Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum 9. febrúar 2015 07:00 Birgitta Jónsdóttir. vísir/stefán/gva Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi efast um vilja Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að kaupa gögn um skattaundanskot. Bjarni hefur látið hafa eftir sér að ekki strandi á ráðuneyti hans að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem gætu fært sönnur á skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem dregið hefur lappirnar í þessu máli, að hans sögn. Fréttablaðið greindi fyrst frá því þann 14. apríl 2014 að Íslendingum stæðu til boða kaup á gögnum um skattaundanskot Íslendinga. Í september sendi skattrannsóknarstjóri greinargerð til fjármálaráðuneytisins. Hún var til skoðunar í ráðuneytinu en enn hefur engin niðurstaða fengist um kaup gagnanna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála ráðherranum og telur hann ekki vera að ýta málinu áfram. „Síðustu viðbrögð hans benda til þess að hann sé stöðugt að leita að undankomuleið í þessu máli. Málið er hans að leysa, hvort sem það strandar á löggjöf eða fjárveitingum.“ „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og bendir á að ekkert stöðvi ráðherra í að kaupa skjölin. „Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra. Hann dregur þjóð sína á asnaeyrunum.“ Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, undrast orð fjármálaráðherra. „Hver svo sem vilji ráðherrans er í þessu máli þá hjálpar það ekki málinu að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum heldur leysir hann málið með öðrum leiðum, sé það hans vilji.“ Alþingi Tengdar fréttir Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi efast um vilja Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að kaupa gögn um skattaundanskot. Bjarni hefur látið hafa eftir sér að ekki strandi á ráðuneyti hans að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem gætu fært sönnur á skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem dregið hefur lappirnar í þessu máli, að hans sögn. Fréttablaðið greindi fyrst frá því þann 14. apríl 2014 að Íslendingum stæðu til boða kaup á gögnum um skattaundanskot Íslendinga. Í september sendi skattrannsóknarstjóri greinargerð til fjármálaráðuneytisins. Hún var til skoðunar í ráðuneytinu en enn hefur engin niðurstaða fengist um kaup gagnanna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála ráðherranum og telur hann ekki vera að ýta málinu áfram. „Síðustu viðbrögð hans benda til þess að hann sé stöðugt að leita að undankomuleið í þessu máli. Málið er hans að leysa, hvort sem það strandar á löggjöf eða fjárveitingum.“ „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og bendir á að ekkert stöðvi ráðherra í að kaupa skjölin. „Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra. Hann dregur þjóð sína á asnaeyrunum.“ Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, undrast orð fjármálaráðherra. „Hver svo sem vilji ráðherrans er í þessu máli þá hjálpar það ekki málinu að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum heldur leysir hann málið með öðrum leiðum, sé það hans vilji.“
Alþingi Tengdar fréttir Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23