þegar Drott tapaði eftir framlengdan leik. Gunnar Steinn leikur í dag með mönnum á borð við Alberto Entrerríos, Jorge Maqueda og Valero Rivera sem eru allir í byrjunarliði spænska landsliðsins í handknattleik. Spánn varð heimsmeistari í janúar á þessu ári.Frábært líf í Frakklandi Miðjumaðurinn er nýkominn úr aðgerð á öxl en skrapa þurfti bein frá liðamótum sem hafði verið að trufla Gunnar síðastliðin ár. „Þetta var ekki alvarleg aðgerð en samt sem áður nauðsynleg. Ég ætti vera klár fyrir næsta tímabil. Ég er með samning við Nantes út næsta tímabil og er ekkert á leiðinni í burtu.“ Handbolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Gunnar Steinn Jónsson hefur verið að gera það gott með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik undanfarið ár og líkar dvölin í Frakklandi vel. Leikmaðurinn fær ekki tækifærið í landsliðinu þrátt fyrir að spila með sterku liði í einni stærstu deild í heimi. „Mér fór að ganga vel þegar leið á tímabilið hér úti í Frakklandi,“ segir Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Nantes. Það kom honum á óvart hversu stór hluti tungumálið er af íþróttinni en það reyndist honum erfitt að sinna sínu hlutverki sem leikstjórnandi með engin tök á frönsku. „Það var nokkuð erfitt að flytja sig yfir til Frakklands þar sem allir tala bara frönsku. Fyrir mig sem leikstjórnanda var það sérstaklega strembið þegar maður átti að eiga í samskiptum við liðsfélaga sína inni á vellinum. Ég fór strax í frönskukennslu tvisvar í viku og þegar tungumálið var komið vel á veg fór boltinn að rúlla betur fyrir mig sem leikmann.“ Atvinnumannaferill Gunnars hófst fyrir fjórum árum þegar leikmaðurinn fór til sænska félagsins HK Drott. „Það gekk rosalega vel hjá mér í Svíþjóð og strax á fyrsta ári komst liðið alla leið í úrslit. Fyrsta tímabilið var mikið ævintýri fyrir mig persónulega og gaf mér mikið sjálfstraust upp á framhaldið að gera. Ég bætti mig gríðarlega mikið í Svíþjóð og var orðinn lykilmaður í liðinu þegar leið á. Þar lék ég sextíu mínútur í hverjum leik og var með stórt hlutverk.“Förinni heitið til Frakklands „Fyrir síðasta tímabil ákvað ég að færa mig um set og prófa nýja hluti. Deildin í Frakklandi er allt öðruvísi og í raun allt önnur íþrótt. Það er hægt að bæta við tuttugu kílóum á hvern varnarmann í frönsku deildinni samanborið við sænsku deildina og maður þurfti að aðlagast því. Það er mun meiri harka í frönsku deildinni og kannski minna um hraða og tækni. Ég varð að fara sjálfur í lyftingasalinn og bæta vel á mig þegar ég kom í frönsku deildina.“ Hann segir að tímabilið hjá Nantes hafi verið fremur súrsætt. „Við töpuðum lokaleiknum, sem kostaði okkur fjórða sætið og þar af leiðandi Evrópusæti. Við höfnuðum því í því fimmta, sem mun reyndar mögulega gefa okkur Evrópusæti eftir allt saman, en franska deildin er að verða gríðarlega sterk. Liðið komst í úrslit í franska bikarnum og í Evrópukeppninni en þeir leikir töpuðust báðir. Við vorum í raun einu skrefi frá öllu. Þetta er mjög ungt lið og allir í kringum það voru sáttir við okkar frammistöðu á tímabilinu en félagið hefur aldrei unnið titil og er nýkomið upp í efstu deild. Það varð algjör sprengja í þessari deild rétt eftir að ég kom til Nantes og í dag er franska deildin að verða sú allra heitasta. Ég var í raun mjög heppinn þar sem ég gekk í raðir félagsins rétt áður en stórir fjárfestar fóru að dæla peningum í nokkur lið í deildinni. Núna virðast allir vilja koma til Frakklands og að mínu mati er þetta eina deildin sem er á mikilli uppleið í Evrópu í dag.“Spurður tíu sinnum á dag Gunnar Steinn var staddur hér á landi í fríi á dögunum og barst talið oft að íslenska landsliðinu. „Ég er líklega spurður, af vinum og vandamönnum, svona tíu sinnum á dag út í íslenska landsliðið og af hverju ég er ekki valinn. Íslenska landsliðið hefur sennilega verið með sitt allra besta lið sögunnar undanfarin ár og það er ekki gefið að maður gangi bara inn í það. Mér finnst aftur á móti frekar asnalegt að ég hafi aldrei fengið tækifæri til þess að æfa með liðinu eða vera hluti af einhverjum æfingahópi. Ég er að spila í kringum heimsklassaleikmenn allt árið um kring og stend mig nokkuð vel. Því tel ég mig eiga fullt erindi í landsliðið. Nánast allir liðsfélagar mínir eru alltaf kallaðir í landsliðsverkefni og þá æfi ég bara einn hjá liðinu út í Frakklandi, sem er nokkuð spaugilegt. Markmiðið með því að færa sig til Frakklands var kannski fyrst og fremst að eiga meiri möguleika á að komast í landsliðið.“Ekkert heyrt í þjálfurum En hafa landsliðsþjálfarar undanfarinna ára haft samband við Gunnar? „Ég hef ekki tekið eftir því að menn séu að fylgjast með mér hér og Aron [Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands] hefur aldrei haft samband við mig. Ég heyrði heldur aldrei í Guðmundi Guðmundssyni [fyrrum landsliðsþjálfara],“ segir Gunnar Steinn, en Fréttablaðið hefur eftir áreiðanlegum heimildum að Guðmundur Guðmundsson hafi séð leikmanninn spila í úrslitum um sænska meistaratitilinn árið 2010 í Malmö Arena þegar Drott tapaði eftir framlengdan leik. Gunnar Steinn leikur í dag með mönnum á borð við Alberto Entrerríos, Jorge Maqueda og Valero Rivera sem eru allir í byrjunarliði spænska landsliðsins í handknattleik. Spánn varð heimsmeistari í janúar á þessu ári.Frábært líf í Frakklandi Miðjumaðurinn er nýkominn úr aðgerð á öxl en skrapa þurfti bein frá liðamótum sem hafði verið að trufla Gunnar síðastliðin ár. „Þetta var ekki alvarleg aðgerð en samt sem áður nauðsynleg. Ég ætti vera klár fyrir næsta tímabil. Ég er með samning við Nantes út næsta tímabil og er ekkert á leiðinni í burtu.“
Handbolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira