Dýrđ í dauđaţögn er söluhćsta frumraunin

 
Tónlist
06:00 07. JANÚAR 2013
Freyr Bjarnason skrifar

Dýrđ í dauđaţögn međ Ásgeiri Trausta er söluhćsta frumraun íslenskrar tónlistarsögu á Íslandi ţegar tölur yfir útgáfuáriđ eru skođađar.

Platan kom út í september og seldist í um 22 ţúsund eintökum fyrir jólin, samkvćmt útgefandanum Senu, ţegar allir söluađilar og allar útgáfur plötunnar eru teknar međ í reikninginn. Engin önnur frumraun hefur selst jafnmikiđ á útgáfuári sínu hér á landi.

Of Monsters and Men hefur einnig selt sína fyrstu plötu, My Head Is An Animal, í um 22 ţúsund eintökum samkvćmt Record Records en ţćr tölur ná yfir tvö ár. Platan kom út 2011 og seldist ţá í um 9 ţúsund eintökum. Á síđasta ári bćttust um 13 ţúsund eintök í sarpinn.

Eiđur Arnarsson hjá Senu, sem gaf út Dýrđ í dauđaţögn, segir sig ekki hafa órađ fyrir ţessum gífurlegu vinsćldum ţegar hann fékk plötuna fyrst í hendurnar. "Ţađ fyrsta sem ég sagđi viđ samstarfsmenn mína var ađ viđ yrđum alla vega stoltir af ađ hafa gefiđ hana út. Ţessu fylgdi von um ađ hún myndi standa undir sér," segir hann en ţá hefđi hún ţurft ađ seljast í um tvö til ţrjú ţúsund eintökum. Annađ átti heldur betur eftir ađ koma á daginn.

Ásgeir Trausti fékk mikiđ umtal áđur en platan kom og var eftirvćntingin eftir Dýrđ í dauđaţögn ţví meiri en áđur hafđi ţekkst varđandi fyrstu plötu tónlistarmanns. Eiđur varđ var viđ ţetta og ákvađ ađ panta auka upplag af plötunni áđur en hún kom út, eitthvađ sem hann hafđi aldrei gert áđur á löngum ferli sínum í bransanum. "Hálfum mánuđi fyrir útgáfu vissi mađur ađ hann var ađ fara ađ gera mjög vel. Ţađ er sjaldan sem finnur svona rosalega sterkt undirliggjandi "buzz"," segir hann.Söluhćstu frumraunirnar (listi tekinn saman síđasta vor)

Síđasta vor var tekinn saman listi um söluhćstu frumraunirnar.
Síđasta vor var tekinn saman listi um söluhćstu frumraunirnar.

Lista yfir söluhćstu frumraunir íslenskrar tónlistarsögu má finna í tölum sem voru teknar saman m.a. fyrir útgáfu bókarinnar 100 bestu plötur Íslandssögunnar, sem kom út 2009, og voru uppfćrđar síđasta vor vegna átaks FHF (Félags hljómplötuframleiđenda) vegna söluhćstu platna Íslandssögunnar. Sölutölurnar endurspegla langan tíma, eđa frá útgáfudegi til síđasta vors.

Samkvćmt ţeim hefur Of Monsters and Men selt um 11 ţúsund eintök af plötu sinni en frá síđasta vori hefur sú tala tvöfaldast og er listinn ţví ekki lengur marktćkur hvađ ţá plötu varđar. Dýrđ í dauđaţögn var ekki komin út ţegar tölurnar voru teknar saman en vćri núna í öđru af tveimur efstu sćtunum ásamt My Head Is An Animal. Ţetta er sérlega góđur árangur ţví platan kom út í september í fyrra á međan hinar plöturnar hafa veriđ fáanlegar í einhver ár eđa áratugi.

Svona leit listinn út síđasta vor:

1. Olga Guđrún Árnadóttir – Eniga meniga (1976) um 20.000 eintök
2. Stuđmenn – Sumar á Sýrlandi (1975) um 19.000 eintök
3. Írafár – Allt sem ég sé (2002) um 19.000 eintök
4. Garđar Cortes – Cortes (2005) um 16.000 eintök
5. Sigur Rós – Von (1997) um 16.000 eintök
6. Óskar Pétursson – Aldrei einn á ferđ (2003) um 14.000 eintök
7. Bubbi Morthens – Ísbjarnarblús (1980) um 13.500 eintök
8. Lay Low – Please don't hate me (2006) um 11.500 eintök
9. Jóhanna Guđrún – 9 (2000) um 11.000 eintök
19. Mugison – Mugimama is this monkeymusic? (2004) um 11.000 eintök
11. Of monsters and men – My head is an animal (2011) um 11.000 eintök
12. Selma – I am (1999) um 10.500 eintök
13. Hjálmar – Hjálmar (2005) um 10.500 eintök
14. XXX Rottweiler hundar – XXX Rottweilerhundar (2001) um 10.500 eintök


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Tónlist / Dýrđ í dauđaţögn er söluhćsta frumraunin
Fara efst