Enski boltinn

Dýrmæt stig í súginn hjá Cardiff

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron spilaði allan leikinn í kvöld.
Aron spilaði allan leikinn í kvöld. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff töpuðu mikilvægum stigum í ensku B-deildinni í kvöld er liðið tapaði 3-1 gegn Derby á útivelli.

Callum Peterson kom Cardiff yfir í fyrri hálfleik og leiddi Cardiff allt þangað til á 69. mínútu er Cameron Jerome jafnaði metin fyrir heimamenn.

Það var svo átta mínútum fyrir leikslok að Derby tók forystuna. Matej Vydra skoraði þá eftir undirbúning fyrrum Liverpool-mannsins Andre Wisdom og 2-1 fyrir Derby.

Wisdom lagði upp annað mark áður en yfir lauk en það lagði hann upp fyrir áður nefndan Cameron Jerome. Lokatölur 3-1.

Cardiff er enn í öðru sætinu, stigi á undan Fulham, en með sigri hefðu þeir getað skotist fjórum stigum frá Fulham. Annað sætið fer beint í ensku úrvalsdeildina en sæti þrjú til sex fara í umspil.

Aron Einar spilaði allan leikinn fyrir Cardiff en hann skoraði sigurmark Cardiff í síðasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×